Fréttablaðið - 21.05.2010, Side 61

Fréttablaðið - 21.05.2010, Side 61
FÖSTUDAGUR 21. maí 2010 29 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 21. maí 2010 ➜ Sýningarspjall 12.10 Pétur Thomsen ljósmynd- ari verður með leið- sögn um sýninguna Thomsen & Thom- sen þar sem gefur að líta myndir eftir hann og afa hans Pétur Thomsen eldri. Sýningin stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. ➜ Tónleikar 16.00 Dixieland Band Árna Ísleifs- sonar og Stórsveit Öðlingaklúbbs FÍH verða með tónleika til heiðurs Þórarni Óskarssyni básúnuleikara á Bókasafni Seltjarnarness, Eiðistorgi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 20.00 Gítarleikararnir Santiago Gut- iérrez Bolio og Santiago Lascurain flytja verk eftir meðal annars Ponce, Lavista, Gutiérrez Bolio og fleiri á tónleikum í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. 22.00 Greifarnir verða með tónleika á Græna Hattinum við Hafnarstræti á Akureyri. 22.00 Bandaríska hljómsveitin The Authorities verður með tónleika á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. Á tónleikunum koma einnig fram íslensku hljómsveitirnar The Way Down og Bacon Live Support Unit. ➜ Leikrit 20.00 Þórunn Clausen flytur ein- leikinn Ferðasaga Guðríðar eftir Brynju Benediktsdóttur í Víkingaheimum við Víkingabraut í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar á www.midi.is. 20.00 Brynhildur Guðjónsdóttir flytur einleikinn Brák á sögulofti Landnáms- setursins við Brákarbraut í Borgarnesi. Nánari upplýsingar á www.landnams- setur.is. 20.00 Leikhópurinn Common Non- sense sýnir verkið “Af ástum manns og hrærivélar” í Kassanum, sýningarrými Þjóðleikhússins við Lindagötu. Nánari upplýsingar á www.leikhusid.is. ➜ Opnanir 20.00 Una Baldvinsdóttir og Guð- rún Gísladóttir opna sýningu í gallerí Crymo að Laugavegi 41a. Á sama tíma sýnir Sigurlaug Gísladóttir verk sitt Glímu á efri hæðinni. Opið þri.-sun. kl. 13-18. ➜ Sýningar Í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna við Þverholt hefur verið opnuð sýning á verkum Elísabetar Stefánsdóttur (Betu Göggu). Opið virka daga kl. 10-19 og lau. kl. 12-15. Þórunn Bára hefur opnað sýningu í Listasal IÐU-hússins við Lækjargötu 2a (2. hæð). Opið alla daga kl. 9-22. Í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu hafa verið opnaðar tvær nýjar sýningar. Á 2. hæð hefur verið opnuð sýning um skegg og rakstur sem kallast Klippt og Skorið og í Bogasal hefur verið opnuð sýning á ljósmyndaverkum eftir Einar Fal Ingólfsson. ➜ Dansleikir Dj Biggi Maus og Matti verða á Póst- húsbarnum við Skipagötu á Akureyri. Íslenzka sveitin verður á skemmti- staðnum SPOT við Bæjarlind í Kópa- vogi. Rokksveit Jonna Ólafs ásamt Labba úr Mánum skemmta á Vélsmiðjunni við Strandgötu á Akureyri. ➜ Dans 20.00 Ragnheiður S. Bjarnarson sýnir dansverkið Kyrrja í Norðurpólnum við Norðurslóð á Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar á www.midi.is. ➜ Tónlistarhátíð Tónlistarhátíðin Norden Blues Festival 2010 verður haldin í Rangárvallasýslu 21-24. maí. Nánari upplýsingar á www. midi.is og www.blues.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Taka 2010, kvikmyndahátíð grunnskóla í Reykjavík, var hald- in í 29. skipti í Kringlubíói á dög- unum. Góð þátttaka var í keppn- inni og skiluðu sér um sextíu myndir. Þeir skólar sem áttu flestar myndir í verðlaunasætum voru Austurbæjarskóli, Laugalækjar- skóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Grandaskóli og Fossvogsskóli. Besta stuttmyndin í eldri flokki var kjörin Víóla frá Austurbæj- arskóla og í yngri flokknum var valin myndin Brönugrasið frá Hlíðaskóla. Taka 2010 tókst vel Útgáfurétturinn að skáldsögu Steinars Braga, Konum, hefur verið seldur til pólska forlagsins Krytyka Polityczna. Íslenskar bækur eru ekki algeng söluvara þar í landi þó þess þekkist dæmi. Bók Steinars vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2008 og var meðal söluhæstu bóka síðasta árs. Konur kemur út í Frakklandi, Svíþjóð og Þýskalandi á næstu misserum og kvikmyndaréttur hennar hefur þegar verið seldur til ZikZak kvikmynda. Konur er fimmta skáldsaga Steinars Braga, sem einnig er þekktur fyrir ljóðabækur sínar. Sagan segir frá ungri íslenskri listakonu sem snýr heim til Íslands eftir nokkurra ára dvöl í Bandaríkjunum og reynir að raða saman brotunum í lífi sínu. Lánið virðist leika við hana þegar bankamaður, einn íslensku útrás- arvíkinganna, býður henni af örlæti að dvelja endurgjaldslaust í glæsilegri þakíbúð. Konur til Póllands STEINAR BRAGI Útgáfurétturinn að skáldsögu Steinars Braga, Konur, hefur verið seldur til Póllands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.