Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 21
Reykjavík Málgagn Samfylkingarinnar í Reykjavík miðvikudaginn 26. maí 2010 „Samfylkingin með rétta planið í atvinnu málunum“ 3 8 7 Verðmætin mín Kjóstu menntun „Sem kjósandi hefur mér sjaldan fundist jafn mikil þekking og reynsla standa mér til boða og fi nna má í framboði þeirra Bjarna og Hjálmars.“ Nicolai Wammen borgarstjóri Árósa og Dagur B. Eggertsson oddviti Sam- fylkingarinnar eru sammála um að leiðin út úr kreppunni felist í því að fj árfesta í atvinnu. Atvinnumálin eru grunnur undir velferðina, skólana og öryggi fólksins í borginni. „Við ákváðum í Árósum að fl ýta fj árfestingum og koma atvinnu- lífi nu á hreyfi ngu þegar við stóð- um frammi fyrir afl eiðingum efnahagskreppunnar. Við fl ýttum fj árfestingum í skólum, leikskólum og við öldrunarheimili og lögðum áherslu á nýsköpun og grænan vöxt,“ segir Wammen. „Venjulega hefur það verið þann- ig að atvinnuleysið í Árósum er hærra en almennt í Danmörku, en nú er það 3,6 prósent sem er töluvert minna en í öðrum dönsk- um borgum og miklu minna en hér í Reykjavík.“ Hann segir áætlun Samfylk- ingarinnar í atvinnumálum hina einu réttu. „Mér fi nnst merkilegt að Samfylkingin í borginni sé eina framboðið með alvöru plan í atvinnumálunum. En það þarf kannski ekki að koma á óvart því lausnir jafnaðarmanna hafa almennt gefi st betur gegn kreppu en afskiptaleysi frjáls- hyggjunnar.“ Dagur B. Eggertsson segir að Reykjavík verði að takast á við vandamálið með því að hætta af- skiptaleysinu. „Doði gengur ekki gegn atvinnu- leysi. Borgin verður að byrja, taka forystu og hrinda af stað áætlun um að ná niður atvinnuleysinu og koma hjólum atvinnulífsins af stað.“ Dagur segir fj árfestingu í atvinnu og baráttuna gegn atvinnuleysi vera grunninn að öllum öðr- um verkefnum. „Hvert prósent í atvinnu leysi kostar milljarð, sem verður þá að fi nna annars staðar. “ Wammen tekur undir og segir að eitt standi upp úr: „Alvarleg vandamál kalla á alvöru lausnir og mér sýnist Samfylkingin hafa þær.“ „Þetta virkaði hjá okkur og er nauðsynlegt til að Reykjavík komist af stað.“ Nicolai Wammen, borgarstjóri Árósa Andri Snær Magnason skrifar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.