Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 58
30 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is 28 DAGAR Í HM Arnór Smárason er sem kunnugt er á leið frá hollenska liðinu Heer- enveen nú í sumar þar sem samningur hans mun renna þá út. Arn- óri standa ýmsir kostir til boða en honum hefur borist tilboð bæði frá liðum í Hollandi sem og á Norðurlöndunum. „Það er verið að ræða þessi mál en ég er í sjálfu sér mjög rólegur. Ég ætla ekki að hoppa á fyrsta tilboðið sem berst heldur skoða alla möguleika sem eru í boði og velja út frá því,“ sagði Arnór sem gerir ekki ráð fyrir því að fá lausn sinna mála fyrr en síðar í sumar. „Mér líst vel á þessi tilboð sem hafa borist en aðalmálið hjá mér er að finna mér lið þar sem ég á möguleika á því að spila hvern einasta leik. Ég er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og mér finnst það mikilvægast að fá að spila aftur og halda áfram að bæta mig.“ Hann segir að það hafi ekki verið erfitt að skilja við Heerenveen. „Ég er búinn að vera hjá félaginu í sex og hálft ár og þetta hefur verið mjög fínn tími. Ég hef bætt mig mikið en nú finnst mér tímabært að prófa eitthvað nýtt. Ég er spenntur fyrir því að fá að upplifa nýtt ævintýri.“ Arnór er ekki nema 21 árs gamall og var því ungur þegar hann hélt utan til Hollands. Á þessum tíma vann hann sér fast sæti í byrjunarliði Heerenveen og náði þar að auki að spila nokkra A-landsleiki. Meiðsli settu svo strik í reikninginn og var hann lengi frá á tímabilinu. Í fyrstu var talið að meiðslin tengdust vandamálum í lærvöðva og lagðist hann undir hnífinn vegna þessa. „Þessar aðgerðir voru ekki að gera neitt fyrir mig og voru í raun alger- lega misheppnaðar. Það var ekki fyrr en ég fór til Þýskalands þar sem ég fékk tíma hjá lækni Bayern München að ég fékk loksins almennilega meðferð. Það kom í ljós að þetta tengd- ist bakinu og þegar það uppgötvaðist var ég fljótur að ná mér. Þetta var vissulega svekkjandi en ég er fyrst og fremst ánægður með að vera byrjaður að spila á nýjan leik.“ ARNÓR SMÁRASON: MEÐ TILBOÐ FRÁ LIÐUM Í HOLLANDI OG Á NORÐURLÖNDUNUM Mun ekki hoppa á fyrsta tilboð sem berst Roger Milla frá Kamerún er elsti marka- skorari á HM frá upphafi en hann var 42 ára og 39 daga þegar hann skoraði á HM 1994. Fjórum árum áður hafði hann skorað 4 mörk á HM 1990 og slegið í gegn með því að dansa fyrstur allra við hornfánann. Milla skoraði öll fimm mörk sín á HM eftir að hafa komið inn á sem varamaður. FÓTBOLTI KSV Roeselare, lið Bjarna Þórs Viðarssonar og Hólmars Arnar Eyjólfssonar, hóf um síð- ustu helgi keppni í umspilskeppni um sæti í belgísku úrvalsdeildinni. Afar flókið fyrirkomulag var á belgísku deildakeppninni í ár og þá er staða Bjarna Þórs sjálfs nokkuð sérstök en hann á þó von á því að fá lausn sinna mála í sumar. Roeselare er búið að vera í botn- baráttunni allt tímabilið en tekur nú þátt í umspili um sæti í úrvals- deildinni ásamt liðunum sem urðu í 2.-4. sæti B-deildarinnar. Um er að ræða riðlakeppni þar sem allir mæta öllum, heima og að heiman. „Við erum vongóðir um að halda okkur uppi. Við erum með besta liðið en meiðsli hafa gert okkur erfitt fyrir,“ sagði Bjarni en að loknum tveimur umferðum af sex í riðlinum hefur hvert lið unnið einn leik og tapað einum. Bjarni tryggði sínum mönnum sigur á KVSK United í fyrstu umferðinni, 3-2, með marki á lokamínútum leiksins. Botnbaráttan var þó ekki ein- föld. Roeselare var í neðsta sætinu lengst af en um miðjan febrú- ar náði liðið eftir gott gengi að komast upp fyrir Lokeren. Hins vegar varð hvorugt þess- ara liða í neðsta sæti deild- arinnar. Það kom í hlut Mouscron sem hafði verið um miðja deild þegar félagið varð svo úrskurðað gjald- þrota og árangur liðsins þurrkaður út. Það féll því sjálf- krafa úr deildinni. Þegar deildarkeppninni lauk voru Lokeren og Roeselare með jafn mörg stig. Roeselare var þó með betra markahlutfall sem öllu jöfnu hefði átt að duga lið- inu. En ekki í Belgíu. Ef lið eru jöfn að stigum er það lið sem vann fleiri leiki ofar í töfl- unni. Lokeren vann fimm í vetur en Roeselare fjóra. „Við vorum líka með betri árangur en Lokeren í innbyrðisviður- eignum okkar. Þetta var því ansi svekkjandi,“ sagði Bjarni. Deildakeppnin var líka æði flókin. Að henni lokinni tóku sex efstu liðin helm- ing stiganna með sér í sérstakan meistararið- il. Næstu átta lið í deild- inni fóru svo í enn flókn- ara umspil um eitt sæti í Evrópudeildinni þar sem liðunum var til að mynda skipt í tvo riðla. „Þetta fyrirkomulag átti að skila meiri sjónvarpstekjum en það hefur ekki fengið góð viðbrögð og ég á von á því að þetta verði lagt niður. Hollendingar tóku upp álíka fyrirkomulag fyrir tveimur árum og það að mestu svo aflagt strax ári síðar.“ Samningsmál Bjarna eru einnig flókin en hann kom til Roeselare frá Twente í Hollandi í sumar. „Twente á enn einhvern hlut í mér en ég á ekki von á því að fara þangað aftur. Bæði félög vilja að ég verði seldur og þau myndu þá skipta söluhagnaðinum á milli sín. Það stóð alltaf til að ég yrði hér aðeins í eitt ár og á ég von á því að ég fari í sumar, jafnvel þótt að við höldum sæti okkar,“ sagði Bjarni. Hann á þó möguleika á að vera áfram í Belgíu ef allt annað þrýtur. „Ég er með þriggja ára samning en það var bara hugsað sem örygg- isnet fyrir mig.“ - esá Bjarni Þór Viðarsson og félagar í KSV Roeselare í flóknum fallslag í belgísku úrvalsdeildinni: Flókið knattspyrnulíf Bjarna Viðarssonar BJARNI ÞÓR Ekki alltaf klippt og skorið í Belgíu. Hér er Bjarni í leik með Roeselare. FÓTBOLTI Fyrsta umferðin í Pepsi- deild kvenna fór fram í gær og engin óvænt úrslit litu dagsins ljós. Mest spenna var fyrir leik Breiðabliks og Fylkis en sá leikur varð aldrei spennandi því Blikar hreinlega yfirspiluðu daprar Fylk- isstúlkur sem áttu ekki roð í Blik- ana. Blikastúlkur tóku strax öll völd á vellinum og hófu að sækja af krafti. Það voru ekki liðnar nema rúmlega tólf mínútur af leiknum er Fanndís Friðriksdóttir kom Blikum yfir. Hún fékk þá boltann á miðjum vallarhelmingi Fylkis. Lék nær marki og lét vaða af um 20 metra færi. Boltinn hafnaði neðst í fjærhorninu, glæsilegt mark. Yfirburðir Blika voru algjör- ir og það var alger einstefna að marki Fylkis sem komst vart yfir miðju. Blikastúlkur sköpuðu sér nokkuð af færum en gekk ekkert að nýta þau. Það kom í bakið á Blikastúlk- um því á 35. mínútu átti Íris Dóra Snorradóttir laglega stungusendu á Önnu Sigurðardóttur. Anna lék inn í teiginn og lagði boltann í fjærhornið og þaðan fór boltinn í stöngina og inn. Smekklega gert. Síðari hálfleikur var tiltölulega nýhafinn þegar Blikar náðu for- ystunni á nýjan leik. Fanndís tók þá hornspyrnu sem Jóna Kristín Hauksdóttur stangaði í netið. Fylki óx ásmegin eftir því sem leið á síðari hálfleikinn en gekk ekkert að skapa sér færi. Blikar kláruðu svo leikinn tíu mínútum fyrir leikslok er Sara Björk stang- aði hornspyrnu Fanndísar í netið en þær tvær báru af í leiknum. „Þetta er allt of lítill sigur miðað við spilamennsku okkar í dag. Við áttum frábæran dag og spiluðum flottan fótbolta. Ég hrósa stelp- unum fyrir frábæran leik,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Blika, kátur eftir leikinn. Blikar hefðu átt að vinna miklu stærri sigur því þær fengu fjöl- mörg tækifæri sem þær nýttu ekki. Berglind Björg Þorvaldsdótt- ir fór með mörg þeirra en henni voru afar mislagðir fætur í gær. „Það var með ólíkindum að við skyldum ekki skora meira en þetta var okkar besti leikur í lang- an tíma og við erum ánægð með þetta.“ Björn Björnsson, þjálfari Fylk- is, var hundfúll með sínar stelpur og húðskammaði þær inn í klefa eftir leikinn. „Ég var óánægður með framlag leikmanna sem mér fannst sáralítið. Þær voru kjark- lausar og skítragar við að gera það sem við töluðum um að gera,“ sagði Björn fúll. henry@frettabladid.is Blikar yfirspiluðu Fylki Það var lítið jafnræði í leik Breiðabliks og Fylkis í Pepsi-deild kvenna í gær. Blikar voru betri á öllum sviðum leiksins og hefðu átt að vinna stórsigur en létu 3-1 duga. Valur, Stjarnan, KR og Þór/KA unnu einnig fyrstu leiki sína. VÍTI? Björk Björnsdóttir, markvörður Fylkis, virðist hér brjóta á Berglindi Þorvaldsdótt- ur. Jan Erik Jessen dómari lét það eiga sig að flauta. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Pepsi-deild kvenna Breiðablik - Fylkir 3-1 1-0 Fanndís Friðriksdóttir (13.), 1-1 Anna Sigurð- ardóttir (35.), 2-1 Jóna Kristín Hauksdóttir (48.), 3-1 Sara Björk Gunnarsdóttir (80.). Haukar - Valur 0-5 0-1 Rakel Logadóttir (17.), 0-2 Kristín Ýr Bjarna- dóttir (40.), 0-3 Kristín Ýr Bjarnadóttir (66.), 0-4 Björk Gunnarsdóttir (73.), 0-5 Dóra María Lárusdóttir (77.). KR - FH 2-0 1-0 Kristín Sverrisdóttir (46.), 2-0 Katrín Ásbjörns- dóttir (56.). Afturelding - Stjarnan 0-4 0-1 Katie McCoy (35.), 0-2 Katie McCoy (36.), 0-3 Karen Sturludóttir (40.), 0-4 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, víti (52.). Grindavík - Þór/KA 2-2 0-1 Bojana Besic (7.), 0-2 Mateja Zver (35.), 1-2 Dagmar Þráinsdóttir (66.), 2-2 Dagmar Þráins- dóttir (76.). Upplýsingar að hluta fengnar frá Fótbolta.net Sænska úrvalsdeildin IFK Gautaborg - Örebro 0-0 Ragnar Sigurðsson, Hjálmar Jónsson og Theodór Elmar Bjarnason léku allan leikinn fyrir IFK. Sænska B-deildin Hammarby - Öster 0-1 Davíð Þór Viðarsson, Öster, tók út leikbann. Austurríska úrvalsdeildin KSV Superfund - LASK Linz 2-0 Garðar Gunnlaugsson var í byrjunarliði LASK en var skipt út af í hálfleik. ÚRSLIT TEKIÐ Á ÞVÍ Tinna Bjarndís Bergþórs- dóttir stöðvar hér Blikann Söndru Sif Magnúsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson er einn þeirra leikmanna Port- smouth sem fara frá félaginu nú í sumar. Þetta kom fram í máli skiptastjóra Portsmouth í gær en félagið er nú í greiðslustöðvun. „Þeir sem þurfa að fara skipt- ast í þrjá flokka,“ er haft eftir Andrew Andronikou skipta stjóra. „Þeir sem eru á lánssamningi, þeir sem eru að renna út á samn- ingi og þeir sem eru á sölulista.“ Portsmouth er fallið úr ensku úrvalsdeildinni en mætir Chelsea í úrslitum bikarsins á morgun. „Helmingur þeirra sem spila bik- arúrslitaleikinn eru að fara. Það er staðreynd lífsins.“ Andronikou nafngreinir aðeins nokkra leikmenn sérstaklega í máli sínu og var Hermann ekki einn þeirra. En ljóst má vera að hann þarf að finna sér nýtt félag í sumar þar sem samningur Her- manns við Portsmouth rennur út í lok leiktíðar. - esá Skiptastjóri Portsmouth: Hermann einn þeirra sem fara HERMANN Þarf væntanlega að finna sér nýtt félag. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Birkir Bjarnason skor- aði fyrra mark síns liðs, Viking, í 2-0 sigri þess á Brodd í 1. umferð norsku bikarkeppninnar í gær. Þetta var fjórða mark Birkis í jafnmörgum leikjum sem allir hafa farið fram í maímánuði. Veigar Páll Gunnarsson kom inn á sem varamaður á 89. mín- útu þegar að Stabæk vann 12-1 sigur á Höland. Veigar Páll skor- aði síðasta mark liðsins í uppbót- artíma. - esá Birkir Bjarnason hjá Viking: Skoraði í fjórða leiknum í röð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.