Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 24
Reykjavík | Málgagn Samfylkingarinnar í Reykjavík | 4 Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar og Nicolai Wammen borgar stjóri Árósa eru sammála um hvað skipti mestu til að koma borgum út úr kreppu: „Atvinnumálin eru númer eitt, tvö og þrjú. Ef við komum atvinnunni ekki af stað, þá náum við ekki að tryggja öryggi og velferð.“ „Reykjavík verður að takast á við vanda mál ið með því að hætta afskiptaleysinu.“ „Mér fi nnst mikilvægt að fólk átti sig á því þegar kemur að því að greiða atkvæði að mikilvægasta verkefnið er að tryggja atvinnu, koma hjólunum af stað.“ Nicolai Wammen er borgarstjóri Árósa þar sem búa álíka marg ir og á Ís- landi öllu. Hann er vin sælasti stjórn málamaður Dan merkur vegna árang- urs síns í at vinnu málum, í verkefnum um græn an vöxt og í baráttunni við krepp una. Margir Íslendingar þekkja Árósa, hafa búið þar, stund að nám og vita að undir stjórn Nicolai hefur borgarstjórnin þar náð mark verðum árangri. Atvinnu leysið er 3,6 prósent, sem er minna en í öðr um dönsk- um borg um, og miklu minna en hér í Reykja vík þar sem 7 þúsund manns ganga atvinnulausir og störf eru í hættu. Nicolai: Bæði Reykjavík og Ár- ósar þurfa að takast á við afl eið- ingar efnahagskreppunnar sem nú geisar víða um heim. Við Dag- ur tilheyrum báðir nýrri kynslóð jafnaðarmanna sem sækir í sögu og reynslu jafnaðar manna hreyf- ingarinnar. Sú saga sýnir hvernig best er að byggja sam félög upp eftir kreppu, koma vinnufús um höndum til verka, vinna að jöfnuði og koma í veg fyrir misskiptingu. Ég er ákafl ega hrifi nn af því hvernig Samfylkingin tekur á atvinnu málunum og mér sýnast for ystumenn hennar í Reykjavík vera með afar ábyrga og skynsama stefnu um að slá á atvinnuleysið. Dagur: Við verðum fyrir alla muni að horfast í augu við það að hvert prósent í atvinnuleysi kostar okkur milljarð, og hann þurfa borgaryfi rvöld einhvers stað ar að fá. Við náum ekki tök- um á vel ferðarmálunum, skóla- málunum og öllum þessum mik- ilvægu borgar mál um ef okkur tekst ekki að vinna bug á vaxandi atvinnuleysi og verkefnaskorti. Þess vegna leggj um við svona mikið upp úr atvinnu málunum í þessum kosningum. Nicolai: Margt við ástandið nú í Reykjavík er svipað því sem við stóðum frammi fyrir í Árósum þegar við byrjuðum að berjast í gegn um afl eiðingar kreppunnar. Okkur hefur tekist að ná sýnileg- um árangri, umfram aðrar borgir á Norður löndum. Við höfum náð atvinnu leysinu niður í 3,6 prósent. Það er verulegur árangur því venjulega hefur það verið svo að þegar atvinnuleysi er mikið í Dan- mörku, þá er það meira í Árós um en víðast annars staðar í landinu. Nú er það öfugt, við erum töluvert undir meðaltalinu. Dagur: En hvað var það nákvæm- lega sem þið gerðuð – og hvernig getum við hér lært af því? Nicolai: Það sem við gerðum var að setja af stað atvinnuáætlun um að fl ýta fj árfestingum sem til stóð að fara í seinna. Við lögðum áherslu á að fj árfesta í upp bygg- ingar verk efnum fyrir skóla og leikskóla og öldrunar heimili. Við litum þannig á að það væri ekki hægt að bíða eftir því að aðrir tækju við sér, borgin yrði að vakna og setja af stað átak í framkvæmd- um. Þessar aðgerðir höfðu svo strax áhrif við að koma fólki til starfa og komu í veg fyrir að við þyrftum að skera eins mikið niður og ella hefði orðið. Þessar aðgerðir unnu því með okkur á öllum svið- um. Dagur: Mér fi nnst þetta mjög áhuga vert, því þetta er nákvæmlega það sem við höfum verið að tala um hér í borginni fyrir daufum eyrum meiri hlutans. Reykjavík verður að takast á við vandamálið með því að hætta af- skiptaleysinu. Doði gengur ekki gegn atvinnuleysi. Borgin verður að byrja, taka forystu og hrinda af stað áætlun um að ná niður atvinnuleysinu og koma hjólum atvinnulífsins af stað. Frjáls- hyggju hugmyndir um að best sé að bíða eftir því að markaðurinn taki við sér ganga einfaldlega ekki upp í kreppu. Nicolai: Við ákváðum að horfa sérstaklega á atvinnuleysi meðal ungs fólks og takast á við það, því við gátum ekki sætt okkur við að til yrðu heilar kynslóðir atvinnu- lausra, sem síðan legði enn þyngri byrðar á velferðarkerfi ð. Við meg- um ekki við því að tapa ungu kyn- slóð inni. Dagur: Það versta sem hægt er að gera við þessar aðstæður er að vera aðgerðalaus og vona það besta. Allir verða að leggja afar hart að sér og að mínu viti er ekkert betra ráð en það sem jafn- aðarmenn hafa lagt áherslu á alla tíð um vinnu, velferð og jöfn tækifæri. Nicolai: Þið eruð ekki eina þjóð- in eða fyrsta þjóðin sem gengur í gegnum kreppu og það hefur ýmis- legt verið reynt. Við sáum í krepp- unni miklu í Bandaríkjunum að Hoover forseti Repúblikana ætlaði að sitja hjá og bíða eftir því að mark- aðsöfl in kæmust á lappirnar. Þeir voru ekki vanir þeirri hugsun að ríkið eða s veit a r s t jór n i r n- ar ættu að taka frumkvæði til að koma atvinnulífi nu af stað. Þetta gekk ekki upp hjá Repúblikönum í Ameríku og þetta á ekki eftir að virka hjá frjálshyggjufólkinu á Ís- landi. Mér fi nnst margt benda til þess að hægri vængurinn hafi ekki lært neitt. Dagur: Við þurfum fj árfestingu í atvinnumálin, samvinnu við alla þá sem geta unnið með okkur við að skapa störf og takast á við atvinnuleysið. Mér fi nnst mikil- vægt að fólk átti sig á því þegar kemur að því að greiða atkvæði að mikil vægasta verkefnið er að tryggja atvinnu, koma hjólunum af stað. Ef okkur tekst það ekki þá þarf að skera miklu meira niður, þá kemst enginn hjá því að taka á sig meiri byrðar. Nicolai: Ég er algjörlega sammála. Það þarf að sýna borgurunum að tilteknar aðferðir hafa virkað til að koma á atvinnu eftir kreppu. Þessar hugmyndir sem Sam fylk- ingin hefur verið að vinna með eru ekki bara hugmyndir heldur Árósar: • 3,6 prósent atvinnuleysi • Framkvæmdum fl ýtt • Áhersla á framkvæmdir við skóla, leikskóla og öldrunarheimili • Áhersla á grænan vöxt Reykjavík: • 11 prósent atvinnuleysi • Nauðsynlegt að taka lán til að fl ýta fram kvæmdum • Örva atvinnu til að verja skóla og velferðarkerfi ð fyrir niðurskurði • Tækifæri fyrir grænan vöxt, nýsköpun og sprota Dagur B. Eggertsson var borgarstjóri í 100 daga meirihlutanum frá október 2007 fram í janúar 2008. Á þeim tíma mældist mikil ánægja með störf hans, í raun hefur ekki mælst jafn mikil ánægja með nokkurn borgarstjóra síðan. Í 100 daga meirihlutanum var hætt við áform Sjálf- stæðismanna sem vildu selja þekkingarhlutann úr Orkuveitunni til útrásarvíkinga, stofnuð var mannréttindaskrifstofa, Kolaportinu var bjargað, framlög til sérkennslu voru stóraukin og gert átak til að bregðast við manneklu í skólum, leikskólum og félagsþjónustu. Gott samstarf var við löggæsluyfi rvöld um öryggi borgarbúa og átak boðað um betri skólalóðir. Stjórnartíð 100 daga meirihlutans lauk þegar Sjálfstæðisfl okkurinn bauð Ólafi F. Magnússyni borgarstjórastólinn og ákveðið var að borgarsjóður keypti tvö hús á laugavegi fyrir 600 milljónir króna. Mikil óánægja var með þessa ráðstöfun og mótmælt á pöllum ráðhússins. DAGUR BORGARSTJÓRI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.