Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 26. maí 2010
Evrópskir kvikmyndaspekúlantar eru ekki
allir jafn sáttir við óvænta sigurmynd Cannes-
hátíðarinnar í ár, hina taílensku Uncle Boonmee
Who Can Recall His Past Lives í leikstjórn
Apichatpong Weerasethakul. Franska dagblaðið
Le Monde sagði að dómnefndin hefði ákveðið að
verðlauna utangarðsmann í kvikmyndaheiminum
og að myndirnar sem kepptu um Gullpálmann
hefðu verið frekar lélegar. Blaðið Le Figaro tók
enn dýpra í árinni og sagði að sigurmyndin hefði
verið bæði leiðinleg og óskiljanleg. Hið spænska
El Pais var á sama máli og sagði söguþráðinn
algjörlega út í hött.
Bresk blöð voru heldur jákvæðari í garð
myndarinnar en voru svekkt yfir því að gengið
hafi verið framhjá nýjustu mynd Mike Leigh,
Another Year.
The Times sagði taílensku myndina þá
undarlegustu sem hafi keppt um Gullpálmann.
Eigi að síður hafi hún verið frábær upplifun þar
sem fallegu landslagi og minningarbrotum hafi
verið blandað saman á smekklegan hátt.
Svissneska blaðið Le Temps sagði að Cannes-
hátíðin væri ein örfárra í heiminum þar sem
kvikmyndagerðarmenn sem eru skildir út undan
vegna markaðsaflanna gætu látið ljós sitt skína.
Sigurmynd fær misjafna dóma
SIGURVEGARI Apichatpong Weerasethakul með Gullpálmann
sem hann fékk um síðustu helgi. NORDICPHOTOS/GETTY
Leikkonan Julia Roberts segir að
það skemmtilegasta sem hún viti
um sé að horfa á börnin sín vakna
og sjá þau átta sig á deginum sem
er í vændum. „Mér finnst það
stórmerkilegt,“ sagði Julia í við-
tali við Oprah. Leikkonan á tví-
burana Hazel og Phinneaus sem
eru fimm ára og Henry Daniel
sem er tveggja og hálfs árs,
með eiginmanni sínum Danny
Moder. „Henry vaknaði um dag-
inn og sagði: „Þetta er fallegur
dagur mamma.“ Þetta gerði það
að verkum að það var auðvelt að
vakna klukkan 5.30,“ sagði hún.
Horfir á
börnin vakna
JULIA ROBERTS Juliu finnst yndislegt að
horfa á börnin sín vakna.
Söngkonan Kelis og rapparinn
Nas eru skilin að skiptum eftir
langvinnar deilur. Tónlistarfólkið
gekk í hjónaband árið 2005 eftir
tveggja ára samband en tilkynnti
að þau ætluðu að skilja í apríl í
fyrra. Þá gekk Kelis með barn
þeirra. Nú ári síðar eru þau loks
lögformlega skilin.
Í dómskjölum kemur fram að
Nas þarf að greiða Kelis hátt
í eina og hálfa milljón króna á
mánuði í meðlag. Hann segist
hins vegar ekki hafa efni á því.
Nas og Kelis hafa ekki fengist
til að tala um ástæður skilnaðar-
ins. Fjölmiðlar vestanhafs hafa
þó getið sér til að framhjáhald
hans sé meginorsökin.
Kelis og Nas
loksins skilin
KELIS Loksins frjáls.
Vi
ns
tri
hr
ey
fin
gi
n
- g
ræ
nt
fr
am
bo
ð
vil
l b
ei
ta
sé
r f
yr
ir
ró
ttæ
ku
m
þ
jó
ðf
él
ag
su
m
bó
tu
m
a
lm
en
ni
ng
i t
il
ha
gs
bó
ta
, h
ef
ja
v
er
nd
n
át
tú
ru
o
g
um
hv
er
fis
ti
l v
eg
s á
Ís
la
nd
i o
g
tre
ys
ta
b
yg
gð
u
m
a
llt
la
nd
. H
re
yf
in
gi
n
er
sa
m
st
ar
fs
ve
ttv
an
gu
r o
g
ba
rá
ttu
-tæki þeirra, sem vilja útrýma kynjamisrétti og tryggja jafnrétti, kvenfrelsi og aukinn jöfnuð í samfélaginu. Vinstrihreyfingin - grænt framboð vill byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipulag grundvallað á virkri þátttöku alm
ennings. Hreyfingin hafnar alræ
ði m
arkaðshyggjunnar og vill varðveita sjálfstæ
ði þjóðarinnar og forræ
ði yfir eigin auðlindum
. Vinstrihreyfingin – græ
nt fram
boð vill .... // sjá m
eira á w
w
w
.vg.is/stefna/
Suðurgata 10 I opið kl. 13-18 alla daga I sími 517 0758 I reykjavik@vg.is I www.vgr.is
Eflum grunnskólana!
Grunnskólinn á að vera öruggt skjól fyrir börn og ungmenni, líka á tímum efnahagsþrenginga.
Hann á að vera gjaldfrjáls og án aðgreiningar að öllu leyti.
Börn og ungmenni eiga skýlausan rétt á innihaldsríkum frítíma í samfellu við fjölbreytt og skapandi
skólastarf. Þess vegna viljum við standa vörð um íþrótta og æskulýðsstarfsemi; skólahljómsveitir,
tónlistarskóla, íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og frístundaheimili.
Sóley Tómasdóttir
1. sæti
Þorleifur Gunnlaugsson
2. sæti
www.jonogoskar.is Laugavegur 61 / Smáralind / Kringlan
Stjarna 14 kt. gull kr.10.900,-
Stjarna úr silfri, næla kr. 4.900,-
Rós 14 kt. gull kr. 12.900,-
Stúdentastjarnan og -rósin 2010
fallegar stúdentsgjafir sem fást hjá okkur
IPAA
RR
\
TBW
A
•SÍA
•100954