Fréttablaðið - 04.06.2010, Side 28

Fréttablaðið - 04.06.2010, Side 28
4 föstudagur 4. júní Anna Sigríður Pálsdóttir, gjarnan kennd við hár- greiðslustofuna Gel, er einn vinsælasti hárstílisti landsins. Hún klippti hár í fyrsta sinn aðeins sex ára gömul og endaði það með vinslitum. Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Stefán Karlsson A nna Sigríður fæddist í Líbanon en er alin upp í Vesturbænum í Reykjavík. Áhuginn á hárgreiðslu kvikn- aði mjög snemma að hennar sögn og klippti hún sína fyrstu klipp- ingu aðeins sex ára gömul. „Þegar ég var yngri vildi ég helst alltaf vera að fikta í hárinu á fólki, þetta var hálfgerður „fetish“ hjá mér. Ég man að ég gerði mína fyrstu klippingu sex ára og hún heppn- aðist vægast sagt illa. Ég klippti hár vinkonu minnar mjög stutt og það var ekki vel tekið í það, hún fékk í það minnsta ekki að heim- sækja mig aftur,“ segir Anna og hlær. Það var þó ekki fyrr en hún sá kvikmyndina Edward Scissor- hands eftir leikstjórann Tim Burt- on sem hún ákvað endanlega að leggja fyrir sig hárgreiðsluna. „Það bara gerðist eitthvað inni í mér á meðan ég horfði á myndina og ég ákvað að þetta væri það sem ég ætlaði að gera í framtíðinni. Það var eitthvað við klippingarnar sem hann gerði sem vakti áhuga minn og þessi tryllti tætingur sem ég fílaði.“ LÉT GEL GANGA UPP Anna Sigríður hóf nám í hár- greiðslu árið eftir stúdentspróf frá Kvennaskólanum og með- fram náminu starfaði hún sem nemi á hárgreiðslustofunni Mojo sem hafði verið stofnuð skömmu áður. Að iðnnáminu loknu ákvað hún að taka sér stutt hlé þar sem hún sinnti öðrum áhugamálum og ferðaðist heiminn. „Ég tek mér eiginlega tveggja ára pásu eftir iðnnámið. Mér fannst einhvern veginn vanta upp á þá menntun sem ég fékk og hæfileika mína og fannst ég ekki vera búin að upp- fylla það í náminu hér. Ég frétti svo af diploma námi úti í Lond- on á vegum Vidal Sassoon og ég klára það árið 2003.“ Námið í London var að sögn Önnu Sigríð- ar mjög tæknilegt og lítil áhersla lögð á greiðslur og lagningar ólíkt því sem viðgekkst hér heima. „Námið hentaði mér mjög vel. Það var mikið lagt upp úr því að kenna okkur alla tækni sem best og áherslan var fyrst og fremst á hana.“ Eftir dvölina í London flutti Anna Sigríður aftur heim til Ís- lands og tók skömmu síðar við rekstri hárgreiðslustofunnar Gels af Jóni Atla Helgasyni, sem er betur þekktur sem Hárdoktorinn. „Jón Atli var búinn að nefna það við mig nokkrum sinnum að hann vildi að ég tæki við Geli af honum og ég var til í það. En þegar ég tek við stofunni misstum við húsnæð- ið sem við vorum í og þá stóð ég frammi fyrir því að annað hvort hætta með stofuna eða vera tut- tugu og fjögurra ára og taka allan pakkann, kaupa eigið húsnæði og halda áfram rekstrinum. Á þeim tíma fannst mér þetta vera mikil ábyrgð og ég sá fyrir mér enda- lausa pappírsvinnu, skattamál sem ég skildi ekki og himinhá lán. En þegar maður tekur ákvörð- un um að láta eitthvað ganga upp, þá bara gengur það upp og Gel var slíkt verkefni.“ Anna Sigríð- ur festi kaup á húsnæði sem er á horni Hverfisgötu og Klapparstígs og opnaði þar hárgreiðslustofu og gallerí undir sama nafni. Stof- an varð fljótt ein sú vinsælasta í miðbæ Reykjavíkur og trekkti fyrirbærið Freaky Fri day marga að, en þar fengu hárstílistarnir að hafa algjörlega frjálsar hend- ur í hári viðskiptavinarins. „Þetta voru mjög skemmtilegir dagar. Þetta ýtti undir sköpunargleðina og allar hömlur dóu,“ segir Anna og hlær. KLIPPTI SÍNA FYR KLIPPINGU SEX Á Anna Sigríður Pálsdóttir hefur lengi verið einn vinsælasti hárstílisti landsins. „Þegar ég var yngri vildi ég helst allt- af vera að fikta í hárinu á fólki, þetta var hálfgerður „fetish“ hjá mér. Ég man að ég gerði mína fyrstu klipp- ingu sex ára og hún heppnaðist væg- ast sagt illa.“ Fisk isló ð Gra nda gar ður MýrargataÁna nau st SALON REYKJAVÍK Vertu velkomin(n)! FULLT AF NÝJUM VÖRUM Allir sem versla fyrir 8.000 kr. eða meira fá hálsklút í kaupbæti. Við erum á fyrstu hæðinni í Firði. VORUM AÐ TAKA UPP NÝJA SENDINGU AF SKOKKUM OG KVARTBUXUM STÆRÐIR 40–54 Nýja sumarlínan frá KRON BY KRON Kron minnir einna helst á sælgæti. Skórnir eru litríkir og fallegir fyrir augað en einnig dásamlega þægilegir á fæti. Hjónin Heiðrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson hanna skóna í sameiningu og eru þeir framleiddir á Spáni. Skórnir hafa slegið í gegn hér á landi bæði vegna skemmtilegs útlits en einnig vegna þæg- inda.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.