Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 54
22 21. maí 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Þrír Íslendingar, þeir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hall- grímur Magnússon, náðu tindi hæsta fjalls heims að morgni þessa dags fyrir þrettán árum. Haraldur Örn Ólafsson varð síðan fjórði Íslendingurinn til að komast á toppinn árið 2002 og hafa því allir Íslendingarnir, sem vitað er til að hafi reynt við fjallið, komist á toppinn. Fyrstu menn til að komast á tind Everest voru Edmund Hillary og leiðsögumaður hans en þeir komust á tindinn árið 1953. Bretarnir George Mallory og Andrew Irvine voru þó á ferðinni 24 árum áður en ekki er vitað hvort þeir náðu tindinum. Lík Mallory fannst í hlíðum fjallsins árið 1997 í 8.530 metra hæð og þótti ýmislegt gefa til kynna að hann hefði náð á tindinn. Til dæmis fund- ust snjógleraugun í vasa hans og velta menn því fyrir sér hvort hann hafi þá náð tindinum síðla dags og verið á niðurleið að nóttu þegar hann féll. Fjallið er 8.844,43 metra yfir sjávarmáli og liggja landamæri Nepals og Tíbets eftir fjallshryggnum en tindurinn sjálfur er í Tíbet. ÞETTA GERÐIST: 21. MAÍ 1997 Íslendingar ná tindi Everest MANFREÐ VILHJÁLMSSON ARKI- TEKT ER 82 ÁRA. „Ég held að menn átti sig ekki á því að það er sitt- hvað að kaupa sér eina flík, eftir tískunni í dag, eða byggja hús sem stend- ur í heila öld eða jafnvel aldir.“ Manfreð Vilhjálmsson hefur starfað í rúma hálfa öld. Hann hlaut heiðursverðlaun menningarverðlauna DV árið 2009. Bróðir minn og frændi okkar, Hallgrímur Guðjónsson, Dysjum, Garðabæ, lést á heimili sínu mánudaginn 17. maí. Útför hans verður tilkynnt síðar. Sesselja Guðmundsdóttir Elísabet Eygló Jónsdóttir Jóna Gréta Jónsdóttir Dagbjört Erla Kjartansdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Ingibjörg Jóhannesdóttir, Hlaðhamri, lést á Sjúkrahúsinu Akranesi 10. maí. Útför hennar verður frá Prestbakkakirkju í Hrútafirði, laugardag- inn 22. maí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga eða Krabbameinsfélag Íslands. Kjartan Ólafsson Jóhannes Kjartansson Sveinbjörg Guðmundsdóttir Jón Kjartansson Gyða Eyjólfsdóttir Sigurður Kjartansson Olivia Weaving og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Brynhildur Eggertsdóttir, Gullsmára 7, Kópavogi, áður til heimilis að Kotárgerði 22, Akureyri, er látin. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju, mánudaginn 31. maí kl. 13.00. Sigtryggur Þorbjörnsson Ingibjörg Sigtryggsdóttir Aðalbjörn Þorsteinsson Stefán Sigtryggsson Eggert Már Sigtryggsson Guðbjörg Björnsdóttir Guðrún Sigtryggsdóttir Hermann Jónasson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Kristínar Guðmundu Halldórsdóttur, Baughúsum 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut. Magnús Davíð Ingólfsson Halldóra Magnúsdóttir og fjölskylda Ingólfur Magnússon og fjölskylda Guðmundur Magnússon og fjölskylda Soffía Magnúsdóttir og fjölskylda Magnús K. Magnússon og börn Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhann Ágúst Guðlaugsson frá Kolsstöðum í Dölum, lést á heimili sínu laugardaginn 8. maí. Hann verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag 21. maí kl. 15.00. Steinunn Erla Magnúsdóttir Árni H. Jóhannsson Sigrún Elfa Ingvarsdóttir Bjarni Jóhannsson Ingigerður Sæmundsdóttir Gunnbjörn Óli Jóhannsson Freyja Ólafsdóttir Jóhann G. Jóhannsson Þórdís Þórsdóttir afabörn og langafabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigurbjargar Hjálmarsdóttur, Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, áður Gullsmára 8, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sambýlisins Gullsmára og Hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar fyrir hlýhug og góða umönnun. Hjálmar Viggósson Ragnheiður Hermannsdóttir, Magnea Viggósdóttir Kenneth Morgan Erna Margrét Viggósdóttir Kristján Þ. Guðmundsson Helen Viggósdóttir Þórarinn Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Hannes Finsen, fv. forstjóri, Vesturgötu 50a, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 16. maí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 27. maí kl. 15.00. Guðbjörg A. Finsen Guðrún Finsen Bjarne Wessel Jensen Aðalsteinn Finsen Hulda Hrönn Finsen Sigríður Finsen Magnús Soffaníasson barnabörn og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Theódór Grímsson Hraunbæ 144, Reykjavík, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund föstu- daginn 14. maí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 26. maí kl. 15.00. Guðrún Jóna Tryggvadóttir Elvar Ólafsson Helga Sóley Alfreðsdóttir Ingunn Ólafsdóttir Sigurður Vilhjálmsson Hólmar Örn Ólafsson Berglind Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. MOSAIK „Við ætlum að bjóða nemendum upp á traust fagnám á þessu sviði og efla þar með þekkinguna sem þarf til að starfa innan iðnaðarins,“ segir Björn Þór Jónsson, deildarforseti tölvunar- fræðideildar Háskólans í Reykjavík, sem ætlar að bjóða upp á sérstaka áherslulínu í tölvuleikjaþróun næsta haust. Þetta er í fyrsta sinn sem nám af þessu tagi verður kennt hérlendis en starfsfólk tölvunarfræðideildar HR hefur þróað línuna í sam- starfi við Samtök íslenskra leikjafyrirtækja, sem voru stofnuð á síðasta ári. Björn lýsir henni með eftirfarandi hætti. „Leikjaþróunarlínan er hluti af B.Sc. námi í tölvunarfræði og samanstendur af fimm námskeiðum, eða sem nemur einni önn. Leikjaiðnaðurinn þarfnast velmenntaðra tölvunarfræð- inga, þar sem góður tölvuleikur er í raun flókinn hugbúnaður sem gerir kröfur til þeirra sem hann þróa. Í þessari línu er því lögð sérstök áhersla á ýmis grundvallaratriði sem liggja að baki flestum tölvuleikjum, til dæmis eru þar námskeið í tölvugrafík og tæknilegri uppbyggingu leikjaþjóna. Þá geta nemendur valið sér námskeið á sviði gervigreindar, samskipta manns og tölvu, gagnasafnskerfa og hönnunar tölvuleikja.“ Björn segir gróskuna sem einkennir nú íslenskan tölvu- leikjaiðnað forsendu þess að ákveðið var að fara af stað með leikjaþróunarlínuna. „Iðnaðurinn er að byggjast hratt upp í kjölfar kreppunnar. Þetta eru fyrirtæki sem náðu ekki í starfsfólk vegna umsvifa bankanna og höfðu minni tekjur vegna gengisins en eru nú að blómstra. Fyrirtækjum fjölgar stöðugt sem róa á þessi mið og vilja ráða til sín starfskrafta en það er of lítið afþeim á lausu. Öflugt háskólastarf er forsenda þess að þekkingariðnaðurinn og þar með talið tölvuleikjaiðn- aðurinn þroskist og dafni hér. Við hjá HR viljum leggja okkar á vogarskálarnar með fjölgun faglærðra einstaklinga.“ Nemendur sem stunda nám til B.Sc. prófs í tölvunarfræði við HR geta valið sér áherslulínu á öðru námsári. Leikjalín- an er nýjasta línan sem er í boði, en fyrir eru áherslulínur í gervigreind, hugbúnaðarfræði og fræðilegri tölvunarfræði. Umsóknarfrestur til náms í tölvunarfræði við HR rennur út 31. maí. Hægt verður að kynna sér námið frekar á leikjadegi sem HR og Samtök íslenskra leikjafyrirtækja standa fyrir í húsakynnum skólans í Nauthólsvík 29. maí. „Sérfræðing- ar okkar og fulltrúar tölvuleikjafyrirtækja flytja þar erindi, verðlaun verða veitt í samkeppni um bestu tölvuleikina og fleira og er öllum velkomið að mæta.“ roald@frettabladid.is HR: BÝÐUR UPP Á NÝJA NÁMSLEIÐ Þróa tölvuleiki NÝSKÖPUN „Við hjá HR viljum leggja okkar á vogarskálarnar með fjölgun faglærðra á þessu sviði,“ segir Björn um tölvuleikjalínu HR. Með honum á myndinni er Erla Bjarney Árnadóttir, formaður Samtaka íslenskra leikjafyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AFMÆLI JASON BIGGS leikari er 32 ára. CATHER- INE TATE leikkona er 42 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.