Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI26. maí 2010 — 121. tölublað — 10. árgangur Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 BRYNDÍS BOLLADÓTTIR sýnir nýjustu hönnun sína, kúluna, á nýrri sýningu í verslun og veitingastofu Þjóðmenningarhússins fram í ágúst. Kúlan er unnin ur þæfðri íslenskri ull og bregður sér í ólík hlutverk, frá snaga til leikfangs. „Þetta eru útivistar- og líkamsrækt-arnámskeið fyrir smábarnaforeldra sem hófust í ágúst í fyrra. Reyndar hafa engir pabbar komið til okkar ennþá, en mæður í fæðingarorlofi hafa flykkst til okkar með börnin sín í kerrum eða vögnum,“ segir Halla Björg Lárusdóttir, hjúkrunar-fræðingur og ljósmóðir, þegar for-vitnast er um fyrirbærið kerrupúl. Þar er hún leiðbeinandi ásamt Mel-korku Árnýju Kvaran, íþróttakenn-ara og matvælafræðingi. „Við reynum að vera alltaf tvær,“ segir Halla. „Önnur er fremst í röð-inni og hin aftast því hópurinn teyg-ir dálítið úr sér á ö þó við viljum auðvitað ná púlsinum svolítið upp.“ Um klukkustundar púl er að ræða hverju sinni og Halla lýsir fyrirkomulaginu þannig: „Við hittumst við innganginn að Hús-dýra- og fjölskyldugarðinum og förum í góða kraftgöngu til að byrja með. Þá taka við æfingar á hinum ýmsu stöðum í Laugardalnum þar sem við notum bekki, þvottalaug-arnar og fleira til að styðjast við, fyrir utan kerrurnar og vagnana. Svo teygjum við í lokin.“ Mæðurnar kaupa sér tíma í fjór-ar til átta vikur í einu oer bú dalnum. Reyndar voru aðeins færri í vetur en nú með vorinu hefur fjölgað,“ lýsir Halla. Hún segir þær stöllur halda áfram með tímana í sumar, þrátt fyrir sumarfríin. „Þó að ýmislegt sé í boði fyrir þennan hóp inni á líkamsræktar-stöðvunum er þetta það eina sem þær geta farið í og haft litlu börnin með sér. Yfirleitt sofa þau minnstu vært og rótt í vögnunum en stærri börnin sitja og hafa bara gaman af að sjá mömmur sínar hoppasprikla S Horfa á mömmur sínar hoppa, sprikla og teygjaÞeir sem eiga leið um Laugardalinn fyrri part dags í miðri viku rekast oft á föngulega hópa ungra kvenna með kerrur og vagna. Þarna eru mæður smábarna að stunda kerrupúl, tiltölulega nýtt sport hér á landi. Hressilegur hópur ungra mæðra í kerrupúli í Laugardalnum. Halla er í miðjum hóp og heldur á barni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Patti húsgögnLandsins mesta úrval af sófasettum Láttu þér líða vel í sófa frá PattaDugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 324.810 kr Basel só fasett Verð frá Áklæði að eigin vali Lím og þéttiefni í úrvali Tré & gifsskrúfur. Baðherbergisvörur og höldur. Glerjunarefni. Hurðarhúnar og skrár. Rennihurðajárn. Hurðarpumpur. Rafdrifnir hurðaropnarar. Hert gler eftir máli. Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. 104 Reykjavík S: 58 58 900. - www.jarngler.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt MIÐVIKUDAGUR veðrið í dag Reykjavík Málgagn Samfylk ingarinnar í Reyk javík miðvikudaginn 26 . maí 2010 „Þetta virkaði hjá o kkur og er nauðsynleg t til að Reykjav ík komist af s tað.“ Nicolai Wamm en, borgarstjóri Ár ósa REYKJAVÍK FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FÓLK „Þetta er ekki bara fótbolti, þetta er andrúmsloftið. HM er eitthvað sem sameinar fólk og á sér engin landamæri,“ segir Eiríkur Einarsson, forsprakki HM- boltanna sem hafa gefið út fyrsta íslenska HM-lagið. „Við vorum fjórir sem tókum okkur til og skelltum okkur í stúdíó. Við bara urðum að gera þetta til að fá smá útrás,“ segir Eiríkur, sem samdi bæði lag og texta. Laginu, sem nefnist HM-fjörið, hefur verið dreift á útvarpsstöðv- ar, sjónvarpsstöðvar, sportbari og á Netið, þar sem það fæst sem frítt niðurhal. Keppnin sjálf hefur göngu sína 11. júní næstkomandi. - fb/ sjá síðu 30 HM-boltarnir fóru í hljóðver: Fyrsta íslenska HM-lagið í loftið EIRÍKUR EINARSSON Forsprakki HM- boltanna sem hafa gefið út fyrsta íslenska HM-lagið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ganga um gamla garða Garðyrkjufélag Íslands fagn- ar 125 ára afmæli í dag. tímamót 16 Óvæntur áhugi Top Model-fyrirsætan Shandi Sullivan er mikill aðdáandi Diktu. fólk 30 skoðun 14 HVESSIR EYSTRA Í dag verða norðan 8-15 m/s og skýjað A- lands en annars hægari vindur og víða bjartviðri. Hiti 4-15 stig, mildast SV-lands en svalast NA-til. veður 4 8 10 6 4 4 VIÐSKIPTI Áætlað tap íslenskra flugfélaga vegna eldgossins í Eyjafjallajökli er á bilinu einn til 1,3 milljarðar króna. Stafar það bæði af miklu tekjutapi og aukn- um kostnaði sem hlaust af tilfær- ingum félaganna innanlands og utan. Birkir Hólm Guðnason, fram- kvæmdastjóri Icelandair, segir að tap félagsins sé á bilinu 700 millj- ónir til einn milljarður króna. Tap hvers dags á meðan gosið stóð sé í kringum 50 milljónir króna. Á bil- inu 60 til 70 flug, sem á milli 15 og 20 þúsund farþegar áttu bókuð sæti í, féllu niður. Þrátt fyrir lokun Keflavíkurflugvallar tókst Icelandair að halda stórum hluta áætlunarflugs milli Evrópu og Bandaríkjanna með því að flytja miðstöð tengiflugs síns tímabund- ið til Glasgow. Frá Iceland Express fást þær upplýsingar að gosið hafi kost- að félagið nálægt 200 milljónum. Aflýsa þurfti 50 áætlunarflugum fram og til baka sem snerti á bil- inu 15 til 20 þúsund farþega. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, áætlar að um hundrað milljónir hafi tap- ast vegna áhrifa eldgossins á inn- anlandsflugið. Suma daga hafi allt flug legið niðri en aðra hafi þurft að breyta áætlunum talsvert. Birkir Hólm Guðnason er bjart- sýnn á að sumarið verði, þrátt fyrir allt, ferðaþjónustunni hag- fellt. Bindur hann miklar vonir við nýhafið markaðsátak ferða- þjónustunnar og stjórnvalda. Allt er það sett fram að því gefnu að gosinu í Eyjafjallajökli sé lokið. Hann segir að ekki verði hróflað við flugframboði Icelandair. Iceland Express ætlar einnig að halda sinni áætlun að því frátöldu að ekki verður flogið reglubundið milli Akureyrar og Lundúna eins og áformað var. - bþs Flugfélögin urðu af milljarði í eldgosinu Eldgosið í Eyjafjallajökli kostaði íslensku flugfélögin á bilinu einn til 1,3 millj- arða króna. Yfir hundrað flug tugþúsunda farþega röskuðust eða féllu niður. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR FJARÐABYGGÐ SAMKVÆMT KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 25. MAÍ KÖNNUN Engar breytingar verða á fjölda bæjarfulltrúa hjá þeim þremur framboðum sem bjóða fram í Fjarðabyggð samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær. Fjarðalistinn og Framsóknar- flokkurinn mynda í dag meirihluta í Fjarðabyggð og mun sá meirihluti halda verði niðurstöður kosninga á laugardaginn í samræmi við niður- stöður könnunarinnar. Þrátt fyrir að Fjarðalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig fylgi ná framboðin óbreytt- um fjölda fulltrúa í bæjarstjórn samkvæmt könnuninni. Fjarða- listinn fengi því fjóra fulltrúa, Sjálfstæðisflokkur þrjá og Fram- sóknarflokkur tvo. - bj / sjá síðu 12 Könnun sýnir litlar breytingar á fylgi í Fjarðabyggð: Meirihlutinn heldur L L L L DD D B B Skipting bæjarfulltrúa UPPLÝSINGATÆKNI Fimm milljónir vinnustunda fara forgörðum dag- lega vegna þess hve margir spila netútgáfu tölvuleiksins Pac-Man á leitarvef Google, að því er áætlað er í nýrri rannsókn Rescue Time. Greint er frá því á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, að leik- urinn hafi verið settur á forsíðu Google 21. maí síðastliðinn í til- efni af því að 30 ár eru liðin síðan Pac-Man tölvuleikurinn kom út. Netleitarfyrirtækið hefur endurhannað leikinn þannig að nafn þess kemur fram í völundar- húsi Pac-Man leiksins. - óká Pac-Man ennþá tímaþjófur: Fimm milljónir stunda í netleik ÚTKALL Á ELLEFTU STUNDU Enn eina ferðina reyndi á þolrifin í sjónvarpsáhorfendum á Íslandi því framlag landsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var annað árið í röð síðast upp úr hattinum í fyrri undanúrslitunum og inn í hlýjuna í lokakeppninni sjálfri. síða 4 NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.