Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2010, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 10.06.2010, Qupperneq 52
36 10. júní 2010 FIMMTUDAGUR Nýlega samdi Ormstunga um sölu á þýðingarrétti skáldsögunnar Bank- ster eftir Guðmund Óskarsson til þýska forlagsins Frankfurter Ver- lagsanstalt (FVA) í Frankfurt. Að sögn þýska forleggjarans, dr. Joachim Unseld, fellur Bankster einstaklega vel að útgáfustefnu forlagsins. FVA, sem er gamalgró- ið og virt útgáfufyrirtæki, gefur árlega út fáar en vel valdar bækur eftir afbragðshöfunda og einbeitir sér ekki síst að kröftugum og hæfi- leikaríkum ungum höfundum sem vænta má mikils af í náinni fram- tíð. Á undanförnum árum hefur for- lagið vakið athygli fyrir að synda móti straumnum með því að hafa uppi á óvenjulegum röddum í heimi bókmenntanna, bæði í Þýskalandi og öðrum löndum, og sporna við vaxandi „skammlífisáráttu“ bóka- markaðarins af öllum kröftum. Hinn þýski Bankster kemur út haustið 2011. Guðmundur Óskars- son verður þá kominn í góðan félagsskap: Bodo Kirchhoff, Ernst- Wilhelm Händler, Thomas von Steinaecker, Marion Poschmann, Christoph Peters og Zoë Jenny o.fl. Bankster fjallar um ungan banka- mann sem missir vinnuna. Sagan gerist veturinn 2008-2009, veturinn sem Geir bað guð að blessa Ísland. Frásögnin, sem er margslungin, lág- stemmd og næstum ljóðræn („fanta- vel skrifuð“ sagði einn gagnrýnand- inn), er þegar upp er staðið ekki síst stúdía um framtíðarmissi. Bankster færði Guðmundi Óskarssyni Íslensku bókmennta- verðlaunin 2009. Bankster á þýsku Hin árvissa nútímatónlistar- hátíð Frum, sem kammer- hópurinn Adapter og Lista- safn Reykjavíkur standa fyrir, fer fram á Kjarvals- stöðum helgina 12. og 13. júní. Þema hátíðarinnar í ár er Japan í Norðri. Megináhersla Frum-hátíðarinnar er að kynna meistaraverk nútíma- tónbókmentanna fyrir tónlistar- unnendum, verk sem þegar hafa sett mark sitt á tónlistarsöguna en eru þó sjaldheyrð í tónleika- húsum Reykjavíkur. Auk þessa eru alla jafnan flutt tónverk eftir yngri kynslóð tónskálda, íslenskra sem erlendra. Á fyrri tónleikunum verður leikin tónl ist eft ir Toru Takemitsu og Joji Yuasa en þeir eru tvö af stærstu nöfnum jap- anskrar samtímatónlistar. Þeir voru samtímamenn og vinir og stofnuðu meðal annars félags- skapinn Jikken Kobo sem var tileinkaður tilraunum í fram- úrstefnulist. Verkin verða fjögur, tvö á mann, og eru frá árunum 1981 til 1992. Hefjast tónleikarnir kl. 20. Á seinni tónleikum hátíðar- innar verða frumflutt á Íslandi splunkuný verk frá Íslandi, Finnlandi og Þýskalandi. Tón- skáldin sem verða þar kynnt eru Paul Friedrich Frick, Benjamin Schweitze, Antti Auvinen, Jark- ko Hartikainen, en Einar Torfi Einarsson á á verkaskránni verk- ið Seven Intensions frá 2009, og Guðmundur Steinn Gunnarsson Draumbót (2010). Elsta verkið er frá 2007, en hin samin á síðasta ári og þessu: 2009 og 2010. Flytjendur á hátíðinni eru Gunnhildur Einarsdóttir hörpu- leikari, Ingólfur Vilhjálmsson klarínettuleikari, Kristjana Helgadóttir flautuleikari, Marc Tritschler píanóleikari, Matthias Engler slagverksleikari og Þór- arinn Már Baldursson víóluleik- ari. Hefjast tónleikarnir kl. 20. Miðasala er við innganginn. Tónleikarnir eru hluti af stærra verkefni Adapter þar sem hóp- urinn leitast við að skapa tengsl milli samtímatónlistar mismun- andi landa í Norður-Evrópu. Tón- leikarnir verða einnig fluttir í júlí á Viitasaari-hátíðinni í Finn- landi, í september á Nordic Music Days-hátíðinni í Kaupmannahöfn og á tónlistarhátíðinni Nordlicht- er í Berlín. Adapter-liðar eru nýkomnir frá Ísrael þar sem þeir léku í Tel Aviv og Jerúsalem. Tón- leikarnir í Jerúsalem voru hluti af hátíðinni Ísrael Festival sem er stærsta tónlistarhátíð Ísraels. Hópurinn fékk frábærar viðtökur á tónleikunum og endaði dvölina á því að ganga friðargöngu í Tel Aviv. pbb@frettabladid.is Adapter flytur ný verk BÓKMENNTIR Guðmundur Óskarsson bætist í hóp íslenskra rithöfunda á þýskum markaði. Greinasafn Einars Más Guðmunds- sonar, er komið út í Færeyjum á vegum forlagsins Gramar. Bókin hefur þegar komið út í Þýskalandi, Noregi og Danmörku og fengið frá- bærar viðtökur bæði lesenda og gagnrýnenda. Einar Már flutti af því tilefni erindi í Norðurlandahús- inu í Færeyjum á föstudaginn var og mæltist það afar vel fyrir. Les- endur Einars vita að hann hefur áður dvalið sumarlangt þar á pönk- og róttæknisárum sínum. Nú í vikunni hlýtur Einar Már síðan viðurkenningu úr minning- arsjóði danska rithöfundarins og róttæklingsins Carls Scharnberg. Verðlaunin hlýtur Einar fyrir rit- störf sín og virka þátttöku í samfé- lagsumræðu. Í umsögn valnefndar- innar segir meðal annars: „Einar Már Guðmundsson er einstakur maður. Í Hvítu bókinni sameinar hann skarpa samfélagsgreiningu og ljóðræna yfirsýn á óvenjulegan hátt, og í yfirstandandi deilu Íslend- inga um leiðir út úr kreppunni er hann ötull talsmaður þess að fjár- málafurstar og pólitíska valda- og fjölmiðlaelítan beri ábyrgð en ekki íslenska þjóðin.“ Verðlaunin nema 10.000 dönskum krónum og verða þau veitt við hátíðlega athöfn næst- komandi miðvikudag. Einar aftur í Færeyjum BÓKMENNTIR Einar Már Guðmundsson er kunnur í Færeyjum. TÓNLIST Adapter stendur fyrir Frum-hátíðinni á Kjarvalsstöðum á Klambratúninu forna. MYND/LISTASAFN REYKJAVÍKUR Í fjölmiðlum um heim allan hefur síðustu sólarhringa verið greint frá fundi í geymslum á Nýja-Sjá- landi. Þar eru fram eru komnar spólur með gömlum kvikmyndum á nítrat stokki, sem er elsta form kvikmyndafilmu sem til er. Mynd- ir úr því efni eru vandmeðfarnar því þær skemmast komist loft að þeim og verða eldfimar, svo að oft hafa þær valdið brunum. Fundur- inn á Nýja-Sjálandi er merkileg- ur fyrir þær sakir að þar reynd- ust vera 75 titlar sem voru taldir komnir í glatkistuna. Aðeins fimmtungur þeirra kvikmynda sem framleiddar voru í Bandaríkjunum fyrir til- komu talmyndanna 1930 er enn til; stærstur fjöldi þeirra er glat- aður. Því gleðjast menn um heim allan þegar gamlar filmuspólur finnast svo bæta megi við sögu kvikmyndanna og um leið mynd- heimildum um staði og fólk. Enn leynast bútar og heilar myndir víða um heim og varla líður ár að ekki komi fram bútar sem bæta við heimsmyndina. Nýja-Sjáland var við endimörk dreifingarkerfis kvikmyndanna á sínum tíma. Þaðan þótti ekki borga sig að skila printum langa leið svo þau hlóðust þar upp. Það var í Kvik- myndasafni Nýja-Sjálands sem 150 bandarískir titlar fundust, helming þeirra er mögulegt að bjarga. Þar á meðal er ein mynda Johns Ford frá 1927, en hann leikstýrði fjölda mynda á þögla tímanum og aðeins 15 prósent þeirra hafa varðveist. Þar var líka fyrsta spólan af myndinni Idle Wives eftir Lois Weber, en hún var afkastamik- ill leikstjóri, gerði hundruð stutt- mynda og fjörutíu myndir í fullri lengd og var metin til jafns við þá D.W. Griffith og Cecil B. DeMille á öðrum áratug síðustu aldar. Ford hóf raunar feril sinn undir hennar handarjaðri. Weber hafði áhuga á félagslegum viðfangsefnum og nýtti þau sem efnivið: getnaðarvarnir, fíkniefna- neysla, fátækt og líkamlegar refs- ingar urðu henni að efni þar sem hún starfaði fyrir Universal, en orðstír hennar gleymdist. Á okkar tímum þegar jafnréttiskrafa kall- ar á jafnan rétt karla og kvenna í kvikmyndagerð fagna menn þegar hlutur kvenna í kvikmyndasögunni styrkist, svo rýr sem hann hefur verið í ríflega aldarlangri sögu listgreinarinnar. - pbb Horfin verk fundin KVIKMYNDIR Lois Weber leikstjóri 1882- 1939.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.