Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.06.2010, Blaðsíða 32
6 • GLAMÚRFYRIRSÆTA M STERKAR SKOÐANIR Silíkonbrjóst, nærfatamyndatökur, fegurðarsamkeppnir og femínismi. Bryndís Gyða Grímsdóttir, 19 ára fyrirsæta með meiru, er með skoðanir á þessu öllu og hefur vakið eftirtekt fyrir hispurslaus skrif sín sem Pressupenni á Pressan.is. Þar deilir hún sinni reynslu af silíkonaðgerð, sem hún mælir hiklaust með, og umdeildu atviki sem hún lenti í í fegurðarsamkeppni í Þýskalandi. Pistlarnir eru allt frá stefnu- mótaráðleggingum til mataruppskrifta og því greinilegt að Bryndísi er margt til lista lagt. Bryndís Gyða er uppalin á Höfn í Hornafirði en er að eigin sögn of mikið borgarbarn fyrir sveitina. Elst af þremur systkinum og á foreldra sem vilja helst hafa hana í bómull. Þrátt fyrir ungan aldur stefnir Bryndís hátt og er staðráðin í að láta alla sína drauma rætast, og þeir eru fleiri en einn. „Ég er týpískur tvíburi (stjörnumerkið) og verð alltaf að hafa eitthvað í pípunum. Ég er alltaf að gera eitthvað nýtt og skipta um umhverfi,“ segir Bryndís og er meðal annars að fara í einkaþjálfaraskólann í haust. Útlit, tíska og heilsa eiga hug hennar allan en einna helst vill hún starfa í fjölmiðlum og sinna tónlistinni sinni en hún hefur mjög gaman af því að syngja. Og leika. „Ég stefni á að fara á fullt í að leika og syngja á næstunni. Ég er búin að finna pródúser sem vill vinna með mér og við sjáum hvað kemur út úr því.“ Bryndís segist einnig gjarna vilja prófa að vinna í sjónvarpi. „Ég mundi alveg vilja vera með minn eigin þátt um tísku og alls konar sniðugt fólk. Ég er með fullt af hugmyndum um hvernig þátt ég vil gera og er til dæmis með eitt spennandi verkefni í bígerð sem fer vonandi af stað í haust.“ Bryndís hóf nám við Fjölbrautaskólann í Ármúla þegar hún flutti til Reykjavík- ur en hætti á síðasta ári til að fara út að keppa í fegurðarsamkeppnum. „Ég tel að það sem ég vil gera í framtíðinni sé meira tengt listum og ætla að bíða aðeins með stúdentsprófið.“ Þegar hún er ekki að sinna fyrirsætu- störfum eða skrifa pistla á netið vinnur Bryndís á heimili fyrir langveika. Hún eyðir því hversdeginum milli mjög ólíkra heima og segir það að vinna með veiku fólki haldi sér á jörðinni. Femínismi og silíkon Bryndís sóttist sjálf eftir því að verða pressu- penni og telur sig hafa margt fram að færa við unga jafnt sem aldna. „Ég þarf ekki að hafa mikið fyrir því að skrifa og hef skoðanir á öllu.“ Innihald pistlanna hennar er mjög fjölbreytt. Hún ráðleggur fólki um allt milli himins og jarðar á milli þess sem hún viðrar sínar eigin skoðanir á málefnum líðandi stundar. „Ég hef alltaf haft sterkar skoðanir á öllu og er ekki hrædd við að segja hvað mér finnst. Stundum þarf ég að halda aftur af mér þegar ég er að skrifa og passa mig. Maður getur nú ekki sagt allt sem maður vill.“ Innihald pistlanna er allt frá tísku að pólitík. „Ég hef miklar skoðanir á pólitík og finnst margt rangt í gangi í íslenskum stjórnmálum. Til dæmis finnst mér Sóley Tómasdóttir varpa skugga á flokkinn sem hún er í og á femínisma yfirhöfuð. Það hata sko ekki allir femínistar karla. Það er leiðin- legt þegar gott málefni eins og femínismi er eyðilagt af svona fólki,“ segir Bryndís og bætir við að hún vilji efla kvenréttindi en að það eigi líka að vera í lagi að raka sig undir höndunum og setja á sig maskara. „Er ég femínisti? Ég veit það ekki, jú jú, eru ekki allar konur femínistar?“ Bryndís skrifaði færslu um hennar eigin reynslu af silíkon brjóstastækkun sem hún fór í 18 ára gömul. Mamma hennar og pabbi voru á móti aðgerðinni en strax fjórum dögum eftir 18 ára afmælisdaginn bókaði Bryndís tíma í brjóstastækkun. „Ég ákvað að skrifa pistil um þetta til að fá fólk til að skilja mína ákvörðun og sjá kannski aðra hlið á svona aðgerðum. Ég var mjög feimin að klæða mig úr bikinítoppnum í sundi og þetta var farið að há mér. Ég gerði þetta bara fyrir mig og engan annan,“ segir Bryndís og meinar að silíkonaðgerðin hafi breytt miklu fyrir hana og sjálfsöryggið. Bryndís ráðleggur fólki hvernig best er að mála sig, gera á sér hárið og halda sér í formi í færslunum sínum. „Ég er bara sjálflærð í þessu en stefni á nám í förðun bráðlega. Ég hef alveg svakalega mikinn áhuga á öllu sem tengist útliti og er mjög oft beðin um að farða og ráðleggja fólki í kringum mig varðandi útlit. Ég hef fengið mikið hrós fyrir það.“ Einnig sest hún í stól sambandsráðgjafa og ráðleggur fólki um samskipti kynjanna. „Ég tek bara vandamál sem vinir mínir og ég sjálf erum að eiga við og reyni að leysa þau í pistlunum mínum. Til dæmis skrifaði ég fyrir nokkru um hvernig stelpur eiga ekki að haga sér við stráka. Strákar vilja elta og stelpur eiga ekki að vera of ákafar.“ Eftir að Bryndís byrjaði að skrifa á netið hefur pósthólfið hennar fyllst af bréfum og spurningum varðandi allt milli himins og jarðar. Hún segist svara öllum þeim póstum sem hún fái og vonar að sem flestir geti notið góðs af. Með bein í nefinu Bryndís viðurkennir að hún er glamúrfyrir- sæta og veigrar sér ekki við að sitja fyrir á nærfötum. „Ég hef ekkert á móti því að koma fram á nærfötum og sé engan mun á því og vera í bikiní í sundi. Þetta hylur alveg jafn mikið. Ég skil ekki alveg af hverju fólk er á móti nærfatafyrirsætum en fer svo í sund. Það er alveg það sama fyrir mér.“ Þó svo að Bryndís hafi ekki tekið þátt í fegurðarsamkeppni Íslands hefur hún tekið þátt í tveimur fegurðarsamkeppnum á erlendri grundu. „Mér var boðin þátttaka í Ungfrú Ísland en ég hafði einfaldlega ekki tíma og ég veit ekki hvort ég mun gera það í framtíðinni.“ Henni bauðst þátttaka í Miss Civilization of the World í Tyrklandi og Top Model of the World í Þýskalandi í gegnum umboðsmann í Stokkhólmi. „Hann hafði séð myndir af mér á netinu og hafði samband. Ég hef mikinn áhuga á að ferðast og leit á þetta sem tækifæri fyrir mig að sjá heiminn.“ Bryndís segir að stelpur verði samt að passa sig og maður verði að athuga allt vel áður en haldið er út á vit ævintýranna. „Það eru margir svindlarar í þessum bransa.“ Bryndís varð einmitt vitni að dökku hliðinni á þessum keppnum í Þýskalandi en einn af dómurunum í fegurðarsamkeppninni lofaði henni úrslitasæti í skiptum fyrir að hún kæmi með honum upp á herbergi. Bryndís afþakkaði pent og var ekki skemmt yfir upplifuninni. „Ég held að ég sé ekki þessi fegurðarsamkeppnistýpa. Ég nenni ekki að brosa bara og vera sæt eins og margar af þessum stelpum. Ég var ein af fáum sem þorðu að segja eitthvað og kvarta við aðstandendur keppnanna ef mér mislíkaði eitthvað,“ segir Bryndís og viðurkennir að hún sé með bein í nefinu og láti ekki vaða yfir sig. Hún vill þó ekki loka á frekari þátttöku innan fegurðargeirans en er núna með nóg í gangi. Til dæmis spennandi verkefni í Dúbaí sem hún er að íhuga. „Dúbaí er náttúrulega land sem er sko eins og Ísland í góðærinu sinnum 100. Þar er allt að gerast núna og ég fengið mörg tilboð þaðan, til dæmis að gera æfingamyndband, tónlistarmyndband og fyrirsætustörf. Ég er núna búin að taka þátt í tveimur keppnum á þessu ári og það er frekar mikið, en það er aldrei að vita hvað gerist ef gott tækifæri býðst.“ „ÉG HEF EKKERT Á MÓTI ÞVÍ AÐ KOMA FRAM Á NÆRFÖTUM OG SÉ ENGAN MUN Á ÞVÍ AÐ VERA Í BIKÍNI Í SUNDI. ÞETTA HYLUR ALVEG JAFN MIKIÐ. ÉG SKIL EKKI ALVEG AFHVERJU FÓLK ER Á MÓTI NÆRFATAFYRIRSÆTUM EN FER SVO Í SUND. ÞAÐ ER ALVEG ÞAÐ SAMA FYRIR MÉR.“ HVAÐ ÞURFA STRÁKAR AÐ GERA TIL AÐ NÆLA SÉR Í DRAUMADÍSINA? Komdu fram við stelpuna þína eins og prinsessu. Láttu hana vita það að þú sért hrifinn af henni og bjóddu henni að gera eitthvað öðruvísi en það vanalega. Kynntu hana fyrir nýjum hlutum og hugs- aðu út fyrir kassann. Til dæmis fara í göngutúr, gefa öndunum brauð eða fara í river raft- ing. Stelpur elska stráka sem þær geta lært eitthvað nýtt af. Það er mjög gefandi og gaman að vera með svoleiðis strákum. ÓFEIMIN Bryndís Gyð engan mun á því að si bikiní og nærfötum, e fatnaðurinn það sama ORÐ: Álfrún Pálsdóttir MYNDIR: Stefán Karlsson FÖT: Spúútnik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.