Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 14.05.2010, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 5 „Það sem menn ættu að gera strax og hellulögn er ný er að sanda yfir hana aftur með reglulegu milli- bili. Hellur eru jafnan lagðar ofan á sand og sandur settur í fúgur á milli þeirra, en þetta þarf að gera aftur nokkuð reglulega því sandur- inn rignir niður og hverfur smám saman úr fúgunum. Í staðinn fýkur mold í fúgurnar sem gera aðstæð- ur ákjósanlegar fyrir illgresi að vaxa og skemma út frá sér, meðan söndunin fyrirbyggir að hellur skekkist vegna þess að illgresi náði að skjóta rótum,“ segir Þor- kell Gunnarsson, formaður Félags skrúðgarðyrkjumeistara, spurður um góð ráð til viðhalds á hellulögn- um fyrir garðeigendur sem vilja sjálfir taka til hendinni heima. Þorkell segir best að sanda aftur yfir hellulögn nokkrum mánuð- um eftir fyrstu lögn og svo árlega næstu þrjú árin en annað hvert ár þar á eftir, því slíkt margborgi sig og auki endinguna verulega. „Annað mikilvægt atriði er að taka strax í taumana sjáist poll- ar myndast á hellum. Þá þarf að lyfta upp hellum sem hafa sigið og leggja aftur með sandi undir því annars verður alltaf veikur punktur í lögninni þar sem vatn situr eftir og er sérstaklega vara- samt á álagsstöðum eins og í inn- keyrslum,“ segir Þorkell og bætir við þriðju algengustu ástæðunni fyrir því að hellur fari af stað. „Algengt er að fólk sem leggur hellur sínar sjálft sinni því ekki að steypa meðfram jöðrum hellu- lagnarinnar, þar sem hún liggur að grasi og beðum. Til að auka end- inguna er ráð að grafa litla rauf meðfram hellu- lögninni, hella ofan í svolítið af steypu og einu steypustyrktarjárni svo kanturinn haldist á sínum stað. Þessar þrjár aðferðir auka endingu hellulagn- ar um áratugi,“ segir Þorkell sem þykir synd að sjá vel gerðar hellu- lagnir verða ónýtar eftir fáein ár vegna þess að sand vantar í fúg- urnar. „Þetta er auðvelt að gera sjálfur og hægt að fá 25 kílóa sandpoka á byggingamörkuðum sem maður sópar yfir stéttina með kústi. Þá er mjög gott að rennbleyta sandinn ef rakt er úti þannig að hann leki ofan í fúgurnar en hafa hann skrauf- þurran ef þurrt er úti, því rakur sandur fer ekki ofan í fúgur.“ Nánari fróðleik og lista yfir skrúðgarðyrkjumeistara má finna á www.meistari.is. thordis@frettabladid.is Þrennt margborgar sig Falleg hellulögn er augnayndi við híbýli og garða, en þarfnast viðhalds eins og öll önnur mannanna verk. Skrúðgarðyrkjumeistarinn Þorkell Gunnarsson segir þrennt valda mestum skemmdum á hellum. Þorkell Gunnarsson skrúðgarðyrkjumeistari við störf í Grasagarðinum í Laugardal. Hér grípur hann í grastopp sem er óvelkominn milli hellna, meðan mosinn fær að dafna og setja fallegan svip og gamaldags karakter á stéttina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Besta og umhverfisvænsta leiðin til að losna við ill- gresi milli hellna er að svíða það burt með gasbrenni- stútum sem setja má á litla gaskúta. Það drepur hins vegar ekki rótina og ef vandamálið er slæmt þarf að gera þetta oftar, eða þar til illgresið koðnar og lætur undan. Salt eyðir ýmsu illgresi, en margar tegundir eru salt- þolnar. Sjóðandi heitt vatn drepur allt illgresi en líka annað í nágrenninu. Því er sú aðferð ekki góð ef annar gróður er í næsta nágrenni. Síðasta hálmstráið er eiturefni sem úðað er yfir lögn- ina. Slík eiturefni hafa verið bönnuð í mörgum lönd- um en getur verið réttlætanlegt að nota einu sinni ef vandamálið er mikið. Þá er mikilvægt að nota úðara með skermi til að hafa hemil á dreifingunni. Vilji fólk losna við mosa, sem sumum þykir augnayndi á hellum og skemmir ekkert, er auðvelt að skafa hann af með flatri skóflu. Að sögn Þorkels skrúðgarðyrkjumeistara telst mosi ekki til illgresis í hellulögn. Illgresi, gras og aðrar jurtir með öflugt rótarkerfi sem skekkja og lyfta hellum. Mosi og illgresi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.