Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 BÍLSKÚRSSALA verður að Hávalla- götu 16, bak við Landakotskirkju, á laugardag og sunnudag frá 11.30 til 17. Allur ágóði rennur til viðgerðar orgels og kórstarfsemi Kristskirkju. „Þetta var nokkuð mikil keyrsla og við vorum dauðþreyttir þegar við komum heim, en samt var þetta auðvitað alveg frábært,“ segir Sverrir Örn Arnarson, sölumað- ur í Silkiborg í Danmörku, sem skaust yfir til Þýskalands í fjórar nætur til að sjá leik í HM í fótbolta, sem haldið var þar sumarið 2006, ásamt Ágústi vini sínum. Ferðin kom þannig til að syst- ir Sverris sótti um að fá að festa kaup á yfir hundrað miðum á leiki á HM löngu fyrir keppni, enda ásókn í miða ávallt sérstaklega mikil þegar mótin eru haldin í Evrópu. „Þetta var mikið ferli því nýtt tölvupóstfang þurfti að fylgja hverri pöntun,“ segir Sverrir. „Hún þurfti því að búa til rúmlega hundrað ný tölvupóstföng og á end- anum fékk hún vilyrði fyrir tíu eða tuttugu miðum, en réði því hversu marga hún keypti. Þannig gat hún gefið mér og eiginmanni sínum miða á HM í jólagjöf, og Ágúst ákvað að skella sér með mér. Við vorum ákveðnir í að sjá leik með Spánverjum og völdum því að sjá Spán leika gegn Túnisbúum.“ Félagarnir flugu því til Frank- furt og gistu næstu fjóra dagana í tjaldi á hinum ýmsu stöðum, meðal annars í almenningsgarði og við hlið lestarteina, enda segir Sverr- ir þá ekki hafa haft mikla peninga milli handanna. Þeir hafi skemmt sér með knattspyrnu-aðdáendum frá öllum heimshornum og dag- arnir fjórir hafi liðið á örskots- stundu. Sjálfur leikurinn fór fram í Stutt- gart og stóðu Spánverjar uppi sem sigurvegarar með þremur mörk- um gegn einu. Svo skemmtilega vildi til að fyrir utan völlinn rakst Sverrir á gamlan vinnu-félaga sinn, Túnisbúa sem hafði búið á Íslandi um skeið en hafði þá flutt aftur á heimaslóðir. Þar urðu mikl- ir fagnaðarfundir, að sögn Sverr- is. „Það var mjög merkilegt að ég skyldi hitta eina Túnisbúann sem ég þekki í heiminum í Þýskalandi, innan um fimmtíu þúsund manns,“ segir Sverrir. Hann segir ferðina hafa verið ógleymanlega og að öll skipulagn- ing HM hafi verið til fyrirmynd- ar í Þýskalandi. Þá hefur hann sett stefnuna á að fara aftur á HM eftir fjögur ár. kjartan@frettabladid.is Fékk ferð á HM í jólagjöf Sverrir Örn Arnarson skellti sér á leik á HM í knattspyrnu í Þýskalandi ásamt félaga sínum fyrir fjórum árum. Fyrir utan leikinn rakst hann óvænt á gamlan vinnufélaga sinn frá Túnis í mannfjöldanum. Sverrir Örn segir á stefnuskránni að sjá aftur leik á HM eftir fjögur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.