Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 52
24 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 14. maí 2010 ➜ Fyrirlestrar 12.00 Ljósmyndarinn Gary Schneider flytur erindi þar sem hann fer yfir feril sinn í máli og myndum. Fyrirlesturinn fer fram hjá Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu og er í tengslum við sýn- ingu á verkum hans sem verður opnuð á laugardag. ➜ Tónleikar 14.00 Tríó Björns Thoroddsen og Andreu Gylfadóttir flytur þekkt sönglög og ljóð á tónleikum í Félagsmiðstöðinni að Hæðargarði 31. Allir velkomnir. 20.00 Hörður Torfason heldur tón- leika í Iðnó við Vonarstræti. 20.00 Kór Akraneskirkju heldur tón- leika í Hveragerðiskirkju við Hverahlíð ásamt Tómas R. Einarssyni kontra- bassaleikara og Gunnari Gunnarssyni organista. Á efnisskránni verða sálmar og lög af verladlegum toga. 22.00 Creedence Travellin’Band flytur öll bestu lög Creedence Clearwater Revival á Græna hattinum við Hafnar- stræti á Akureyri. Húsið verður opnað kl. 21. ➜ Fundir 10.00 Oddvitar framboðslist- anna í Hafnarfirði mæta á fund Þjóðmálahópsins í Deiglunni og ræða um atvinnumál og atvinnuleysi. Fundurinn fer fram í Rauðakross-húsinu við Strandgötu, (2. hæð), gengið inn Fjarðargötu megin. ➜ Sýningar Þorsteinn Helgason hefur opnað sýningu í Reykjavík Art gallery við Skúla- götu 30. Opið alla daga nema mánu- daga kl. 14-17. Daði Guðbjörnsson hefur opnað sýn- ingu á vatnslitamyndum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Opið mán.-fös. kl. 10- 18, lau. kl. 11-16. og sun. kl. 14-16. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. ath í dag kl. 12.15 og 13.30 Tveir fyrirlestrar um samtímaljós- myndun verða í Þjóðminjasafni. Fyrri fyrirlesturinn fjallar um finnska samtímaljósmyndun, en sá seinni um lettneska. Harri Pälvi- ranta fjallar um röðina Barinn á sýningunni Núna í Norræna hús- inu. Hinn seinni er kynning Inese Baranovska listfræðings á lett- neskri samtímaljósmyndun. > Ekki missa af … tónleikum í Óperunni í kvöld kl. 20. Þar koma fram Marilyn Mazur slagverksleikari, norska söngkonan Sidsel Endresen, Nils Petter Molvær trompet- leikari og saxófónleikarinn Hákon Kornstad. Marilyn og Sidsel eru báðar framverðir í sinni grein. Marilyn lék lengi á slagverk með Miles Davis og Wayne Shorter. Sidsel Endresen hefur um árabil veitt ferskum vindum inn í spuna- tónlist um allan heim. Fáar leiksýningar hafa vakið meiri lukku á árinu en Munaðarlaus eftir Dennis Kelly í leikstjórn Vignis Rafns Valþórssonar. Hún var sýnd í janúar og febrúar fyrir fullu húsi í Norræna húsinu og í kjölfar þess var henni boðið að vera óvissusýning ársins hjá Leikfélagi Akureyrar. Nú er blásið til tveggja aukasýninga á verkinu í dag kl. 19 og kl. 22 og verður verkið sýnt í Norðurpólnum. Munaðarlaus er verk sem rannsakar heim sem fæst okkar þekkja og viljum ekki vita af en er beint fyrir utan dyrnar okkar. Hversu langt erum við tilbúin að ganga til að vernda okkar nánustu? Hvernig getur samviskan haldist hrein þegar allir sveigja réttlætið að eigin þörfum? Þetta er í fyrsta sinn sem verk eftir Dennis Kelly er frumsýnt á Íslandi en verk hans hafa vakið mikla athygli. Verk hans hafa verið sýnd um gervalla Evrópu og Norður-Ameríku. Í sviðsetningu þeirra munaðarlausu eru það Hannes Óli Ágústsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson og Tinna Lind Gunn- arsdóttir sem bera þungann af fjölskylduuppgjör- inu. Miðasala er á Netinu og við inngang og má panta miða á munadarlaus@gmail.com. - pbb Munaðarlaus sýnt á ný − tvisvar LEIKLIST Leikhópur og leikstjóri, Hannes, Stefán Tinna og Vignir. MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ Ytri-Njarðvíkurkirkja kl. 18:30, Strengjasveitir Tónlistarskólans. Stjórnendur: Anna Hugadóttir og Unnur Pálsdóttir. FÖSTUDAGUR 14. MAÍ Stapi, Hljómahöllinni kl. 17:00, Samspilshópar gítardeildar. Stjórnendur: Aleksandra Pitak og Þorvaldur Már Guðmundsson. STAPI, HLJÓMAHÖLLINNI KL. 19:30 Léttsveit Tónlistarskólans og hljómsveitir rytmadeildar. Stjórnendur: Eyþór Kolbeins, Karen Sturlaugsson og Sunna Gunnlaugsdóttir. SUNNUDAGINN 16. MAÍ KL. 16:00 Burtfarartónleikar, Sigtryggur Kjartansson, píanónemandi, mun halda framhaldsprófstón- leika sína í Stapa, Hljómahöllinni. Tónleikarnir eru seinni hluti framhaldsprófs Sigtryggs og jafnframt burtfarartónleikar hans frá skólanum. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR MÁNUDAGUR 17. MAÍ Stapi, Hljómahöllinni kl. 19:30. Lúðrasveitir Tónlistarskólans , Stjórnendur: Áki Ásgeirsson, Steinar Matthías Kristinsson, Harpa Jóhanns- dóttir, Lilja Valdimarsdóttir, Karen J. Sturlaugs- son og Þorvaldur Halldórsson. Upplýsingar um aðra vortónleika er að finna á vefsíðu skólans; reykjanesbaer.is/tonlistarskoli og á skrifstofu skólans. Aðgangur á alla þessa viðburði er ókeypis og allir eru velkomnir. Skólastjóri VORTÓNLEIKAR HLJÓMSVEITA Rokksveit Jonna Ólafs Aðgangseyrir eru litlar 1500 kr. Rokksveit Jonna Ólafs skemmtir á Kringlukránni föstudaginn 14. maí og laugardaginn 15. maí mun svo vera dansleikur með Siggu Beinteins. Þetta er gullaldarrokk af allra bestu gerð Einleikurinn Ferðir Guð- ríðar kom upp í aðdrag- anda árþúsundamótanna á vegum Brynju Benedikts- dóttur. Hefur sýningin verið á fjölunum víða: fór hún um Bandaríkin og Kan- ada og hefur verið leikin af fjölda leikkvenna gegn- um árin, bæði á íslensku og ensku. Nú gefst tækifæri til að sjá þennan áhrifamikla einleik um víðförlustu konu miðalda á norð- urhveli heims því verkið verður annað kvöld frumsýnt í Víkinga- heimum í Reykjanesbæ. Sviðið er ekki ódýrt: einleikurinn er settur á svið í Íslendingi, eftirgerð vík- ingaskips eftir Gunnar Marel Egg- ertsson. Áhorfendur munu ganga um borð og fara í þetta ferðalag með Guðríði sem gengur um skipið og segir sögu sína sem hefst á ferða- lagi frá Íslandi vestur um haf og endum á suðurgöngu Guðríðar, þar sem hún hittir páfann í Róm. Að leikhúsinu standa feðgarnir Einar Benediktsson og Pétur Einarsson og fleiri sem sáu fyrir sér að um borð í víkingaskipinu Íslendingi, sem Víkingaheimar eru byggðir í kringum, væri upplagt að leika sögur norrænna manna. Víkinga- heimar opnuðu fyrir tæpu ári í glæsilegu nýju húsnæði þar sem skipið Íslendingur, völundarsmíð, er miðpunkturinn en auk þess er þar vönduð sýning um landafundi Íslendinga og veitingahús. Víkingaheimar eru á Víkinga- braut 1 í Reykjanesbæ og þar er fyrirhugað að sýningar verði í framtíðinni. Þar með eykst um helming fjöldi leikhúsa sunnan Hafnarfjarðar en Graal í Grinda- vík er í fullu fjöri. Ferðasaga Guðríðar eftir Brynju Benedikts- dóttir er í nýrri uppfærslu Maríu Elling sen. Þórunn Clausen leik- ur Guðríði, Snorri Freyr Hilm- arsson hannar leikmynd, Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsir og Sveinbjörg María Ingibjargardótt- ir hannar búninga. Miðabókanir eru á www.midi.is. - pbb Kona í förum um heiminn LEIKLIST Þórunn Clausen tekst á við Guðríði Þorbjarnardóttur. MYND/VÍKINGAHEIMAR Auglýsingasími Allt sem þú þarft…
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.