Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 30. júní 2010 HANNAÐIR TIL AÐ: GRENNA STYRKJA VÖÐVA BÆTA LÍKAMSSTÖÐU Áður en þú ferð sokkalaus út í sandölum er um að gera að hressa aðeins upp á lúna fæturna sem hafa verið innilokaðir í súrum sokkum í vetur. Splæstu á þig fót- snyrtingu eða útbúðu nota legt fótabað heima með ilmandi sítr- ónu og myntu í heitu vatni. Nuddaðu fæturna síðan upp úr endurnær- andi skrúbbi en hægt er að blanda það heima til dæmis úr grófu salti, ólífuolíu og piparmyntuolíu. Nuddaðu síðan siggið burt með grófum steini eða bursta. Klipptu tánegl- urnar þvert og rúnaðu aðeins með þjöl og ýttu naglaböndunum niður með pinna. Berðu gott krem á fæturna og endaðu svo á því að lakka táneglurnar með falleg- um lit. Rautt klikkar aldrei. Þá er hægt að smeygja sér í sumarlega sandalana. heida@frettabladid.is Flaggaðu fögrum tám Sumarið er tíminn til að spígspora um í opnum skóm og þá sjaldan að hitinn fer upp fyrir tíu gráður á landinu skal nýta tækifærið. Úrvalið af fallegum sandölum er líka frábært í verslunum núna. Lakkaðu neglurnar í fallegum lit. Rautt klikkar aldrei. Endurnærandi skrúbb úr grófu salti, ólífuolíu og ilmkjarnaolíu með myntu. Ilmandi heitt fótabað með sítrónu og myntu. Það er um að gera að fara í fótsnyrtingu áður en farið er í fallega sandala í góða veðrinu. N O R D IC PH O TO S/G ETTY Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.