Fréttablaðið - 10.06.2010, Síða 59

Fréttablaðið - 10.06.2010, Síða 59
FIMMTUDAGUR 10. júní 2010 43 Hugh Grant þykir augljóslega leið- inlegt að sitja einn að drykkju því hann bauð stúdentum frá Oxford, sem sátu inni á sama bar og hann, upp á drykk. Leikarinn breski var viðstaddur sérstakan kvöldverð honum til heiðurs á vegum Oxford- skólans en þar stundaði hann nám á áttunda áratugnum. Grant var síðan boðið upp á drykk eftir kvöldverð með yfirstjórn skólans en að sögn eins nemandans leiddist honum óskaplega. „Hann kom þá á barinn til okkar og bauð okkur upp á bjór,“ sagði nemandinn. Þrátt fyrir að flestir nemendurn- ir gætu verið synir eða dætur leik- arans hefur aldurinn aldrei þvælst mikið fyrir honum. Hann upplýsti nýlega að hann stundaði Pilates- æfingar með ákaflega „aðlaðandi og ungri konu“ svo vitnað sé beint í hans orð. Grant á barnum FLOTTUR Á ÞVÍ Hugh Grant bauð nem- endum Oxford skólans uppá drykk. Raunveruleikastjarnan Kim Kar- dashian, sem sumir vilja kalla hina nýju Paris Hilton, segist ekki ætla að hætta að borða uppáhaldið sitt, súkkulaði. Kim náði nýverið nokkrum kílóum af sér með því að stunda líkams- rækt af miklum móð en hún seg- ist ekki ætla að láta súkkulaðið í friði. „Þetta þýðir einfaldlega að ég verð að æfa meira í rækt- inni,“ segir Kardashian. „Þetta er nefnilega málið; þú getur borð- að það sem þú vilt ef þú ert bara nógu dugleg að stunda æfingar,“ bætir Kardashian við og upplýsir að hún hafi sig alltaf sérstak- lega til fyrir líkams- ræktina. „Þér verð- ur að líða vel í þeim fötum sem þú klæðist.“ Elskar súkkulaði EKKERT SÚKKU- LAÐIBANN Kim Kardashian ætlar ekki að hætta að borða súkkulaði. Liam Neeson kennir leik sínum í hasarmyndinni A-Team um að hann sé byrjaður aftur að reykja. Neeson hefur ekki snert tóbak í sextán ár en persónan sem hann leikur í kvikmyndinni er ákaf- lega hrifin af stórum vindlum. Í fyrstu voru notaðir gervivindl- ar enda harðneitaði Neeson að reykja alvöruvindla. „Ég er fíkill,“ á Neeson að hafa sagt við leikmunadeildina þegar starfsmennirnir reyndu að troða upp í hann alvöruvindli. Áður en yfir lauk hafði Neeson hins vegar fundið alvöruvindla og þá varð ekki aftur snúið. „En ef við gerum framhaldsmynd þá mun ég nota gúmmívindla.“ Byrjaður að reykja aftur FALLINN Neeson féll á reykingabindind- inu við tökur á A-Team. Yfir þrjátíu blaðamenn fylgja He Guoqiang, flokksritara í stjórn- málanefnd miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins, eftir en hann fer fyrir sendinefnd sem stödd er hér á landi. Í henni eru fulltrúar frá Seðlabanka Íslands, Útflutnings- og innflutningsbanka Kína og kín- verskum orkufyrirtækjum. He Guoqiang og hans menn snæddu hádegisverð með Ólafi Ragnari Grímssyni í gær á Bessa- stöðum en mikil öryggisgæsla er í kringum heimsóknina. Mörgum vegfarendum brá hreinlega í brún þegar bílalestin með sendinefndinni keyrði sem leið lá út á Álftanes með blikkandi ljós í lögreglufylgd. - fgg Kínverjar í stól forsetans GLAÐUR Þessi ágæti blaðamaður tók sig vel út í skrifborðsstól forsetans og virtist una nokkuð glaður við sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.