Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2010, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 21.05.2010, Qupperneq 35
 ÞRÓUNARMÁL - upplýsingarit Þróunarsamvinnustofnunar Íslands – eftir Stefán Jón Hafstein umdæmisstjóra í Malaví Hvernig birtist fátækt í daglegu lífi í landi eins og Malaví? Götur höfuðborgarinnar eru skörðóttar og holóttar, þar eru gangstéttar fátíðar og götulýsing næstum engin. Byggðir eru dreifðar og mest kofar á mismunandi stigum, þótt sæmileg millistéttarhverfi birtist inni á milli. Símkerfi virkar illa, rafmagnsskortur setur svip á daglegt líf, enda er heildarframleiðsla í 13 milljóna manna landi minni en nemur hálfri Kárahnjúkavirkjun; sex prósent íbúa hafa aðgang að rafmagni. Vegir eru slæmir, lítill bílafloti heimamanna einkennist af hræjum sem varla eru ökufær og umferðarslys eru með því mesta sem um getur í heiminum. Aðkomumaður tekur strax eftir hve vélvæðing er skammt komin, fólk gengur langar leiðir með byrðar eins og vatn og eldivið, eitt reiðhjól ber fjögurra manna fjölskyldu eða hlaða af kolapokum. Heimili alls þorra fólks eru leirkofar með stráþökum þar sem getur verið langt í næsta vatnsból og hreinlætisaðstaða lítil sem engin. Þótt fólk sé almennt hreinlegt eru fötin slitin og skór þess þættu óvíða boðlegir, enda margir berfættir. Konur klæðast mikið litríkum lendaklæðum en samsetning hjá hinum almenna karlmanni minnir mest á flóamarkað. Ógnarlegar tölur Börnin í götunni minni fara í skólann fyrir klukkan átta á morgnana og eru mörg í slitnum og óhrjálegum skólabúningum. En þau eiga gott því aðeins þriðjungur barna lýkur barnaskóla. Og helmingur allra barnaskóla- nema er vannærður. Menntunarskortur er alvarlegt vandamál í Malaví, ólæsi kvenna yfir 50% og karla næstum 40%. Um 10% barna úr hverjum árgangi fara í framhaldsskóla, og mun færri ljúka námi. Menntað fólk flyst oft burt ef það getur markaðssett sig annars staðar, sagt er í bæði gríni og alvöru að fleiri malavískir læknar séu í Manchester í Bretlandi en í Malaví. Fjörutíu prósent af ríkisútgjöldum koma frá erlendum ríkjum. Hagkerfið er illa búið til sóknar: Malaví er landlukt, auðlindir þverrandi, innviðir veikir, sóknarfæri fá. 70 prósent af útflutningstekjum eru af tóbakssölu sem ekki lofar góðu ef Alþjóða heilbrigðisstofnunin nær markmiðum sínum um að minnka reykingar. Fátæktin birtist í því að lífslíkur eru aðeins 52 ár að meðaltali, ungbarnadauði er með því mesta sem þekkist, sjúkdómar eins og niðurgangur og öndunarfærapestir leggja fjölda manns að velli árlega og mæðradauði er með því hæsta á jarðríki: Að meðaltali deyja 16 konur á dag af barnsförum. Lág laun og hátt verð En er þá ekki ódýrt að lifa í svona landi? Nei, svo merkilegt sem það er þá eru matvæli dýr. Margir borgarbúar rækta hænur og selja egg og kjúklinga sem kosta nær 1.000 krónur stykkið úr heimahúsi. Svipað og á Íslandi! Á götumarkaði í höfuðborginni kosta fjórir tómatar 200 krónur. Ef laun lögreglumanns eru 5.000 krónur getur hann keypt kjúkling einu sinni í viku og borðað fimm tómata með í hvert skipti fyrir launin. Auðvitað borðar hann aldrei kjúkling, heldur ræktar maís eins og allir aðrir. Fólkið lifir á maís. Það kaupir ekki mat í búðum. Í svona fátæku landi er ekkert til sem heitir „skemmtanaiðnaður“ en þó er því ekki að leyna að sumar hljómsveitir gefa út diska sem seldir eru á götuhornum. Ríkissjónvarpið sendir út á einni rás og tveimur útvarpsrásum og nokkuð er um einkareknar stöðvar sem njóta framlaga pólitískra auðmanna. Eitt kvikmyndahús er í landinu, og það heyrir til tíðinda að nú hefur verið opnuð „bókabúð með bókum“ í höfuðborginni. Menningarstofnanir eins og söfn, listagallerí og slíkt er ekki að finna í þeirri mynd sem Íslendingar þekkja. Aðbúnaður er mjög hraklegur sem má sjá af útliti opinberra stofnana og skrifstofum í ráðuneytum þar sem málning flagnar af veggjum og húsgögn eru við að detta í sundur. Sjaldgæft er að hlutum sé hent, endalaust er hægt að gera við og margir handverksmenn ná færni í því. Farsímar hafa níu líf. Sáralítill iðnaður er í landinu og stenst ekki samkeppni við innflutt skran; bilanir á öllum hlutum til daglegs brúks eru fastur liður í tilveru þeirra fáu sem hafa efni á. Ekki er um að ræða „velferðarkerfi“. Lyf kosta peninga, nema þau sem erlend ríki gefa, eins og til HIV-smitaðra. Malaría er landlæg og getur reynst fátækri fjölskyldu dýr ef þarf að kaupa lyf. Veikt fólk kemst á ríkisspítala ef það býr nærri en ættingjar þurfa að elda handa sjúklingum. Barnaskólar eru ókeypis en þegar kemur að framhaldsskóla kostar frá 4.000 krónum upp í 22.000 krónur á önn að senda ungling til menntunar. Ríkisstarfsmenn hafa smávægileg eftirlaun, aðrir ekki. Það segir sína sögu að nær allt fullorðið fólk þekkir hungur af eigin raun. Tvöhundruðkall á dag? Þjóðartekjur á mann eru innan við 600 dollarar á ári í Malaví – vel innan við tvo dollara á dag. Íslendingar hafa 50 sinnum hærri tekjur á mann. Viðmið Alþjóðabankans fyrir fátækt er 1,25 dollarar á dag í tekjur, en 30% Malava ná ekki því viðmiði, og 22% eru í raun úrskurðuð „ofur-fátæk“. Í raun má segja að í svona landi séu tvö, ef til vill þrjú, hagkerfi. Í fyrsta hagkerfinu eru 85% landsmanna sem lifa af sjálfsþurftarbúskap og eru utan við peningahagkerfið og sjá eiginlega aldrei peninga. Í öðrum hluta hagkerfisins eru svo rúmlega 10% landsmanna sem hafa reglulega vinnu og tekjur og búa í peningakerfi að hluta til að minnsta kosti. Flestir eru þó með annan fótinn í ,,óformlega hagkerfinu”, rækta eigin mat að hluta og stunda vöruskipti. Hér eru kennarar og lágtsettir ríkisstarfsmenn sem fá e.t.v. 12-17.000 krónur á mánuði, launamenn smáfyrirtækja og slíkir. Láglaunafólk fær 3-5.000 krónur á mánuði. Í efsta laginu eru svo háttsettir ríkisstarfsmenn og stjórnendur stórfyrirtækja sem hafa margir þokkalegar tekjur og lifa góðu lífi, en erfitt er að meta stærð þessa hóps. Þessi litli hópur er ekki stærri en svo að ekki er til markaður í landinu fyrir „lúxusvörur“ og dýra þjónustu, skemmtanir eða sérverslanir svo heitið geti. Tölur um atvinnuleysi eru ekki til enda ekki hægt að ræða um almennan vinnumarkað þegar næstum allir eru sjálfsþurftarbændur. Ísland í samanburði Stutt er síðan Ísland var í efsta sæti á lista þjóða samkvæmt „lífskjaravísitölu“ Sameinuðu þjóðanna (Human Development Index). Það var árið 2007 og ári síðar höfðu Norðmenn og Ástralar farið upp fyrir okkur. Ísland fellur kannski niður um nokkur sæti á þessu ári, en við verðum örugglega á topp tíu listanum yfir þá sem hafa það best meðal þjóða heims 2010. Neðst eru Níger (182) og Afganistan sæti ofar, Malaví er í 160. sæti. Ísland á sem betur fer langt að hrapa til að teljast „fátækt“ land. Hrapi Ísland af topp tíu listanum (úr þriðja sæti í ellefta) verðum við fyrir neðan lönd eins og Noreg, Ástralíu, Kanada og Svíþjóð, en í ellefta sæti værum við enn fyrir ofan Finna og Bandaríkin, tíu sætum fyrir ofan Breta og 20 sætum fyrir ofan Kúveit. Við verðum að hrapa um 50 sæti til að verðskulda titilinn „Kúba norðursins“ miðað við núverandi stöðu hjá Kastró (51) og værum samt 20 sætum fyrir ofan Rússa (71) og 40 sætum fyrir ofan Kínverja (91). Um 150-160 sætum fyrir neðan okkur er svo Malaví sem fær þróunaraðstoð frá Íslandi: vatnsból, skóla, fræðslu og heilsuþjónustu. Svona er að búa í fátæku landi 5 Götumynd frá Malaví. LJÓSMYND: GUNNAR SALVARSSON.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.