Fréttablaðið - 26.05.2010, Blaðsíða 4
4 26. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
VIÐSKIPTI Setja á stjórnum fyrir-
tækja strangar reglur og þeim
verður að fylgja af hörku. Þetta
segir Chris Pierce, forstjóri breska
fyrirtækisins Global Governance
Service. Hann var frummælandi
á hádegisfundi í gær um stjórnar-
hætti hjá fyrirtækjum á vegum
Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnu-
lífsins, Kauphallarinnar og Rann-
sóknamiðstöðvar um stjórnarhætti
við Háskóla Íslands.
Pierce benti á að tekið hafi verið
af hörku á svokölluðum hvítflibba-
glæpum upp á síðkastið; hinn banda-
ríski Bernard Maddoff var fyrir
tæpu ári dæmdur í 150 ára fangelsi
fyrir umfangsmikil og gróf fjár-
málasvik og Huang Guangyu, rík-
asti maður Kína í hittiðfyrra, hlaut
fjórtán ára dóm fyrir mútur og inn-
herjasvik í síðustu viku.
Pierce sagði mikilvægt að
stjórnarformaður fyrirtækis helgi
sig stjórnarstarfinu og því geti
hann ekki setið í mörgum stjórn-
um á sama tíma. Til viðbótar eigi
að kalla til óháða eftirlitsaðila sem
auga hafi með stjórnum fyrirtækja.
Við það ættu stjórnarhættir að
batna, að hans mati.
Pierce hefur unnið að málum
sem þessu tengjast í Portúgal,
Grikklandi og Spáni, löndum sem
öll standa á haus í fjármálakrepp-
unni. Hann sagði stöðu stjórnar-
hátta bágborna innan ESB-ríkj-
anna og vitnaði til þess að aðeins
tæp fimmtán prósent fyrirtækja á
Spáni birti nöfn stjórnarmanna í
ársuppgjöri. „Þetta er hræðilegt,“
sagði hann .
Brasilíumenn eru langt komn-
ir í stuðningi við góða stjórnar-
hætti, hafa sett á laggirnar nýjan
hlutabréfamarkað eingöngu fyrir
fyrirtæki sem tekið hafi upp viður-
kennda og góða stjórnarhætti. „Það
er gríðarlegur munur á fyrirtækj-
um sem ástunda góða starfshætti
og hinum sem ekki gera það,“ sagði
Pierce og benti á að gengi hluta-
bréfa í fyrrnefndu fyrirtækjunum
væri tugum prósentum hærra en
hinna. jonab@frettabladid.is
Stjórnir fyrirtækja fóru af leið þegar þær hættu að þjónusta viðskiptavini
sína og snerust gegn fyrirtækjunum eftir síðustu aldamót; Kaupþing tók yfir
Skeljung og lét í hendur nýrra eigenda og Landsbankinn tók yfir stjórn Eim-
skips með fjandsamlegum hætti. Þetta sagði Benedikt Jóhannesson, ritstjóri
Vísbendingar, á fundinum í gær. Hann vísaði til þess að efnahagshrunið hér
hefði átt sér langan aðdraganda. „Þarna voru nýir eigendur andstæðingar
fyrirtækjanna,“ sagði Benedikt og benti á að þar hefðu góðir stjórnarhættir
síst verið viðhafðir. Hann lagði jafnframt áherslu á að stjórnarmenn hefðu
taumhald á stjórnarformanni fyrirtækja, sér í lagi ef viðkomandi á meirihluta
hlutafjár. „Ef eigendur fara út af sporinu á stjórnin að gera við það athuga-
semdir.“
Bankarnir brugðust fyrir löngu
GENGIÐ 25.05.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
216,1122
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
130,98 131,6
187,54 188,46
159,69 160,59
21,458 21,584
19,676 19,792
16,249 16,345
1,4623 1,4709
192,02 193,16
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
Heitar sósur skilja sig.
Ég skil ekki af hverju.
– Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
0
-0
0
7
1
Herða á refsingar
fyrir slæmt hátterni
Mikilvægt er að herða reglur um stjórnarsetu. Breskur sérfræðingur segir fyrir-
tæki sem viðhafi góða stjórnarhætti ganga betur. Efnahagshrunið hófst þegar
bankarnir snerust gegn fyrirtækjunum, segir Benedikt Jóhannesson ritstjóri.
CHRIS PIERCE Sumir stjórnarmenn eiga að búa yfir sérfræðiþekkingu á áhættutengd-
um þáttum í rekstri, að mati bresks sérfræðings. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
25°
25°
19°
13°
19°
21°
14°
14°
21°
12°
26°
26°
25°
14°
21°
11°
8°
Á MORGUN
3-8 m/s en stífari SA-til.
FÖSTUDAGUR
3-8 m/s.
8
10
8
10
8
4
4
4
6
7
3
8
6
4
5
6
5
8
13
7
5
14
8
12
4
6
10
12
4
4
5
ÁFRAM
RJÓMABLÍÐA
um suðvestan og
vestanvert landið
næstu daga og
helgin lítur vel út
fyrir allt land-
ið. Vindur verður
þó heldur stífur
austanlands í dag
en lægir til morg-
uns. Annars staðar
verður áfram yfi r-
leitt hægur vindur
og hiti breytist lítið.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
STJÓRNSÝSLA Forstjóri Veiðimála-
stofnunar rannsakar hvort Bjarni
Jónsson, deildarstjóri hjá stofn-
uninni, hafi sótt um og þegið
styrki í gegnum einkafyrirtæki
sitt í samkeppni við Veiðimála-
stofnun. DV greindi frá málinu á
dögunum.
Fyrirtæki Bjarna, Fræðaveit-
an, fékk á árunum 2008 til 2009
styrki sem námu alls 4,5 milljón-
um króna, meðal annars úr rann-
sóknarsjóði sem Bjarni hefur
líka sótt um styrki úr fyrir hönd
Veiðimálastofnunar. Sigurður
Guðjónsson, forstjóri Veiðimála-
stofnunar, segir ámælisvert að
Bjarni hafi ekki upplýst stofnun-
ina um styrki til fyrirtækis hans.
Málið sé til skoðunar og sé niður-
stöðu að vænta innan tíðar.
Bjarni er sonur Jóns Bjarna-
sonar sjávarútvegsráðherra en
Veiðimálastofnun heyrir undir
sjávarútvegsráðuneytið. - bs
Mál deildarstjóra í skoðun:
Greina hefði átt
frá styrkjunum
LONDON, AP Flugliðar hjá breska
flugfélaginu British Airways
(BA) hófu í gær fimm daga verk-
fall til að mótmæla niðurskurði
sem veldur því að fækka þarf
flugum frá Heathrow-flugvelli í
London um nánast helming.
Talsmaður BA fullyrðir að
hægt verði að flytja 70 prósent
þeirra sem eiga pantað flug á
meðan verkfallið stendur yfir.
Stutt er síðan eldgosið í Eyja-
fjallajökli setti allt flug í Evrópu
úr skorðum og því hafa sumir
flugfarþegar brugðist reiðir við
verkfallinu. - sh
Flugfarþegar gramir:
Flugliðar hefja
5 daga verkfall
EKKERT VAL Flugliðarnir lýstu skoðun
sinni við Heathrow-flugvöll í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ / AP
STJÓRNSÝSLA Nýtt sameinað
sveitarfélag Arnarnesshrepps og
Hörgárbyggðar verður annaðhvort
kennt við Hörgá eða Möðruvelli.
Fimm tillögur að nafni verða born-
ar undir íbúa samhliða sveitar-
stjórnarkosningum á laugardag.
Eru það: Hörgárbyggð, Hörgár-
hreppur, Hörgársveit, Möðruvalla-
hreppur og Möðruvallasveit.
Ellefu tillögur að auki bárust í
hugmyndasamkeppni. Þær voru:
Arnarbyggð, Eyjafjarðarbyggð,
Gásabyggð, Gáseyrarbyggð,
Hnjúkabyggð, Hraunsbyggð,
Hörgárþing, Möðruvallabyggð,
Smárabyggð, Þelamerkurbyggð og
Öxnadalsbyggð.
Sveitarstjórn tekur endanlega
ákvörðun. - bþs
Nýtt sveitarfélag í Eyjafirði:
Kennt við Hörgá
eða Möðruvelli
ÍSRAEL, AP Átta skip með um
10 þúsund tonn af vistum, auk
hundruða mótmælenda, eru á leið
til Gasa. Ætlunin er að rjúfa her-
kví Ísraelshers.
Ísraelar segjast munu stöðva
skipin og hafa samkvæmt heim-
ildum sett upp bráðabirgðafang-
elsi fyrir mótmælendurna.
Þeir sem að skipalestinni
standa segja að lagt verði upp frá
Kýpur á föstudag til Gasa. Skipin
bera sement og annan varning.
Ísraelar og Egyptar settu á her-
kví í Gasa eftir að Hamas náði
þar völdum árið 2007. - óká
Skipalest á leið til Gasa:
Stefnir í átök
við Ísraelsher
SÖNGVAKEPPNI Hera Björk Þórhallsdóttir og
flokkur hennar söng Ísland í gærkvöldi inn
í úrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva með laginu Je ne sais quoi eftir Örlyg
Smára.
Tíu þjóðir af sautján komust áfram í keppn-
inni í gær. Hera Björk og flokkur hennar
steig síðastur á svið við frábærar undirtektir
gesta sem tóku undir með Íslendingum í saln-
um í Osló. Þegar nöfn níu þjóða voru komin
á blað sem þátttakendur í úrslitakeppninni
á laugardagskvöld án þess að Ísland væri
komið áfram var salurinn nánast á suðu-
punkti. Fagnaðarlætin voru gríðarleg þegar
kynnirinn las upp nafn Íslands og íslenski
fáninn fór á sinn stað í töflunni. Jóhanna Guð-
rún var líka síðust upp úr hattinum með lagið
Is it True í undanúrslitum í Moskvu í fyrra.
Íslenskir sjónvarpsáhorfendur fengu því í
annað skipti í röð að tylla sér allra fremst á
stólbríkurnar áður en lag þeirra fékk grænt
ljós frá Evrópu.
Haft var á orði í keppnissalnum að þótt eld-
gosinu á Íslandi sé lokið hafi Hera og félagar
flutt það með sér til Noregs. Virðast íslensku
keppendurnir njóta mikils meðbyrs ytra
og vonast menn nú eftir að Ísland verði að
minnsta kosti meðal tíu efstu þjóðanna þegar
upp verður staðið.
Annað kvöld verður seinni undanúrslita-
kvöldið fyrir lokakeppnina og bætast þá við
önnur tíu lög. - gar, re
Hera Björk áfram með Je ne sais quoi í Eurovision en spennan hélst allt til enda:
Aftur í úrslitin á síðasta farmiðanum
ÁNÆGÐAR MEÐ SINN HLUT Hera Björk Þórhallsdóttir
og Kristjana Stefánsdóttir fögnuðu innilega í Osló í
gærkvöldi. NORDICPHOTOS/AFP