Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 36
20 26. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 20 í Flensborgarskóla Kristján Jóhannsson óperusöngvari og Kór Flensborgarskóla og Flens- borgarkórinn verða með tónleika í kvöld í Hamarssal Flensborgarskól- ans og aftur annað kvöld. Efnisskrá tónleikanna er afar fjölbreytt og við allra hæfi. Á morgun verða þær stöllur Freyja Gunnlaugsdóttir klar- ínettuleikari og Hanna Dóra Sturludóttir messósópran með tónleika í Seltjarnarneskirkju kl. 20 og troða svo upp a föstudags- kvöld á Stokkalæk. Á tónleikun- um munu þær flytja Ljóðaflokk eftir Lori Laitman við texta gyðingabarna frá stríðstímum, lög eftir Atla Heimi Sveinsson við texta Jónasar Hallgrímssonar og nýjar útsetningar Atla Heimis á lögum Ása í Bæ og Oddgeirs Kristjánssonar. Á efnisskránni er að finna áður óþekkt lög eftir Ása í Bæ, meðal annars gamlan tangó frá 1931, Ó komdu kær, en lagið skrifaði Ási þegar hann var 17 ára. Á efnisskránni er einnig að finna landsþekktar dægurperlur eftir þá félaga líkt og Ég veit þú kemur, Maju litlu, Síldar- stúlkurnar og fleira. Freyja og Hanna Dóra hafa einnig nýlokið við að hljóðrita efnisskrá með lögum Ása og Oddgeirs og er sá geisladiskur væntanlegur á haustdögum. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Þær gáfu út á vordögum geisladisk, Kviða kalla þær hann en á honum flytja þær sönglög eftir Johannes Brahms, W.A. Mozart, Atla Heimi Sveinsson og fleiri. - pbb Óþekkt lög eftir Ása flutt á morgun TÓNLIST Hanna Dóra Sturludóttir messósópran og Freyja Gunn- laugsdóttir klarínettuleikari. Ljósmyndasýningaflóðið sem setur svip sinn á Listahátíð í Reykjavík hefur hleypt nokkru lífi í umræður um ljósmyndina. Nú bætir Listfræðafélag Íslands um en það heldur málþing í sam- vinnu við Listahátíð í Reykja- vík um fræðilegar atlögur að ljósmyndalist, stöðu rannsókna og helstu viðfangsefni þeirra íslensku fræðimanna sem um ljósmyndir fjalla. Á þinginu munu fimm frum- mælendur, sem allir eru í fram- varðasveit þeirra sem fást við ljósmyndarannsóknir, halda stutt erindi. Frummælendurn- ir verða Inga Lára Baldvins- dóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands, María Karen Sigurðar- dóttir, safnstjóri Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir listfræðingur, Pétur Thomsen ljósmyndari og Sigrún Sigurðardóttir menning- arfræðingur. Málþingið verður haldið í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafnsins í dag milli 17 og 19. Þingið er öllum opið. - pbb Þingað um ljósmyndina > Ekki missa af Rómeó og Júlíu í Borgarleik- húsinu en sýningar eru þar í fullum gangi nú nær níu árum eftir að sýning Vesturports var frumsýnd. Í kvöld verða tónleikar í Íslensku óperunni þar sem þau Jónas Sen hljómborðsleikari og Ásgerður Júníusdóttir söngkona flytja lög eftir Björk Guðmundsdóttur, Magn- ús Blöndal Jóhannsson og Gunnar Reyni Sveinsson í nýjum útsetning- um Jónasar. Hefjast þeir kl. 20. Ásgerður og Jónas Sen flytja sönglög, sem mörgum eru kunn og kær, eftir þessi þrjú tónskáld í nýjum útsetningum og útfærsl- um. Tónskáldin eiga það sameig- inlegt að hafa samið tónlist sem er á mörkum klassískrar tónlistar og annarra tónlistarstefna og heyra má áhrif frá djass, kvikmynda- tónlist, dægurtónlist og popptón- list í efnisskránni. Á tónleikun- um mun Jónas leika á orgel, píanó, selestu, sembal og rafmagnshljóm- borð. Hann lék á þessi hljóðfæri og fleiri á yfir 70 tónleikum í heims- reisu Bjarkar á árunum 2007-2008 og hefur hann nú útsett yfir fjöru- tíu lög hennar sem verða gefin út á tveimur bókum, sem henta meðal annars fyrir útileguna. Öll lögin eftir Björk sem þau flytja á tónleik- unum, heyrast þar í fyrsta sinn í þessum nýju útsetningum Jónasar: Venus as a Boy, Isobel, Army of Me og Bachelorette. Af kunnum lögum Magnúsar á efnisskránni má nefna Sveitin milli sanda, In the Summer When the Sun Is High, Na no mani og Krummavísur, en eftir Gunnar eru á efnisskránni Bráðum kemur betri tíð, Elín Helena, Maður hefur nú svo nokkur séu nefnd. Ásgerður Júníusdóttir messó- sópran hefur komið fram sem söngkona og leikkona á tónleikum, í leiksýningum og á listahátíðum í Reykjavík, London, París, Berlín, Stokkhólmi og víðar um Evrópu. Hún hefur gefið út tvo hljómdiska, Minn heim og þinn sem inniheld- ur lög og ljóð eftir íslenskar konur og Í rökkri, sönglög eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Báðir diskarn- ir voru tilnefndir til íslensku tón- listarverðlaunanna. Hún hefur ein- beitt sér að 20. og 21. aldar tónlist og frumflutt verk eftir fjölda núlif- andi íslenskra tónskálda. Má þar nefna Jórunni Viðar, Atla Heimi Sveinsson, Hauk Tómasson, Kar- ólínu Eiríksdóttur og Ragnhildi Gísladóttur. Jónas Sen er píanóleikari og gagnrýnandi. Hann er umsjónar- maður sjónvarpsþáttaraðarinn- ar Átta raddir, sem verður á dag- skrá Sjónvarpsins í haust, en þar ræðir hann við og spilar með átta íslenskum söngvurum. Þar á meðal eru Ásgerður Júníusdóttir og Björk Guðmundsdóttir. Tónleikarnir í kvöld verða merki- legur fundur fimm listamanna þar sem tveir þeirra túlka ekki bara tónlistina heldur líka ljóðin undir nýjum formerkjum, við nýjan und- irleik. Miðar fást á vefjum miðasal- anna og við innganginn verði ein- hverjir eftir. pbb@frettabladid.is Magnús, Björk og Gunnar Reynir Sveinsson TÓNLIST Jónas og Ásgerður við hljóðfærarót í Óperunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LAGERSALA VINNUFATNAÐUR 26. - 29. maí w w w .6 6 no rt h. is Smekkbuxur 4.000 kr. Vinnubuxur 2.000 kr. Vinnujakki loðfóðraður 4.000 kr. Vinnubuxur 2.500 kr. Tindur jakki 6.500 kr. Bómullar samfestingur 2.000 kr. Flíspeysa m/ styrkingum 2.000 kr. Smíðavesti 2.500 kr. 7 0 - 9 0 % a fs lá tt u r af v ö ld u m v ö ru m 1 5 % a fs lá tt u r af ö ll u m ö ð ru m v in nu fa tn að i Faxafeni 12: Mið. - fös. 8 – 18 I Lau. 11 – 16 Glerárgata Akureyri: Mið. - fös. 10 – 18 I Lau. 11 – 16 Miðhraun 11: Mið. - fös. 8 – 18 I Lau. 11 – 15 Með góðum vösum Með góðum vösum Ný 4. vikna krakkajóganámskeið hefst 26. maí hjá Jóga Stúdíó Stórhöfða 17. 2–5 ára » mánudagar klukkan 16:30–17:00 6–10 ára » miðvikudagar klukkan 16:30–17:00 Skráning í síma 772 1025 og 695 8464 Verð aðeins 5.000 kr. Krakkajóga Nánari upplýsingar á jogastudio.orgStórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.