Fréttablaðið - 14.05.2010, Page 22

Fréttablaðið - 14.05.2010, Page 22
 14. maí 2010 FÖSTUDAGUR4 „Fólk þarf ekki að kunna mikið en það þarf að hafa einlægan áhuga á viðfangsefninu,“ segir Hann- es Lárusson hjá Hleðsluskólan- um sem ásamt Íslenska bænum stendur fyrir fjölbreyttum nám- skeiðum í íslenski hleðslutækni í sumar. „Þá verða menn að sjá einhvers konar notagildi fyrir þessari tækni í sínu starfi,“ bætir Hannes við. Inntur eftir því hvort gamla hleðslutæknin einskorðist við gamla torfbæi segir Hannes það ekki vera. „Sýningarhúsið í Aust- ur-Meðalholtum er skólabókar- dæmi um hvernig nota má þessa gömlu tækni í nútímahúsum,“ segir hann en námskeiðin fara flest fram í torfbænum að Austur- Meðalholtum í Flóa og í nágrenni hans en þar er jafnframt aðsetur menningarsetursins Íslenska bæj- arins. Hannes segir vaxandi áhuga á hleðslutækni sérstaklega meðal yngra fólks. Hann telur það ekki einungis tengjast áhuga á sögu og verkmenningu heldur spili vist- fræðin og umhverfisvernd einnig stóran þátt. En hefur tæknin ekki tapast niður í gegnum tíðina? „Jú, hún hafði gert það auk þess sem viss stöðnun hefur orðið í iðninni,“ segir Hannes en ætlunin er að bæta úr því. „Við ætlum að reyna að finna þessu nýtt samhengi og notagildi, blása nýju lífi í verk- tæknina og þróa hana áfram.“ Námskeiðin í sumar eru fjöl- breytt. Boðið verður upp á almenn grunnnámskeið, þar sem helstu aðferðir í hefðbundnum veggjahleðslum verða skoðaðar í samhengi við sögu og samhengi torfbygginga auk verklegrar þjálfunar í gerð veggja með torfi og grjóti. Einnig verður boðið upp á lengri eða styttri sérsniðin námskeið og/ eða fyrirlestra um íslenskan torf- bæjararf fyrir tiltekna hópa. Fyrstu námskeiðin hefjast nú um helgina en nánari upplýsingar má finna á www.islenskibaerinn. com. solveig@frettabladid.is Gamla hleðslutækni má líka nýta í nútímahúsum Hleðsluskólinn og menningarsetrið Íslenski bærinn standa fyrir námskeiðum í íslenskri hleðslutækni við Austur-Meðalholt í sumar. Fyrstu námskeiðin hefjast nú um helgina. Gamlar hleðslur taka sig vel út bæði við ný og gömul hús. MYND/ÚR EINKASAFNI Hleðslustörf hjá Íslenska bænum að Austur-Meðalholtum. Verkfæri hafa verið til frá örófi alda. Elsta ættkvísl manna, Homo habilis, eða hinn handlagni maður, sem lifði í Afríku fyrir 2,5 til 1,8 milljónum ára, er talinn hafa búið til og notað frumstæð verkfæri. Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín ÞriðjudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 visindavefur.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.