Fréttablaðið - 04.06.2010, Page 20

Fréttablaðið - 04.06.2010, Page 20
20 4. júní 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Brjóstsykursgerðin Nói var stofnuð árið 1920 og hefur því starfað samfleytt í 90 ár. Árið 1933 bættist súkkulaðiverk- smiðjan Síríus við og úr varð Nói Síríus. „Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt gegnum árin og verið í eigu sömu fjölskyldunnar nánast allan tímann. Hér vinna um 140 manns í dag og við framleiðum flestar tegund- ir af sælgæti,“ segir Finnur Geirsson en hann hefur gegnt forstjórastöðu síðustu 20 ár. Allt til ársins 1970 mátti ekki flytja inn í landið sælgæti erlendis frá. Það breyttist þegar Ísland gekk í EFTA en í framhaldinu voru lagðir háir tollar á innflutt sælgæti. Toll- arnir lögðust svo af á næstu tíu árum og eftir árið 1980 hófst samkeppni íslenskra sælgætisverksmiðja við erlent nammi fyrir alvöru. Finnur segir þó Nóa Síríus hafa haldið sínum dampi enda Íslendingar duglegir að borða nammi. „Menn bjuggust við að við myndum ekki ráða við sam- keppnina en ég held að þetta hafi frekar hert okkur. Mark- aðurinn óx líka þegar innflutningurinn var heimilaður. Það sem hefur þó verið að gerast á íslenskum sælgætismarkaði síðustu ár er að fyrirtækjum hefur fækkað mjög. Í dag eru sælgætisfyrirtækin einungis fjögur en voru fyrir tuttugu til þrjátíu árum á bilinu tíu til fimmtán. Það er í raun merkilegt í sjálfu sér að eiga 90 ára samfellda sögu að baki og við erum mjög stolt af því. Við vitum þó líka að við þurfum alltaf að vera í viðbragðsstöðu. Fyrirtækið er ekkert gamalmenni þó það sé orðið 90 ára. Við verðum að vera síung til að mæta kröfum markaðarins,“ segir Finnur og bendir á að stöðugt sé verið að bæta við vöruúrval Nóa Síríus og bæta við nýj- ungum. Á móti detti einhverjar eldri tegundir þá jafnan út sem einhverjir sakni. „Það er nú því miður ekki hægt að gera öllum til hæfis. Við munum þó ekki hrófla við Síríus súkkulaðinu sem við höfum lagt mest upp úr í gegnum tíðina. Suðusúkkulaðið sem pakkað er tveim plötum saman í smjörpappír hefur til dæmis verið framleitt og pakkað eins frá upphafi, við ætlum ekkert að breyta því.“ Íslendingar eru vanafastir á sitt sælgæti og algengt að Íslendingar búsettir erlendis fái nammisendingar að heim- an. Finnur segir útlendinga einnig hrifna af íslensku sæl- gæti og selur Nói Síríus sælgæti með góðum árangri á Norð- urlöndunum og í Bandaríkjunum og víðar. Þegar Finnur er inntur eftir því hvort ekki sé erfitt að standast freistingarnar í sælgætisverksmiðju segir hann alla daga vera nammidaga hjá Nóa Síríusi. „Hér laumumst við í súkkulaðið á hverjum degi og pössum bara að bursta tennurnar vel.“ heida@frettabladid.is NÓI SÍRÍUS: 90 ÁRA STARFSAFMÆLI Laumumst oft í súkkulaðið ALLIR DAGAR NAMMIDAGAR Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, segir að laumast sé í súkkulaðið á hverjum degi hjá Nóa Síríusi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, Jóhönnu Lúvísu Þorsteinsdóttur Víkurbraut 30, Hornarfriði. Hjartans þakkir til starfsfólks HSSA á Hornafirði fyrir góða umönnun. Óskar Unnsteinn Guðmundsson Laufey Óskarsdóttir Erlingur Kristinn Guðmundsson Kristín Auður Gunnarsdóttir Þorgrímur Guðmundsson Auður G. Sigurðardóttir Sædís Guðmundsdóttir Andrés Ágúst Guðmundsson Reynir Guðmundsson Sigríður Lárusdóttir og fjölskyldur. Okkar ástkæri Kjartan Ingi Kjartansson Brákarbraut 10, Borgarnesi, andaðist fimmtudaginn 27. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey frá Ólafsvíkurkirkju. Inga Nelly Husa Anders Ólafur Kjartansson Kristín Björg Kjartansdóttir Þorgrímur Benjamínsson og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ásgerður Sigurbjörnsdóttir sjúkraliði, Byggðavegi 86 Akureyri, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðju- daginn 1. júní s.l. Útför hennar verður auglýst síðar. Haraldur Magnússon Anton Haraldsson Sigurbjörg Haraldsdóttir Þorvaldur Rafn Kristjánsson Sverrir Haraldsson Magnús Orri Haraldsson Sigurbjörn Haraldsson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, dóttir, systir og amma, Þuríður Þorbjörg Káradóttir, Strikinu 4, Garðabæ, lést að heimili sínu laugardaginn 29. maí. Útför fer fram frá Neskirkju föstudaginn 4. júní kl. 15.00. Þökkum sérstaklega Karitaskonum fyrir frábæra umönnun í veikindum hennar. Geir Guðmundsson Halla Kristín Geirsdóttir Guðmundur Karl Geirsson Elín Sigríður Grétarsdóttir Kári Geirsson Gan Songkrant Kári Halldórsson Þórhallur Kárason Þórir Kristinn Kárason Kristjana Káradóttir Katla Sóley Guðmundsdóttir Jóhann Jökull Salbergsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Auðbjörg Guðmundsdóttir Illugastöðum, Vatnsnesi, andaðist mánudaginn 31. maí á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Hvammstanga. Útförin auglýst síðar. Jónína Ögn Jóhannesdóttir Birgir Jónsson Guðmundur Jóhannesson Bjarney G. Valdimarsdóttir Árni Jóhannesson Anna Olsen Jónína Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir Jóhann Ingi Haraldsson Jóhannes Óskar Sigurbjörnsson Þorbjörg Ásbjarnardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður míns, bróður og frænda okkar Bjarna Helgasonar. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 4B Hrafnistu, Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Sigurjón Ingiberg Bjarnason Helgi Helgason og frændsystkini. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Sigurðsson fyrrv. fulltrúi á Landspítala Herjólfsgötu 38, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 2. júní. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 7. júní kl. 15.00. Dagmar Guðmundsdóttir Elín Jónsdóttir Ólafur Hallgrímsson Anna S. Jónsdóttir Jón Ólafur Ólafsson Jörundur Jónsson Sigrún E. Þorleifsdóttir Þorbjörg Elenóra Jónsdóttir Árni Gunnarsson afabörn, langafabörn og aðrir aðstandendur. Móðir okkar, Margrét H. Sigurðardóttir viðskiptafræðingur, Hörgshlíð 8, Reykjavík, lést 26. maí. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í dag föstudaginn 4. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Hallgrímur S. Sveinsson Björg Sveinsdóttir MOSAIK GUNNAR DAL ER 87 ÁRA „Göngum saman inn um hlið vonarinnar.“ Gunnar Dal er rithöf- undur og skáld. Hann hefur skrifað fjölda rita sem fjalla aðallega um heimspeki. Einnig liggja eftir hann nokkr- ar skáldsögur og ljóða- bækur auk þess sem Gunnar Dal hefur þýtt fjölda ljóða.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.