Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 12
12 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR VEÐUR Veðurstofa Íslands, í sam- starfi við Umhverfisstofnun, vinnur að þróun öskufjúksspár sem mun nýtast á næstu vikum og mánuðum. Ekki er þó síður horft til framtíðar og stofnunin lítur á verkefnið sem undirbúning fyrir hið óumflýjanlega; næsta sprengi- gos á Íslandi og vandamál vegna ösku sem því tengjast. Sigrún Karlsdóttir, yfirverk- efnisstjóri hjá Veðurstofunni, segir að verkefnið sé nýhafið og sé flóknara en margur heldur. „Veður er margslungið fyrirbæri. Til þess að það sé mögulegt að gefa út marktæka öskufjúksspá þarf að safna miklu af gögnum. Fyrir okkur er þetta lærdómsferli sem mun taka töluverðan tíma.“ Hún segir að fyrstu öskufjúks- spár geti þó litið dagsins ljós áður en langt um líður og muni batna með tímanum. Vandamál vegna ösku, hvort sem hún fellur eða fýkur, eru tekin mjög alvarlega á Veður- stofunni, að sögn Sigrúnar. Stefnt er að því að koma upp spálíkani (reiknilíkani) sem mun nýtast hér og erlendis. „Þegar búið er að þróa slíkt tól erum við betur undirbúin fyrir næsta gos. Það gýs á Íslandi á fimm ára fresti að meðaltali, og því lítum við á þessa vinnu sem viðbót við þann undirbúning sem er viðhafður hjá stofnuninni að staðaldri.“ Sigrún segir að gosið virðist ætla að valda stökki í rannsóknum og þróunarvinnu í kringum öll fræðasvið sem tengjast náttúru- hamförum í líkingu við eldgosið í Eyjafjallajökli. Í nokkur ár hefur starfsfólk Veðurstofunnar haldið æfingar með tilliti til eldgosa. Viðbrögð eru æfð út frá gefnum forsendum, til dæmis út frá veðuraðstæðum viðkomandi dags. Meginþunginn hvílir á því að æfa samskipti og gerð viðvarana. „Það kom sér vel í Eyjafjallagosinu að hafa æft við- brögðin með reglulegum hætti. Svona atburður hefur óteljandi hliðar sem ekki er hægt að und- irbúa sig fyrir. Með þeirri fram- þróun sem nú verður er hægt að slípa enn betur þá hnökra sem ekki koma fram á æfingum.“ Björn Oddsson jarðeðlisfræð- ingur sagði í viðtali við Frétta- blaðið á miðvikudag að öskufjúk muni verða viðvarandi vandamál í sumar. Þá sé það háð veðurfari næstu mánuði hversu lengi glímt verður við vandamál vegna ösk- unnar. Ekki er útilokað að þeir sem búa næst eldstöðinni þurfi að reikna með þessum hvimleiða gesti í nokkur ár. svavar@frettabladid.is Spá fyrir um fjúkandi ösku Hafin er vinna hjá Veðurstofu Íslands við þróun spálíkans fyrir öskufjúk. Vinnan er ekki síst hugsuð sem undirbúningur fyrir eldgos framtíðarinnar. Fyrstu spár eru hugsaðar fyrir allra næstu daga og vikur. HREINSUNARSTARF Það liggur fyrir að lengi enn munu menn og málleysingjar þurfa að búa við óþægindi af völdum öskunnar frá Eyjafjallajökli. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR TREÐUR Á FÉLAGA SÍNUM Hann lét sig hafa það, þessi hermaður í Hvíta-Rúss- landi, þegar félagi hans klifraði yfir hann á æfingu í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karl- maður hefur verið ákærður fyrir tvær líkamsárásir á Akur- eyri. Samkvæmt ákæru átti sú fyrri sér stað fyrir utan Kaffi Akureyri. Maðurinn réðst á konu, kýldi hana tvisvar í andlit- ið, sneri hana síðan yfir öxlina á sér og skellti henni í götuna. Konan lenti á bakinu og höfuðið skall í jörðina. Hún marðist og hlaut eymsli. Þá er maðurinn ákærður fyrir að kýla annan mann tvívegis í andlitið inni á veitingastaðnum Down Under á Akureyri. Fórnar- lambið hlaut nokkra áverka. - jss Ákærður fyrir líkamsárásir: Kýldi konu og skellti í götuna Stálu fyrir nærri milljón Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að brjótast inn í íbúð í Reykja- vík og stela þar þremur fartölvum, snyrti tösku með snyrtivörum og skartgripaskríni, samtals að áætluðu verðmæti um 735 þúsund krónur. DÓMSTÓLAR Fangi með fíkniefni Fangi á Litla-Hrauni hefur verið ákærður fyrir að vera með fíkniefni í klefa sínum. Fanginn vísaði fanga- vörðum á efnin, eftir að fíkniefnaleit- arhundur hafði merkt á klefann. AUSTAN- OG ASA-ÁTT: Lág - sveitir Suðurlands, Suðurnes og í áttina til höfuðborgarsvæðisins, yfir Hvalfjörð og jafnvel Borgarfjörð. NORÐANÁTT: Aðeins þarf golu til að dimma öskumóðu leggi yfir Eyjafjallasveit og á haf út og jafnvel yfir Vestmannaeyjar. SUNNANÁTT: Suð- og Suð- vestanátt er hagstæðasta áttin. Lengst er í byggð í þeirri vindátt og miklar líkur á rigningu. VESTANÁTT: Vík og Kirkju- bæjarklaustur þegar vindáttir eru vestanstæðar. G R A FÍ K : S FA Reykjavík Hellisheiði Bæir undir Eyjafjöllum EyjafjallajökullRigning/Snjór N S V A Vindátt og úrkoma ráða mestu um öskufjúk næstu mánuði og ár Aska Öskufjúk ■ Lítilsháttar úrkoma við eldstöðina má sín lítils og fljótt er að þorna á þessum árstíma sé loftið þurrt. ■ Ekki þarf nema smá golu til að þyrla öskurykinu upp. ■ Miklar rigningar í sumar og haust gætu takmarkað öskufjúk næstu ára. ■ Ef snjór fellur snemma og helst lengi geta vandamál vegna öskufjúks orðið mikil á næsta ári/árum. ■ Veður í byggð (vindur) segir ekki alla söguna. Ef mjög hvasst er á Eyjafjallajökli getur það þýtt öskufjúk í byggð í góðu veðri. Dæmi: Ef vindur væri vestanstæður þá er hætta á öskufjúki við bæi undir Eyjafjöllum sem gæti náð til Víkur eða jafnvel á Kirkjubæjarklaustur. Vík og Kirkjubæjarklaustur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.