Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 25
miðvikudaginn 26. maí 2010 5 |
BORGIN ÞARF AÐ BEITA ÖLLU
AFLI Í ATVINNUMÁLUNUM
„Raunverulegt innihald
og alvöru lausnir er það
sem þarf.“
Lj
ós
m
yn
d:
H
ör
ðu
r S
ve
in
ss
on
lausnir sem hafa virkað. Þær hafa
virkað í borg eins og minni. Ég er
þar af leiðandi algerlega sann-
færður um að áætlunin um að
fj árfesta í atvinnu verkefnum er
rétta lyfi ð við þeim meinum sem
Reykvíkingar kljást við núna.
Dagur: Ef við tökumst ekki á við
atvinnuleysið er minna til fyrir
skólana, leikskólana, öldrunar-
heimilin. Efnahagurinn verður
veikari og þá eru það hinir verst
settu sem þurfa að borga mest.
Breyt ingar verða að eiga sér stað
svo börn, láglaunafólk og aldraðir
verði ekki útundan í kreppunni.
Nicolai: Atvinnumálin eru lykill-
inn að öllu hinu sem þarf að gera.
Annars er velferð borgaranna í
hættu. Við ákváðum að einbeita
okkur að grænum vexti, laða til
okkar fyrirtæki í grænum iðnaði,
við viljum að Árósar verði vind-
orku höfuðborg heimsins. Hvernig
gerum við það? Spurðum við. Jú,
við byrjuðum á að laða til okk-
ar fremstu fyrirtækin í grænum
iðnaði og náðum þeim árangri að
stærsti vindmylluframleiðandi í
heimi, Vestas, ætlar að setja upp
sínar höfuð stöðvar í Árósum á
næsta ári. Ég sé ekki annað en
Reykjavík gæti stefnt að góðum
árangri á sama sviði, verða græn
höfuðborg. Þess vegna líst mér vel
á áætlanirnar sem Samfylkingin
hefur verið með um grænan vöxt
í borginni.
Dagur: Við erum ekki eins vel
sett og Árósar voru þegar krepp-
an skall á, því þeir höfðu fé til að
setja í fj árfestingarverkefni sem
við eig um ekki til. Samt tel ég að
við verð um að feta í þeirra fót-
spor. Við verð um þá að taka eins
hagstætt lán og við getum til að
koma hlutunum af stað. Það er ráð
sem hefur virkað gegn kreppu og
við búum við það að borgarsjóður
sjálfur stendur þokkalega og ræð-
ur við að taka lán til framkvæmda.
Nicolai: Við sjáum alveg að það er
við alvarlegan vanda að glíma og
erfi ð vandamál kalla á alvarlegar
lausnir. Þess vegna er ekki nóg að
benda bara á það sem er að, heldur
verður að takast á við verkefnin af
hörku og dugnaði. Raunverulegt
innihald og alvöru lausnir er það
sem þarf. Ef þessu er slegið upp í
kæruleysi eða grín er hætt við að
brosið endist ekki lengi eftir að
kjördegi lýkur.
Samfylkingin í Reykjavík stóð fyrir fundi um
efl ingu at vinnu lífsins í Reykjavík og ná grenni
í Hug mynda húsi Há skól anna, 20. maí síðast-
liðinn. Allir fundarmenn voru sam mála um að
það verði að rífa atvinnulífi ð á höfuðborgar-
svæðinu upp úr þeirri kyrrstöðu sem nú ríkir.
Gissur Pétursson forstjóri
Vinnu mála stofnunar sagði að
halda þyrfti áfram með úrræði í
atvinnu málum, þróa þau og bæta
svo þau verði til þess að bæði fólk
og fyrirtæki komi sterkari inn á
vinnumarkaðinn og í atvinnulífi ð.
Dagur B. Eggertsson, oddviti
Sam fylk ingar innar í Reykjavík
kynnti at vinnu málastefnu fl okks-
ins en auk þess fl uttu erindi Jón
Ágúst Þorsteinsson, forstjóri
Mar orku, Gróa Ásgeirsdóttir, for -
maður Ferða mála samtaka höfuð-
borg ar svæðisins, og Hrafnhildur
Gunnars dóttir, formaður Félags
kvik mynda gerðar manna.
Þá tóku þátt í pallborði Gissur
Pétursson, forstjóri Vinnu mála-
stofnunar, Halla Helga dóttir, fram-
kvæmdastjóri Hönnunar mið stöð-
var og Guðmundur Gunn ars son,
formaður Rafi ðnaðar sambandsins.
Dagur sagði að nú væri brýnt að
auka samvinnu við að koma hjólum
atvinnulífsins af stað, setja metn-
aðarfull markmið og hrinda verk-
efnum í framkvæmd. „Við eigum
að nýta okkur þekk ingu og reynslu
annarra þjóða og því býður Sam-
fylkingin í Reykja vík öllum sveitar-
félögum á svæðinu, fyrirtækjum og
stuðn ings stofnunum að taka hönd-
um saman um vöxt atvinnulífsins á
öllu höfuðborgarsvæðinu.“
Jón Ágúst benti á að
atvinnulaust ungt fólk væri auðlind
sem þyrfti að virkja með mennt-
un. „Á næstu þremur árum þarf að
fá um 3000 nýja starfsmenn með
tækni menntun til starfa í tækni-
og hug verkageirann, annars færist
vöxt ur hans úr landi vegna skorts
á mennt uðu vinnuafl i,“ sagði for-
stjóri Marorku.
Gróa sagði höfuðborgarsvæð-
ið allt eiga gríðarlega vaxtarmögu-
leika í ferðaþjónustunni. Til að
nýta þá til fulls þurfi hins vegar að
sameina betur kraftana.
Hrafnhildur ræddi um það
hvernig fj ármagnið sem sett er í
kvik myndir skilar sér margfalt til
baka í krónum talið, auk þeirrar
aug lýsingar og landkynningar sem
felst í íslenskum kvikmyndum.
Halla benti á sterkt samband
á milli gróskunnar í hönnun og
þróunar miðborgarinnar og spurði
hvernig umhorfs væri í miðborg-
inni ef íslensk hönnun hefði þar
ekki sterkan sess.