Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 4
4 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 17° 13° 13° 14° 10° 12° 12° 20° 12° 16° 26° 33° 13° 17° 18° 12°Á MORGUN Strekkingur NV-lands annars hægari. SUNNUDAGUR Strekkingur NV-lands annars hægari. 9 7 6 8 6 4 7 9 11 8 5 5 8 8 6 5 5 4 7 6 9 11 11 4 5 6 11 8 3 4 5 12 HELGIN Það lítur út fyrir nokkuð bjart veður sunnanlands um helgina og þá sér- staklega á sunnu- daginn. Norðan- og austanlands má hins vegar gera ráð fyrir rigningu með köfl um og jafnvel slyddu á sunnu- daginn því veður fer heldur kólnandi. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður BRETLAND Tvær íslenskar stúlkur, 19 og 20 ára, voru dæmdar í fang- elsi í Bretlandi fyrr í vikunni. Aldís Egilsdóttir og Ragnheið- ur Holgeirsdóttir fengu átján mánaða dóm hvor fyrir aðild sína að vopnuðu ráni. Þær lokkuðu mann með sér inn í íbúð þar sem hans biðu átta menn sem rændu hann og börðu. Stúlkunum hefur báðum verið sleppt úr fangelsi vegna þess að þær hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan í júlí á síðasta ári. Dóm- ari sagði þær hafa verið saklausa útlendinga sem hafi lent í vond- um félagsskap. - þeb Íslenskar stúlkur í Bretlandi: Dæmdar og sleppt úr haldi Fjórar líkamsárásir kærðar Fjórar líkamsárásir voru kærðar til lög- reglunnar í Reykjavík í gær. Engin lík- amsárásin var þó alvarleg. Töluverður erill var í miðborginni og voru nokkrir teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur. LÖGREGLUFRÉTTIR HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisstofn- un Vestmannaeyja hefur í tví- gang kallað til þyrlu Landhelgis- gæslunnar til að flytja sjúklinga til lands, fremur en að kalla til Mýflug, sem í síðustu viku tók við sjúkraflutningum þaðan af Flug- félagi Vestmannaeyja. Þannig fór Gæslan eina ferð í hádeginu á mánudag með sjúk- ling, en aðfaranótt þriðjudags var ákveðið að flytja konu í barnsnauð til lands með björgunarbátnum Þór fremur en með þyrlunni. Gunnar Kristinn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunarinnar, segir öskufall frá Eyjafjallajökli hamla flugi, en þyrlan þoli það betur. Þá sé þess beðið að Mýflug fái vottun á flug- vél sem þeir hafa yfir að ráða svo nota megi hana í aðstæðum sem þessum. Um leið segir Gunnar baga- legt að nú skuli ekki staðsett í Eyjum vél til sjúkraflugs, en vélar Mýflugs eru staðsettar á Akureyri og geta 75 til 80 mínút- ur liðið frá útkalli þar til hún er komin til Vestmannaeyja. Mýflug tók við fluginu samkvæmt tíma- bundnu samkomulagi við Sjúkra- tryggingar Íslands sem undirrit- að var síðasta föstudag, eftir að Flugfélag Vestmannaeyja missti flugrekstrarleyfi sitt. „En þetta er bara sú staða sem upp er komin og við henni varð að bregðast,“ segir Gunnar Kristinn. Leifur Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Mýflugs, segir félagið í hvorugt skiptið sem um er getið hér að ofan hafa verið haft með í ráðum með hvaða hætti ætti að flytja fólkið til lands. „Ég hef farið yfir þetta með Neyðarlín- unni og þeir segja mér að þetta sé ákvörðun læknanna á staðnum,“ segir hann. Þá bendir Leifur á að þótt Vest- mannaeyjar séu inni á flugbanns- svæði vegna öskufalls þá hafi félagið yfir að ráða flugvél sem flogið geti við slíkar aðstæður. Sú vél hefur að sögn Leifs verið notuð í sjúkraflug í um tvo áratugi, en nú horfi svo við vegna Evrópureglna að ekki megi flytja með henni sjúklinga í börum áður en búið sé að votta búnaðinn. „Ég leitaði eftir því við Flugmálastjórn hvort við fengjum undanþágu í viku meðan beðið er eftir pappírum frá Banda- ríkjunum, en fékk þvert nei.“ Fram kemur á vef Sjúkratrygg- inga Íslands að í fyrra hafi verið farin 86 sjúkraflug í Vestmanna- eyjum. olikr@frettabladid.is SJÚKRAFLUG MÝFLUGS Síðastliðinn föstudag skrifaði Mýflug undir saming við Sjúkra- tryggingar Íslands um að taka tímabundið við sjúkraflugi í Vestmannaeyjum. Myndin er frá sjúkraflugi Mýflugs frá Eskifirði árið 2006. MYND/HÖRÐUR GEIRSSON Sjúkraflug í ösku- falli bíður vottunar Mýflug hefur tekið við sjúkraflugi í Vestmannaeyjum eftir að Flugfélag Vest- mannaeyja missti flugrekstrarleyfi sitt. Öskufall hefur hamlað flugi. Mýflug hefur til reiðu vél sem þolir öskuna en fær ekki leyfi til að nota hana strax. DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært mann á fimmtugsaldri fyrir stórfellda líkamsárás. Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt sunnudagsins 15. mars 2009 á veitingastaðn- um Amsterdam, Hafnarstræti 5, Reykjavík, slegið annan mann hnefahöggi í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut alvar- legan heilaskaða. Fórnarlamb árásarmanns- ins krefst skaða- og miskabóta að upphæð rúmlega 41 milljónar króna. - jss Krafinn um 40 milljónir: Sló mann og olli heilaskaða BANDARÍKIN Íslensk kona hefur verið dæmd í 21 mánaðar fang- elsi í New York í Bandaríkjun- um fyrir að hafa komist ólöglega til landsins og flúið dómhús eftir handtöku. Konan, Linda Björk Magn- úsdóttir, var handtekin í nóvember í fyrra þegar hún kom til Bandaríkjanna frá Kanada. Hún slapp úr dómhúsi meðan hún beið þess að vera kölluð fyrir dómara. Hún fannst átta klukku- stundum eftir að hún slapp og hefur setið í varðhaldi síðan. - þeb Íslensk kona í Bandaríkjunum: Dæmd í fang- elsi í New York ICESAVE Ríkisstjórnin vill láta reyna á hvort unnt sé að ná sam- komulagi við Breta og Hollend- inga um Icesave fyrir þingkosn- ingarnar í Hol- landi 19. júní. Forystumenn stjórnmála- flokkanna ræddu málið á fundi síðdegis í fyrradag. Að sögn Öss- urar Skarphéð- inssonar utanríkisráðherra hafa einhverjar samningsumleitanir átt sér stað þótt ekki liggi fyrir ný samningsdrög. Hann segir ýmis- legt benda til þess að lag kunni að vera til samninga fyrir hollensku kosningarnar og á það eigi að láta reyna. - óká Samningslag milli kosninga: Nýta dagana til næstu kosninga ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON LINDA BJÖRK MAGNÚSDÓTTIR ELDGOS Gríðarlega mikið öskufall var undir Eyjafjöllum í gærkvöldi. Að sögn lögreglu var öskufallið lík- ast því sem var fyrstu daga goss- ins, og hefur ekki verið eins mikið í langan tíma. Um klukkan átta í gærkvöldi var kolniðamyrkur vegna öskunnar allt frá Holtsá og austur fyrir Skóga. Skyggni var aðeins um tveir metr- ar þegar mest var. Að öðru leyti hafa ekki orðið miklar breytingar á gosinu síðustu daga. Gosmökkurinn nær að jafn- aði í um sex kílómetra hæð, en náði hæst níu kílómetra hæð í gær. Fjór- ir jarðskjálftar fundust á svæðinu í gær. Sauðfé hefur drepist á svæðinu vegna mikilla þrengsla í fjárhús- um á svæðinu, en ekki beint vegna gossins. Gert er ráð fyrir því að röskun verði á flugi í dag og að Keflavík- urflugvöllur verði lokaður um tíma. Icelandair flýtti þess vegna morg- unflugum sínum í morgun og aflýsti eftirmiðdagsflugi til Manchester og Glasgow, Kaupmannahafnar og London. Brottför véla til Banda- ríkjanna síðar í dag hefur einnig verið flýtt. Þá er gert ráð fyrir því að fjölmörgm flugum til landsins í dag muni seinka. - þeb Tafir gætu orðið á flugsamgöngum í dag vegna eldgossins í Eyjafjallajökli: Gríðarlegt öskufall undir jökli EYJAFJALLAJÖKULL Búast má við röskun á flugi vegna öskufalls í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Tæplega helmingur ökumanna sem lögregla fylgdist með á Hjarðarhaga í Reykjavík á þriðjudag ók yfir löglegum hraða. Fylgst var með ökutækjum á til- tekinni akstursleið í eina klukku- stund. Á þeim tíma fóru 35 öku- tæki leiðina og var sextán þeirra, eða 46 prósentum, ekið of hratt. Þá voru brot ellefu ökumanna mynduð á Nesvegi á Seltjarnar- nesi. Á einni klukkustund fór 121 ökutæki tiltekna akstursleið og því óku 9 prósent of hratt. - jss Fylgst með hraðakstri: Nær helmingur ekur of hratt AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 12.05.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,4314 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,65 129,27 192,05 192,99 163,02 163,94 21,904 22,032 20,886 21,010 16,988 17,088 1,3832 1,3912 190,87 192,01 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000N1 ELDHEITT EINTAK BROIL KING 39.998 KR. GEM VNR. 076 53603IS ™ p™ S ™ V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.