Fréttablaðið - 12.05.2010, Síða 47

Fréttablaðið - 12.05.2010, Síða 47
MIÐVIKUDAGUR 12. maí 2010 31 Karlatímaritið Maxim hefur birt lista yfir 100 heitustu konur heims. Söngkon- an Katy Perry er í efsta listans og skýtur mörgum föngulegum fljóðum ref fyrir fagurmótaðan rass. Fyrirsætan Brooklyn Decker er í öðru sæti og Avat- ar-stjarnan Zoe Saldana í því þriðja. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar ætlar breska hljómsveitin Blur að taka upp nýja plötu. Stutt er síðan sveitin gaf út lagið Fool´s Day á sjö tommu til að fagna plötu- búðadeginum í Bretlandi. „Ég ætla pottþétt að taka upp fleiri sjö tommur og einhvern tímann í framtíðinni kemur út plata,“ sagði söngvarinn Damon Albarn. „Það er enginn þrýstingur sem fylg- ir þessu og ég er ánægður með það. Bara að fara í hljóðverið og taka upp á einum degi höfum við ekki gert síðan við tókum upp B- hliðarnar í gamla daga.“ Sjö ár eru liðin síðan síðasta plata Blur, Think Tank, kom út. Blur lofar nýrri plötu DAMON ALBARN Damon Albarn og félagar í Blur hafa lofað nýrri plötu. NORDICPHOTOS/GETTY Katy Perry veltir Megan Fox úr sessi FASTAGESTUR Jessica Alba er fastagestur á listum sem þessum, en nær aðeins 34. sæti að þessu sinni. HEIT MAMMA Christina Aguil- era kemur sterk inn á listann í 18. sæti. Hún eignaðist nýlega son og er að gefa út plötu. Dugnaður! ALLTAF FLOTT Scarlett Johans- son er ekki dóttir Jóhanns Risa, en nær engu að síður 14. sæti listans. KYNÞOKKAFULL Söngkonan Rihanna hefur verið dugleg að sýna á sér nýjar hliðar undanfarið og nær sjötta sæti listans. BLAÐURSKJÓÐA Gossip Girl-stjarn- an Blake Lively er í fjórða sæti listans og vel að heiðrinum því komin. HEITUST Katy Perry er heitasta kona heims að mati tímaritsins Maxim. Megan Fox var í efsta sæti í fyrra en þarf nú að sætta sig við fimmta sæti. HEITARI EN PARIS Kim Kardashian er í níunda sæti, en Paris Hilton, vinkona henn- ar, kemst ekki inn á listann að þessu sinni. Það er*Einungis er greitt upphafgjald 6 kr. af hverju símtali. Mán.verð 1.765 kr. 0 kr. mínútan úr heimasíma í heimasíma* Nú geturðu blaðrað eins og þú vilt. Hringdu í 800 7000 til að panta heimasíma

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.