Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 16
16 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 E inhvern veginn er kosningabaráttan fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar, sem fram fara í lok mánaðarins, varla komin í gang. Önnur mál hafa skyggt á hana í almennri umræðu; rannsóknarskýrsla, handtökur og stefnur á hendur útrásarvíkingum, náttúruhamfarir. Engu að síður eru kosningarnar mikilvægt mál. Það er brýnt að kjós- endur setji sig inn í málin í sínu sveitarfélagi og taki upplýsta ákvörðun um hvernig þeir hyggjast verja atkvæði sínu. Ef við teljum lýðræðið á annað borð mikilvægt hljótum við að vilja nota kosningaréttinn. Ritstjórn Fréttablaðsins hefur viljað gera sitt til að stuðla að upplýstri umræðu og birtir nú síðustu vikurnar fyrir kosning- ar skoðanakannanir í stærstu sveitarfélögunum í hverjum landshluta og fréttaskýringar um stöðuna í stærstu bæjun- um. Af þeim greinum, sem þegar hafa birzt, er nokkuð ljóst að fjármálin eru efst á baugi víð- ast hvar. Mörg sveitarfélög eru illa stödd eftir bankahrunið. Þau höguðu sér mörg hver eins og fyrirtæki sem nú eru í vanda, tóku há lán fyrir framkvæmdum og uppfyllingu annarra kosninga- loforða en eru nú í þeirri stöðu að lánin hafa snarhækkað vegna hruns gjaldmiðilsins og tekjurnar til að standa undir afborgunum dregizt saman, meðal annars vegna þess að flestir útsvarsgreið- endur hafa misst spón úr aski sínum. Fjöldi sveitarfélaga er því hrikalega skuldsettur. Við þessar aðstæður er úrlausnarefni stjórnmálamannanna hvernig á að koma lögbundnum verkefnum sveitarfélaganna, einkum velferðar-, félags- og menntamálum, fyrir innan þrengri fjárhagsramma. Svigrúmið til að lofa nýjum framkvæmdum eða útgjöldum er ekkert. Kjósendur ættu raunar að vara sig alveg sérstaklega á stjórnmálamönnum, sem gefa slík loforð; reynslan af þeim undanfarin ár er slæm. Og þeir ættu alls ekki að kjósa þá, sem reyna að yfirbjóða aðra flokka með kostnaðarsömum hugmyndum um framkvæmdir eða þjónustu. Í þetta sinn ættu kjósendur fremur að kjósa stjórnmálamenn, sem hafa sannfærandi og rökstuddar hugmyndir um hvernig skera megi niður í kostnaði sveitarfélaganna án þess að það komi niður á grundvallarþáttum í velferðarþjónustunni. Þeir ættu að kjósa stjórnmálamenn, sem eru líklegir til að hafa nógu sterk bein til að taka erfiðar ákvarðanir. Helzt ættu þeir að kjósa fólk, sem þorir að ná jafnvægi í rekstrinum án þess að hækka skattana – þótt skattahækkanir séu óvinsælar líta stjórnmálamenn oftast á þær sem auðveldari leið en að skera niður. Síðast en ekki sízt ættu kjósendur í sveitarfélögum landsins að kjósa stjórnmálamenn, sem eru í sveitarstjórnarmálum af alvöru. Staðan er of alvarleg og lýðræðið of mikilvægt til að kjósa spaugframboð. Vantraust á stjórnmálamönnum er útbreitt þessa dagana, en einmitt þá getur verið ástæða til að kjósa þá sem lofa minnstu en eru líklegastir til að standa við orð sín. HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN pakkinn Fyrsti á aðeins 845 krónur! Skráðu þig á: klubbhusid.is eða í síma 528-2000 ARGH 0510 Nýr pakki kominn út! Stjórnvöld leita ýmissa leiða til þess að endar nái saman í ríkisfjármálum. Skattar eru hækkaðir upp úr öllu valdi. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg sveifl- ar blóðugum niðurskurðarhníf enn og aftur og búist er við að hann beri niður víðast í kerfinu. Helst er að vænta þess að pólitískt ráðnir aðstoðarmenn sem hlaðið hefur verið inn í ráðuneytin séu í öruggu skjóli. Alþingi hefur leitað væg- ast sagt óhefðbundinna leiða til þess að auka gjaldeyrstekjur, s.s. að semja við grunaða fjárglæfra menn sem hafa komið óorði á þjóðina um sérstakan skattaaf- slátt til atvinnurekstrar. Ég leyfi mér að efast um að það séu til fordæmi fyrir því að nokkurt þjóðþing hafi farið þessa leið í að hygla grunuðum stórglæpamönnum. Ólíklegustu leiðir hafa verið kannað- ar eins og að framan greinir til þess að ná jafnvægi í opinberan rekstur en samt sem áður hefur algerlega verið hlaup- ið yfir þá spurningu hvort vert sé að ná meiri fiskafla úr hafinu sem gæti gefið þjóðinni tug ef ekki hundrað milljarða tekjur árlega. Óumdeilt er að upphafleg markmið núverandi fiskveiðiráðgjafar sem hefur gengið út á að geyma fiskinn í sjónum hefur alls ekki gengið upp. Vísindalegar forsendur ráðgjafarinnar eru vægast sagt umdeildar, bæði meðal líffræðinga og sjómanna, en samt hefur ríkisstjórnin ekki varið einni krónu í að fara yfir vel rökstudda og málefnalega gagnrýni. Það er ljóst að ef efasemda- menn um ráðgjöf sem ekki hefur gengið upp hafa rétt fyrir sér myndi það skila þjóðinni milljarða gjaldeyristekjum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Fyrir þá sem trúa í blindni á að veið- ar mannsins stjórni í einu og öllu líf- keðjunni í hafinu er gott að hafa á bak við eyrað að sjófuglar, hvalir og selir taka tugfalt meiri næringu úr hafinu en maðurinn. Fiskarnir sjálfir eru miklu stærri lífmassi en framangreind dýr sem þurfa að næra sig. Oft er á matseðlinum hjá þeim smærri fiskur sem leiðir til að vöxtur og viðgangur þeirra sjálfra hlýt- ur að hafa úrslitaáhrif á stofnstærðar- sveiflur. Út frá framangreindum staðreyndum er út í hött að ætla að kenna veiðum um allar breytingar á stofnstærð fiska, sér- staklega í ljósi þess að hver og einn fisk- ur getur átt mergð afkvæma. Og hundrað milljarða spurningin er: Er ekki tímabært að leita svara við öllum spurningum sem geta rétt hag þjóðarinn- ar, jafnvel þótt það kosti skotsilfur? Hundrað milljarða spurningin Stóru málin Alþingismenn slá ekki slöku við frekar en fyrri daginn og fjöldi mála bíður afgreiðslu þingsins. Er þar um að ræða allt frá lögum um breytingu á kosningalöggjöf niður í smærri fyr- irspurnir. Eina slíka hefur framsókn- armaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson lagt fram til menntamálaráð- herra. Hann vill vita hvernig regl- um um sölu á efni Ríkisútvarps- ins er háttað, hvort gjaldskrá sé í gildi þar, hvort starfsmenn njóti sömu kjara í þeim efnum og aðrir, hvort til séu samningar um afnotin og hvernig Ríkisútvarp- ið bregst við notkun efnis án heimildar. Að spyrja rétta aðilann Þetta er eflaust allt góðra gjalda vert og vissulega er menntamálaráðherra æðsti yfirmaður Ríkisútvarpsins. En hefði Gunnar Bragi ekki bara átt að hringja upp í útvarp eins og annað fólk? Hafa ráðherrar ekki eitthvað betra að gera þessa dagana en útskýra reglur um leigu á ára- mótaskaupinu? Hættu við húsnæði CCP Samfylkingin stóð fyrir fögnuði í gær í Sjó- minjasafninu í Reykjavík. Upphaflega átti teitin að vera í húsnæði CCP. Ósagt skal látið hvort umræða þess efnis að það væri óeðlilegt, sem meðal annars mátti sjá á Svipunni, sökum eignarhalds fyrirtækisins, en breytingin er allrar athygli verð. Á það var bent að stærstu hluthafarnir væru Novator og General Catalyst. Fyrir þinginu liggur frumvarp um að ganga frá samningi við þau fyrirtæki, auk Verne Holding, um gagnaver á Suðurnesjunum. Stjórnarmaður þess fyrirtækis er Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarfor- maður CCP. En Samfó fór í sjóminjarnar. kolbeinn@frettabladid.is Fiskveiðar Sigurjón Þórðarson formaður Frjálslynda flokksins Sveitarstjórnarkosningarnar snúast ekki sízt um að hætta að eyða um efni fram: Ekki tími yfirboða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.