Fréttablaðið - 03.07.2010, Síða 2
2 3. júlí 2010 LAUGARDAGUR
Jóhannes, hefurðu marga
fjöruna sopið?
„Já og margt á fjörur mínar rekið á
undanförnum tuttugu árum.“
Jóhannes Viðar Bjarnason er vert á
Fjörukránni í Hafnarfirði, sem er tuttugu
ára um þessar mundir.
TOLLGÆSLA Fjórir Rúmenar, tveir
karlar og tvær konur, voru látin
greiða rúmlega 50 þúsund krónur
í sekt eftir að þau höfðu verið grip-
in með um 26 kíló af smygluðum
skartgripum í fyrradag. Tollgæsl-
an á Seyðisfirði hafði afskipti af
fjórmenningunum sem komu með
Norrænu til landsins frá Dan-
mörku. Góssið hafði verið vand-
lega falið í frambrettum tíu ára
gamallar Benz-bifreiðar, að sögn
Árna Elíssonar, yfirmanns toll-
gæslunnar á Seyðisfirði.
Hann sagði að þar hefði einkum
verið að finna hringa og hálsmen,
sem virtust vera óekta glingur.
Smyglvarningurinn var gerður
upptækur.
„Fólkið hefur líklega ætlað að
koma þessu í verð hér,“ sagði Árni.
„Þegar lyktir málsins urðu þessar
hafði það hins vegar enga löngun
til að dvelja hér lengur og keypti
sér farmiða með Norrænu úr landi
með það sama. Það verður þó að
bíða hér í viku áður en það kemst
burt með næstu ferð.“
Árni sagði að vissulega væri
sektin sem fólkið hefði fengið ekki
há. En höfuðrefsingin hefði í raun
verið að missa vöruna.
„Það er í raun og veru það sem
kippir fótunum undan fólki,“ sagði
hann.“ Svo endar þetta náttúru-
lega á uppboði og ríkið fær vænt-
anlega einhverja peninga að auki
þar. Síðast en ekki síst fer þetta
ekki á almennan markað þar sem
menn eru í lögmætum viðskiptum.
Venjan hjá þessu fólki er að reyna
að telja viðskiptavinum trú um að
þetta séu verðmætir skartgripir
og reyna að selja þá á sem hæstu
verði.“ jss@frettabladid.is
SMYGLVARNINGURINN Vel hafði verið búið um glingrið, eins og myndin sýnir, áður en það var kirfilega falið í frambrettum
bílsins.
Gripin með 26 kíló
af smygluðu glingri
Fjórir Rúmenar voru gripnir á Seyðisfirði með 26 kíló af smygluðum skartgrip-
um. Þeim hafði verið komið fyrir í frambrettum gamallar Benz-bifreiðar. Að
sögn yfirmanns tollgæslunnar á Seyðisfirði átti líklega að selja gripina hér.
MEXÍKÓ Forsprakki eiturlyfjahrings í Mexíkó hefur lýst
því verki á hendur sér að fyrirskipa morð á bandarísk-
um ræðismanni, Lesley Enriquez, og eiginmanni henn-
ar sökum þess að hún hafi veitt andstæðingum hans
vegabréf í landamæraborginni Ciudad Juarez.
Maðurinn heitir Jesus Ernesto Chavez og var hand-
tekinn í síðustu viku. Er hann leiðtogi hóps leynimorð-
ingja sem vinna fyrir gengi, samkvæmt fíkniefnadeild
lögreglunnar í landinu.
Lögreglan staðfestir orð Chavez um að hafa fyrir-
skipað morðið á Enriquez og eiginmanni hennar, sem
framið var 13. mars. Enriquez var gengin fjóra mán-
uði með barn þeirra hjóna, en þau voru bæði skotin til
bana í bifreið sinni á leið heim úr afmælisveislu. Sjö
mánaða gömul dóttir þeirra fannst grátandi í aftur-
sætinu í kjölfarið.
Jorge Alberto Salcido, eiginmaður annars banda-
rísks ræðismanns, var einnig skotinn til bana í bíl
sínum eftir að hann yfirgaf sömu afmælisveislu.
Átök samtaka Chavez við aðra fíkniefnahringi í
borginni hafa gert Ciudad Juarez að einni hættuleg-
ustu borg í heimi. Rúmlega 2.600 manns voru myrtir á
síðasta ári, en íbúar borgarinnar eru 1,3 milljónir. - sv
Bandarískur ræðismaður, ófrísk af sínu öðru barni, myrtur í bíl sínum í Mexíkó:
Myrt ásamt manni sínum á
leið heim úr afmælisveislu
Í JÁRNUM Chavez sést hér í miðið ásamt félögum í glæpa-
gengi, en þeir voru handteknir nýverið. NORDIPHOTOS/AFP
ICESAVE „Það hefur gengið mjög
erfiðlega að koma þessum við-
ræðum aftur í gang eftir þjóðarat-
kvæðagreiðsluna í mars. En það er
jákvætt að menn eru nú tilbúnir til
að fara í þessa vinnu aftur,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra.
Samninganefnd íslenskra stjórn-
valda fundaði hér á fimmtudag og
í gær með fulltrúum breskra og
hollenskra stjórnvalda um lyktir
Icesave-málsins. Síðast var fund-
að um málið 5. mars. Daginn eftir
felldi meirihluti kjósenda Icesave-
lögin frá því í desember í fyrra í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefnt var
að því að halda viðræðum áfram
eftir atkvæðagreiðsluna en af því
varð ekki.
Fyrir samninganefndinni fór
bandaríski lögfræðingurinn Lee
Buchheit auk ráðuneytisstjóranna
Guðmundar Árnasonar og Einars
Gunnarssonar og lögfræðinganna
Jóhannesar Karls Sveinssonar og
Lárusar Blöndal. Þeim til ráðgjaf-
ar eru sérfræðingar ráðgjafarfyr-
irtækisins Hawkpoint og lögfræði-
stofunnar Ashurst.
„Þetta var upplýsingafundur þar
sem farið var yfir stöðuna og frek-
ari viðræður undirbúnar. Menn
eru sestir við borðið aftur og til-
búnir til að vinna í málinu,“ segir
Steingrímur sem reiknar með að
næsti fundur verði boðaður eftir
sumarfrí í ágúst. - jab
Fundað í fyrsta sinn um Icesave-málið eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í mars:
Erfitt að fá menn að borðinu
STEINGRÍMUR J. Menn eru nú tilbúnir
að vinna í málinu á ný segir ráðherra.
HEILBRIGÐISMÁL Notendum sýkla-
lyfja á Íslandi fækkaði um níu pró-
sent á árinu 2009. Landlæknisemb-
ættið segir hugsanlegar skýringar
á þessu vera hátt verðlag, kostnað-
arþátttöku Sjúkratrygginga Íslands
og fækkun landsmanna. Þá hafi
læknar verið hvattir til að forð-
ast notkun ákveðinna sýklalyfja. Í
heild urðu afar litlar breytingar á
fjölda lyfjaávísana frá árinu 2008
þótt töluverðar sveiflur hafi orðið
innan einstakra lyfjaflokka. Þannig
jókst fjöldi notenda blóðlyfja um
ellefu prósent. Þá er vitnað til
skýrslu OECD sem sýnir að notkun
þunglyndislyfja er mest á Íslandi
af öllum OECD-ríkjunum. Notkun-
in hefur verið jöfn síðustu ár. - gar
Breytingar í ávísun lyfja:
Færri eru nú á
sýklalyfjum
ATVINNA Reykjavíkurborg mun
veita 37,5 milljóna króna auka-
fjárveitingu til atvinnuskapandi
verkefna fyrir unglinga á aldr-
inum 17 til 18 ára í sumar. Var
þetta samþykkt á borgarráðs-
fundi í gær. Gera fjárveitingarn-
ar það mögulegt að ráða 135 ung-
menni til tímabundinna starfa í
borginni í júlí og ágúst.
Tillaga Vinstri grænna um að
veita Hinu húsinu 2,5 milljón-
ir króna til ráðningar ungmenna
með fötlun til sumarstarfa var
einnig samþykkt. - sv
Fjárveiting samþykkt í gær:
Skapa 135 störf
fyrir ungmenni
EVRÓPUMÁL Árni Þór Sigurðsson,
þingmaður Vinstri grænna og
formaður utanríkismálanefndar,
telur að það væru
mistök að draga
umsókn Íslands
að Evrópusam-
bandinu til baka.
Þetta segir hann
í grein í Frétta-
blaðinu í dag.
Árni Þór segir
Vinstri græn eiga
að vera óhrædd
við að afla stefnu sinni í málinu
fylgis. Nauðsynlegt sé hins vegar
að ræða málið opinskátt og þess
vegna væri óráð að draga umsókn-
ina til baka. „Það myndi að ég tel
setja lok á frekari þjóðarumræðu
um kosti og galla aðildar og koma
í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörð-
un á grundvelli upplýstrar umræðu
og málefnalegra röksemda.“ Ekki
sé heldur trúverðugt að draga
umsóknina til baka á grundvelli
skoðanakannana. - bs / sjá síðu 12.
Árni Þór Sigurðsson um ESB:
Mistök að draga
umsókn til baka
LÖGREGLA Umferð var í þyngri
kantinum í austur og vestur út úr
borginni síðdegis í gær og fram
undir kvöld, samkvæmt upplýs-
ingum frá umferðadeild lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta var í samræmi við áætlan-
ir lögreglunnar en í gær hófst ein
af helstu ferðahelgum sumarsins.
Lögregluyfirvöld og Landhelg-
isgæslan hafa samræmt aðgerðir
um helgina en þyrla Landhelgis-
gæslunnar flaug yfir þjóðvegum
með lögreglumann innan borðs í
gær og sinnti vegaeftirliti. Hún
mun sömuleiðis gera það eftir
klukkan fjögur á morgun en þá er
búist við þungri umferð aftur inn í
borgina. - jab
Þung umferð út úr bænum:
Þyrla nýtt við
vegaeftirlit
ÁRNI ÞÓR
SIGURÐSSON
SPURNING DAGSINS
STANGVEIÐI Úrhellisrigning í Borg-
arfirði í fyrrdag varð til þess að
vatnsmagn í Norðurá sexfaldaðist
að því er segir á vef Stangveiðifé-
lags Reykjavíkur. Leita þurfi aftur
til ársins 2005 til að finna viðlíka
rigningu í júlí. Eins og stendur sé
áin mjög lituð og vart veiðandi en
framhaldið lofi góðu. „Áður en lit-
urinn brast á fóru á milli 60 og 70
laxar um teljarann en búast má við
sprengingu er vatnsskyggni lagast
og sá haugur af laxi sem safnast
hefur neðan Glanna gengur foss-
inn. Þetta eru stórkostleg tíðindi
og vatn á myllu veiðimanna.“ - gar
Rigning sögð himnasending:
Vatn sexfaldast
í Norðurá
Allar hálendisleiðir opnar
Frá og með deginum í gær eru allar
leiðir á hálendinu opnar fyrir umferð.
Góð færð er um allt land en fyrsta
helgin í júlí hefur yfirleitt verið ein
stærsta ferðahelgi ársins.
SAMGÖNGUR