Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 22
 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR4 „Fólk þarf ekki að kunna mikið en það þarf að hafa einlægan áhuga á viðfangsefninu,“ segir Hann- es Lárusson hjá Hleðsluskólan- um sem ásamt Íslenska bænum stendur fyrir fjölbreyttum nám- skeiðum í íslenski hleðslutækni í sumar. „Þá verða menn að sjá einhvers konar notagildi fyrir þessari tækni í sínu starfi,“ bætir Hannes við. Inntur eftir því hvort gamla hleðslutæknin einskorðist við gamla torfbæi segir Hannes það ekki vera. „Sýningarhúsið í Aust- ur-Meðalholtum er skólabókar- dæmi um hvernig nota má þessa gömlu tækni í nútímahúsum,“ segir hann en námskeiðin fara flest fram í torfbænum að Austur- Meðalholtum í Flóa og í nágrenni hans en þar er jafnframt aðsetur menningarsetursins Íslenska bæj- arins. Hannes segir vaxandi áhuga á hleðslutækni sérstaklega meðal yngra fólks. Hann telur það ekki einungis tengjast áhuga á sögu og verkmenningu heldur spili vist- fræðin og umhverfisvernd einnig stóran þátt. En hefur tæknin ekki tapast niður í gegnum tíðina? „Jú, hún hafði gert það auk þess sem viss stöðnun hefur orðið í iðninni,“ segir Hannes en ætlunin er að bæta úr því. „Við ætlum að reyna að finna þessu nýtt samhengi og notagildi, blása nýju lífi í verk- tæknina og þróa hana áfram.“ Námskeiðin í sumar eru fjöl- breytt. Boðið verður upp á almenn grunnnámskeið, þar sem helstu aðferðir í hefðbundnum veggjahleðslum verða skoðaðar í samhengi við sögu og samhengi torfbygginga auk verklegrar þjálfunar í gerð veggja með torfi og grjóti. Einnig verður boðið upp á lengri eða styttri sérsniðin námskeið og/ eða fyrirlestra um íslenskan torf- bæjararf fyrir tiltekna hópa. Fyrstu námskeiðin hefjast nú um helgina en nánari upplýsingar má finna á www.islenskibaerinn. com. solveig@frettabladid.is Gamla hleðslutækni má líka nýta í nútímahúsum Hleðsluskólinn og menningarsetrið Íslenski bærinn standa fyrir námskeiðum í íslenskri hleðslutækni við Austur-Meðalholt í sumar. Fyrstu námskeiðin hefjast nú um helgina. Gamlar hleðslur taka sig vel út bæði við ný og gömul hús. MYND/ÚR EINKASAFNI Hleðslustörf hjá Íslenska bænum að Austur-Meðalholtum. Verkfæri hafa verið til frá örófi alda. Elsta ættkvísl manna, Homo habilis, eða hinn handlagni maður, sem lifði í Afríku fyrir 2,5 til 1,8 milljónum ára, er talinn hafa búið til og notað frumstæð verkfæri. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín ÞriðjudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 visindavefur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.