Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.06.2010, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 25.06.2010, Qupperneq 39
25. júní föstudagur 5 ÐINU frá karlkynsáhorfendum. „Strák- arnir í bandinu fengu alveg rosa- lega athygli frá frönsku karlmönn- unum sem virtust ekki einu sinni sjá okkur stelpurnar. Við skild- um ekki alveg af hverju, hugsuð- um hvort það hafði eitthvað með skemmtistaðinn að gera en urðum auðvitað frekar sárar. Við spiluð- um einnig í Hollandi fyrir rúmu ári og eftir tónleikana spilaði bar- eigandinn lag sem hann tileink- aði okkur með textanum „Give us our money back“. Þar sem tón- leikarnir höfðu ekki verið eins vel sóttir og við vonuðumst til, þá hélt ég í fyrstu að hann væri að gefa í skyn að við ættum að greiða honum til baka peninginn sem við fengum greiddan fyrir að spila og var orðin svolítið stressuð, en svo komumst við að því seinna um kvöldið að þetta var bara mjög djúpur brandari hjá honum um Icesave-málið.“ ÍSLENSKAN VINSÆL Allir textar hljómsveitarinnar eru á íslensku og segir Hildur Krist- ín það athyglisvert hvað það hafi hjálpað hljómsveitinni mikið við að koma sér á framfæri. „Starfs- menn 12 Tóna segja að það hafi verið mjög auðvelt að selja fyrri diskinn okkar því þangað koma svo margir erlendir ferðamenn í leit að íslenskri tónlist með ís- lenskum texta. Það eru ekkert sér- staklega mörg bönd sem syngja á íslensku í dag þannig að þetta gefur okkur ákveðið forskot. Ég hef sjálf aldrei orðið vör við að það sé erfiðara að selja tónlist sína þó maður syngi á íslensku eins og margir vilja meina.“ GAMAN Á SVIÐI Rökkurró lék í gærkvöldi á Jóns- vöku og segir Hildur Kristín að henni þyki alltaf jafn gaman að spila á tónlistarhátíðum. „Við höfum tvisvar spilað á Airwa- ves og einnig á Innipúkanum og á Réttum. Mér finnst myndast alveg sérstök stemning á svona tónlistarhátíðum og það er voða- lega gaman að fá að taka þátt í því þó það sé auðvitað líka gaman að spila á minni tónleikum.“ Ný hljómplata er væntanleg frá Rökkurró innan skamms og hefur hún hlotið heitið Í annan heim. Hildur Kristín segist afskap- lega ánægð með plötuna og ótt- ast ekki slæma gagnrýni tónlistar- spekúlanta landsins. „Við erum öll svo rosalega stolt af þessari plötu og ánægð með útkomuna að ég held það muni ekki skipta okkur neinu máli hvort við fáum góða eða slæma dóma. Þessi plata er svolítið þyngri og tormeltari en sú fyrsta og við lögðum miklu meiri vinnu í alla hljóðvinnslu núna þannig að það er mikill munur á nýju plötunni og þeirri fyrri.“ Í framtíðinni segir Hildur Krist- ín það vera draum sinn að geta lifað á tónlistinni enda viti hún fátt skemmtilegra en að standa á sviði og syngja. „Er það ekki draumur allra tónlistarmanna að geta lifað á listinni? Ég veit í það minnsta ekkert skemmtilegra en þetta og það væri gaman að vinna bara við tónlistina. En svo veit maður ekki, kannski er þetta eitthvað sem er erfitt að vinna við til lengdar.“ The Black Cream frá The Make up Store er, eins og nafnið gefur til kynna, svart á litinn. Það stafar af blöndu af steinefnum sem krem- ið inniheldur og er ætlað að styrkja og örva endurnýjun húðfrumna og vernda húðina. Það er blandað með DermoLift Complex, blöndu af agae-prótínum sem styrkja húðina og gefa húðinni langvarandi þétt- leika. Svarta kremið Flestir tengja Puma við íþróttavörur, en framleiðand- inn gerir hins vegar líka heilmikið af fínum og ferskum snyrtivörum. Það nýjasta eru ilmvötn fyrir karla og konur sem bera nafnið Animagical. Ilmurinn er innblásinn frá Afríku og bera glösin þess vott, eru með dýramunstri í glaðlegum litum. Dömuilmurinn er ferskur, nýtískulegur með keimi af blómum, ávöxtum og viði. Herrailm- urinn er hins vegar seiðandi, kraftmikill og glettinn, alveg eins og allir fyrirmyndarkarlar. Dýrslegir ilmir frá Puma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.