Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 38
22 26. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildarmynda, var hald- in í fjórða sinn um hvíta- sunnuhelgina. Hátíðin fór fram á Patreksfirði líkt og fyrri ár og var margt góðra gesta. Heimildarmyndin Backyard, í leik- stjórn Árna Sveinssonar, var valin besta mynd Skjaldborgarhátíðar- innar í ár. Myndin fjallar um tón- listarsenuna sem ríkir í Reykjavík í dag. Meðal hljómsveita sem þykja einkennandi fyrir senuna og koma fram í mynd Árna eru Retro Stefson, FM Belfast, Hjaltalín og Reykjavík! Myndin var unnin í samstarfi við tónlistarmanninn Árna Plús 1 og var framleidd af Sindra Páli Kjart- anssyni. Aðspurður segir Árni sig- urinn hafa komið honum skemmti- lega á óvart. „Ég bjóst ekki við neinu áður en haldið var af stað. Ég fór með myndina til þess að prufu- keyra hana fyrir áhorfendur og sjá hvernig hún legðist í menn,“ segir Árni. Backyard var lokamynd hátíð- arinnar og að sögn Árna skapaðist mikil stemning í kvikmyndasaln- um og voru sumir áhorfendur farn- ir að stíga dans í takt við tónlistina í myndinni. Inntur eftir því hvað verðlaun sem þessi hafi í för með sér segir Árni þau helst vera góða hvatn- ingu. „Fólk veit kannski frekar af myndinni núna og þetta gerir mér einnig auðveldara fyrir ef ég ætla að koma henni á framfæri erlendis. Auk þess virkar þetta mjög hvetj- andi fyrir okkur sem að myndinni stöndum og ætlum við nú að fara af auknum krafti í það að koma henni í kvikmyndahús hér heima,“ segir Árni. sara@frettabladid.is Árni Sveins sigur- vegari á Skjaldborg SIGURVEGARI SKJALDBORGAR Heimildarmynd Árna Sveinssonar, Backyard, var valin besta mynd Skjaldborgarhátíðarinnar í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Britney Spears vill láta frysta sig í fljót- andi köfnunarefni þegar hún deyr. Með því vonast hún til þess að geta verið vakin aftur til lífsins í framtíðinni. „Britney fær hluti á heilann og þetta er það nýjasta,“ segir ónefndur vinur hennar í samtali við fjölmiðla vestanhafs. „Þetta byrjaði þegar einhver sagði henni að Walt Disney hefði látið frysta sig til að geta vaknað til lífsins síðar. Hún fór að rannsaka málið og sannfærðist um að þetta væri þess virði að reyna.“ Ekki alls fyrir löngu var Britney harðákveðin í að láta brenna sig við veglega athöfn. Nú hefur hún hins vegar ákveðið að dauðinn þurfi ekki endi- lega að vera neinn endapunktur. Og því fagna allir góðir menn. LÆTUR VARÐVEITA LÍKAMANN Britney Spears ætlar að láta frysta sig í fljótandi köfnunarefni þegar hún deyr. NORDICPHOTOS/GETTY Britney lætur frysta sig þegar hún deyr Hljómsveitin U2 hefur hætt við að koma fram á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í Bretlandi og á sextán tónleikum í Norð- ur-Ameríku. Ástæðan er bakaðgerð sem söngvarinn Bono þurfti að gangast undir á föstudag. Aðgerðin var að sögn lækn- is hans nauðsynleg til að koma í veg fyrir mögulega lömun. Hinn fimmtugi Bono þarf á tveggja mánaða hvíld að halda áður en hann stígur á svið á nýjan leik. „Batahorf- urnar eru mjög góðar en til að ná full- um bata verður hann að ganga í gegnum endurhæfingu,“ sagði læknirinn. U2 átti að vera aðalnúmerið á Glaston- bury 25. júní og hefðu þetta verið fyrstu tónleikar sveitarinnar á tónlistarhátíð í rúm 25 ár. Svo gæti farið að annaðhvort Coldplay eða Dizzee Rascal hlaupi í skarðið fyrir hana. Sveitin átti einnig að spila vestanhafs bæði í júní og júlí til að fylgja eftir plötu sinni No Line on the Horizon en ekkert verður af því. Paul McGuinness, umboðsmaður U2, segir að hljómsveitin sé miður sín yfir því að hafa þurft að fresta tónleikunum. „Fyrir listamann sem elskar að vera uppi á sviði þá er þetta mikið áfall,“ sagði hann um Bono. „Hann hefur mikl- ar áhyggjur af þeim milljónum tónleika- gesta sem ætluðu á tónleikana en þurfa nú að breyta áformum sínum. Við skilj- um þessar áhyggjur en það mikilvæg- asta er samt að hann nái fullum bata.“ U2 hættir við Glastonbury U2 Hljómsveitin U2 hefur aflýst tónleikum sínum á Glastonbury-hátíðinni 25. júní og tónleikaferð sinni til N-Ameríku. Leikstjórinn Martin Scorsese vonast til að þeir Al Pacino og Robert De Niro leiki í næstu mynd sinni, sem fjallar um ævi söngvarans Franks Sinatra. Pacino myndi leika Sinatra og De Niro vin hans Dean Martin. Leonardo DiCaprio hafði áður verið orðaður við hlutverk Sinatra en sam- kvæmt Scorsese er Pacino hans fyrsti valkostur. Töluverður aldursmunur er á milli Pacino og DiCaprio og verður fróð- legt að sjá hvor þeirra verður á endanum fyrir valinu. Scorsese segir að handrit myndarinnar sé til- búið og nú sé næsta skref að finna hinn fullkomna Sinatra. Vill Pacino sem Frank Sinatra AL PACINO Pacino mun hugsanlega leika Frank Sinatra í næstu mynd Martins Scorsese. > PRÓFAÐI BÓTOX Kim Kardashian mætti ásamt systrum sínum og móður í sjónvarpsviðtal fyrir skemmstu. Þar var hún spurð út í lýtaaðgerðir og viðurkennir hún að hafa farið í bótox. „Ég er ekki á móti lýtaaðgerðum. Ég hef prófað bótox, en það er líka það eina. Ég hef til dæmis ekki látið lagfæra nef mitt eins og margir halda fram,“ sagði Kim.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.