Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2010, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 21.05.2010, Qupperneq 60
28 21. maí 2010 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is UNA HLÍN KRISTJÁNSDÓTTIR Hlaut styrk til viðskiptaráðgjafar með fatamerki sitt Royal Extreme. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vorúthlutun Hönnunarsjóðs Aur- oru og sú fjórða frá því sjóður- inn var stofnaður fór fram í gær. Fjórum milljónum króna var úthlutað. Þeir sem hlutu styrki voru Hreinn Bernharðsson til starfsreynslu hjá Hrafnkeli Birg- issyni, Hafsteinn Júlíusson til vöruþróunar og markaðssetning- ar erlendis á vörulínu sinni HAF, Sigríður Sigurjónsdóttir til sýn- ingahalds í SPARK design space og Una Hlín Kristjánsdóttir sem hlaut styrk til viðskiptaráð- gjafar með fatamerki sitt Royal Extreme. Hönnunarsjóðurinn mun einnig veita viðurkenning- ar í fatahönnunarsýningu LungA, listahátíð ungs fólks í sumar. Fjórir hlutu styrki Auroru Kúlan í Þjóðmenningarhúsi Bryndís Bolladóttir textílhönnuður sýnir nýjustu hönnun sína, kúluna, í verslun og veitingastofu Þjóðmenningarhússins. Sýningin verður opnuð í dag og verð- ur opin alla daga frá kl. 11 til 17 fram í ágúst. Kúlan er unnin úr þæfðri íslenskri ull. Hún bregður sér í ólík hlutverk, svo sem snaga, leikfangs, hitaplatta, skrauts, kolls og hljóðdempunarverks. Bryndís útskrifaðist úr textíldeild Listaháskóla Íslands árið 1999. Hún hefur einnig sótt námskeið við Konstfack-listaháskólann í Svíþjóð. > Ekki missa af … Ljósmyndasýningin „Fjársjóður – tuttugu ljósmyndarar frá Eyja- firði 1858-1965“ opnar í Minja- safninu á Akureyri á laugardag klukkan 14. Sýningin er afrakstur rannsókna Harðar Geirssonar, safnvarðar Minjasafnsins, á ljós- myndaarfi Íslendinga. Uppgötvunum hans á ferðalaginu um leyndardóma ljósmyndanna má líkja við litla eðalsteina sem saman mynda fjársjóð. Myndir eftir nánast óþekktan ljósmyndara, Árna Stefánsson frá Litla-Dal, koma þar fyrir sjónir almennings í fyrsta skipti. Kvikmyndasmiðja Miðbergs og Hólmasels heldur uppskeruhátíð í Regnboganum í dag kl. 15 þar sem myndin Þ.A.U.A. verður sýnd. Hún fjallar um strák í 8. bekk sem langar að bjóða bekkjasystur sinni á ball í skólanum en veit ekki hvernig hann á að fara að því. Örlögin grípa inn í þegar hún sest við borðið sem hann situr við í matartíma í skólanum og þau fara nokkur saman á skauta. Þegar Robbi risi og Lalli lúði skipa þeim að taka dularfullan poka fyrir sig og geyma því lögreglan er á hælum þeirra fara mál að vandast. Guðmundur Jónas Haraldsson, leiðbeinandi Kvikmyndasmiðjunnar og leikstjóri myndarinnar, segir samvinnuna hafa verið virkilega skemmti- lega og lærdómsríka. „Í vinnslu myndarinnar blönduðum við saman veruleika og skáldskap, æfðum senur sem við tókum svo upp í raun- verulegum aðstæðum, til dæmis tókum við upp í Ölduselsskóla á skólatíma,“ segir Guðmundur Jónas. „Erum við afar þakklát Ölduselsskóla vegna þess hve vel þau tóku okkur og studdu þannig við það skapandi starf sem Miðberg er að vinna með krökkunum. Og okkur langar að þakka þeim fjölmörgu sem studdu við bakið á okkur og hjálp- uðu til við að gera þessa hugsýn að veruleika.“ Uppskeruhátíð í Regnboganum GUÐMUNDUR JÓNAS HARALDSSON Guðmundur segir að samvinnan hafi verið virkilega skemmtileg og lærdómsrík. Bókin Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson hefur selst í meira en milljón eintaka í Bret- landi. Hún er þar með orðin 21. bókin á þessari öld sem nær þess- um árangri. Önnur bókin í röð- inni, Stúlkan sem lék sér að eld- inum, hefur selst í 680 þúsundum eintaka og síðasta bókin, Loft- kastalinn sem hrundi, í 556 þús- undum eintaka. Sú bók kom út í kilju í síðasta mánuði og seldist þá í 98 þúsund eintökum á aðeins þremur dögum. Alls hafa bækur Stiegs Larsson selst fyrir 13,8 milljónir punda á Bretlandi, eða um tvo og hálfan milljarð króna. Á undanförnum árum hafa yfir tuttugu milljón bóka í Millenium-þrí- leiknum selst í alls 41 landi. Stieg Larsson nær milljón STIEG LARSSON Millenium- þríleikurinn hefur notið mikilla vinsælda.Baldur og Júlíus Guðmundssynir Hvar er Mjallhvít? André Bachmann Sævar SverrissonHulda Gestsdóttir Rúnars Júlíussonar minnst í tónum á Kringlukránni 21. & 22. maí. Dansleikur með hljómsveitinni Hvar er Mjallhvít? ásamt André Bachmann. Sérstakir gestir Synir Rúnars þeir Baldur og Júlíus ásamt popparanum síunga Sævari Sverrissyni og Diskódívunni Huldu Gestsdóttur. Dansleikurinn hefst kl. 23:00 mætið tímanlega. Með Stuð Í Hjarta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.