Fréttablaðið - 30.06.2010, Page 21

Fréttablaðið - 30.06.2010, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 30. júní 2010 3 Fatahönnuðurinn Thom Browne hélt á dögunum sýningu á vor- og sumarlínu karla 2011 í París og brást ekki bogalist- in frekar en endranær. Sýningin hófst með látum þegar fyrirsætur Browne þrömmuðu hver á fætur ann- arri inn í salinn í geimfara- búningum, þar til þær höfðu stillt sér upp fyrir fram- an gestina og vippuðu sér þá fimlega úr búning- unum. Kom þá í ljós að innan undir klæddust þær tvíhnepptum jökk- um, Bermúdabuxum og hnéháum sokkum. Uppátækið kom mörgum í opna skjöldu en féll þó engu síður í kramið, þar sem fatn- aðurinn þótti með eindæmum smekk- legur auk þess sem því er spáð að með línunni muni Brow- ne höfða betur til almennings en oft áður. roald@frettabladid.is. FYRIRSÆTA sýnir glæsilegan fatnað á tískusýningu sem haldin var í Súdan í síðustu viku, þeirri fyrstu í land- inu þar sem fyrirsætur af báðum kynjum koma fram. Geimfarar í jakkafötum Tískuhönnuðurinn Thom Browne tjaldaði öllu til þegar hann sýndi vor- og sumarlínu karla 2011 í París, þar sem geimbúningar, tvíhnepptir jakkar og Bermúdabuxur eru á meðal þess sem kom við sögu. Fyrirsæturnar byrjuðu á því að þramma inn í geimbún- ingum og stilla sér upp fyrir framan sýningargesti. NORDICPHOTOS/AFP Innan undir geim- búningnum klædd- ust fyrirsæturnar tvíhnepptum jökk- um, Bermúdabux- um og hnéháum sokkum. Grátt og beislitað var áber- andi á sýningunni en inn á milli mátti sjá glaðlegri liti. ÚTSALA ÚTSALA Basler • Skipholti 29b • S. 551 0770 Gæðafatnaður frá Þýskalandi. Stærðir 36-48 Brown hélt geim- vísindaþemanu í gegnum sýning- una, eins og mátti meðal annars sjá á sérkennilegri förðun og strípum. Konur fóru fyrst að klæðast hönskum til skrauts á 9. öld. Til voru klæðskerar sem sér- hæfðu sig í gerð hanska og til voru margar gerðir af hönskum úr dýrindis efnum sem þóttu konungleg gjöf. Tíska aldanna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.