Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 20
 26. maí 4 GARÐURINN PLÖNTUSKIPTINGARDAGUR Garðyrkjufélags Íslands verður haldinn við Kaffi Flóru í Grasagarði Reykjavíkur á sunnu- daginn klukkan 13. „Það eru einæru plönturnar sem kalla á vinnu og til að minnka vinnu og viðhald í garðinum ætti því að planta runnum, trjám og fjölæru og grípa síðan sem minnst inn í náttúruna. Hún sér um sig sjálf, við mannfólkið erum yfir- leitt meira til bölvunar en hitt,“ segir Þorsteinn Úlfar Björnsson garðyrkjufræðingur. Hann segir að runna þurfi þó að klippa og grisja og rífa þurfi ofan af beðum þegar hættir að frysta en í það fari ein helgi að vori. Það sem eftir lifi sumars sé hægt að hafa það náðugt þó að kippa þurfi einstaka óboðnum gestum úr beð- unum. Í baráttunni við illgresið segir Þorsteinn reyndar mikil- vægt að róta sem minnst í beðum þar sem þau séu meltingarfæri garðsins. Ekki eigi að stinga upp beð og trjákurl geti nýst til að hefta óboðna gesti. „Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því að í jarðveginum er óhemju mikið af alls konar fræj- um og um leið og rótað er í honum kemst birta og súrefni að og allt fer af stað. Hægt er að setja plönt- ur sem þekja vel í beð, eins og hnoðra og steinbrjóta, íslensk villi- jarðarber eru líka fljót að þekja og svo er hægt að borða berin ef maður er fljótari en sniglarnir og fuglarnir. Eins er sniðugt að þekja beð með trjákurli en það kæfir það sem undir er.“ Þorsteinn segir flestar plöntur fjölærar og smekksatriði hvaða plöntur skuli velja saman. Lág- vaxnar plöntur skuli þó staðsetja fremst í beð og hávaxnari aft- ast. Sniðugt sé að gera sér ferð í Grasagarðinn og skoða tegund- ir. Eins sé hægt að kippa villtum íslenskum jurtum með sér heim í garð og planta, sjálfur er hann til dæmis með hrútaber í garðinum sínum. „Hrútaber eru í raun skógar- botnsplanta og þessi ákveðna planta óx á veghrygg milli hjól- fara. Hún plumar sig vel hér í garðinum og hefur breitt úr sér en megnið af því sem ég er með í mínum garði eru íslenskar plönt- ur. Ég bjó meðal annars til holt í garðinum fyrir lágvaxinn holta- gróður sem sér um sig sjálfur.“ Árið 1997 kom út eftir Þorstein bókin Villigarðurinn sem hefur þann skemmtilega undirtitil Garð- yrkjuhandbók letingjans. Í henni er að finna, eins og nafnið bendir til, ráðleggingar um hvernig hafa megi sem minnst fyrir garðinum. „Enda er miklu betra að slappa bara af í góða veðrinu en vera með nefin ofan í beðunum,“ segir Þor- steinn. heida@frettabladid.is Beð á ekki að stinga upp Garðvinnan getur verið tímafrek og grænir fingur ekki öllum gefnir. Þeir sem frekar vilja liggja í sólbaði en reyta arfa þurfa þó ekki að malbika blettinn því hægt er að rækta gróðurmikinn en viðhaldslítinn garð. Til að minnka vinnu og viðhald í garðinum segir Þorsteinn Úlfar Björnsson skynsamlegast að planta fjölæru og gera svo sem minnst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þorsteinn hefur komið upp holti í garð- inum heima með íslenskum plöntum.Þeim sem leiðist að slá gras geta minnkað blettinn með hellulögn. FimmtudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Opið: Má. - Fö. 12 - 18 Lau. 11 - 15 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is UNDRI GARÐA hreinsir VERNDUM NÁTTÚRUNA – NOTUM UNDRA Góður í garðinn, á grillið, pottinn og pallinn Hreinsar mosa og græna slikju

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.