Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.07.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 03.07.2010, Qupperneq 6
6 3. júlí 2010 LAUGARDAGUR EFNAHAGSMÁL Verði niðurstaða Hæstaréttar sú að miða við samn- ingsvexti á öllum gengistryggðum lánum getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið, tafið fyrir afnámi gjaldeyrishafta, jafnvel verði að hækka skatta. „Því lægri sem vextirnir verða þeim mun meira verður áfall- ið á bankana og ríkissjóð,“ segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hér á landi, í samtali við Frétta- blaðið. Hann segir tilmælin sem Seðlabankinn og Fjármáleftirlitið lögðu fram í vikunni jákvæð eftir þá óvissu sem skapaðist í kjölfar dóms Hæstaréttar fyrir hálfum mánuði. Hann segir mikilvægt að eyða óvissunni sem fyrst. Franek segir áhyggjuefni að á meðan óvíst sé við hvað eigi að miða í stað gengistryggingar sé útlit fyrir að endurskipulagn- ing skulda heimila og fyrirtækja landsins tefjist meir en orðið er. Það sama eigi við um afnám gjald- eyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á vaxta- ákvörðunarfundi Seðlabankans í síðustu viku fyrstu skref í afnámi haftanna geta hafist í haust, eigi síðar en í október. Franek vill ekki dagsetja afnám hafta, en segir: „Þetta er skólabókardæmi. Gjald- eyrishöftum er ekki aflétt þegar óvissa ríkir í efnahagsmálum.“ Franek leggur áherslu á að Hæstiréttur skeri eins fljótt og auðið sé úr um hvað taki við af gengistryggðum lánum og hvern- ig þau beri að skilgreina. Verði niðurstaðan sú að samningsvext- ir standi og að skilgreining á ólög- mæti gengistryggðra lána nái til bíla-, íbúða- og neyslulána auk fyrirtækjaskulda muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efna- hagslífið. „Bankarnir geta tekið eitthvað á sig. En þeir munu aldrei ráða við þetta allt,“ segir Franek og bætir við að þótt kröfuhafar muni leggja eitthvað af mörkum til að bæta hag bankanna muni megnið af nýju hlutafé koma frá ríkissjóði. Það verði kostnaðarsamt, ekki síst þegar við bætist að ríkissjóður ábyrgist nú þegar allar innistæð- ur í bankakerfinu. „Þetta gæti leitt til hærri skatta og sársauka- fullra aðgerða til að grynnka á skuldum hins opinbera. Við það mun hægja á efnahagsbatanum,“ segir Franek Rozwadowski. jonab@frettabladid.is DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær karlmann til að greiða áttatíu þúsund krónur í sekt fyrir að hafa greitt fimmtán þús- und krónur fyrir vændi. Þá var annar karlmaður dæmd- ur til að greiða fjörutíu þúsund krónur fyrir tilraun til að vændis- kaupa. Hulda Elsa Björgvinsdótt- ir saksóknari sagði við Vísi.is að verið væri að fara yfir það hvort dómunum yrði áfrýjað því til þess þarf sérstakt áfrýjunarleyfi frá Hæstarétti vegna þess hve sekt- arupphæðirnar eru lágar í báðum málunum. Alls voru ellefu manns ákærðir vegna viðskipta sinna við Catalinu Mikue Ncogo og vændiskonur á hennar vegum á síðasta ári. Menn- irnir keyptu vændi fyrir allt upp í tuttugu þúsund krónur. Þetta eru fyrstu dómarnir sem falla í mál- inu, svokölluð útivistarmál þar sem ákærðu mættu ekki við fyrirtöku. Málin voru því dæmd að þeim fjar- stöddum. Von er á dómum úr hinum níu málunum í haust. Upphaflega voru sautján vændis- kaupamál rannsökuð en sex af þeim voru felld niður þar sem þau þóttu ekki líkleg til sakfellingar. - jss ÞINGFEST Öll vændiskaupamálin hafa verið þingfest. Dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vændiskaup og tilraun til vændiskaupa: Tveir dæmdir í sekt fyrir vændiskaup LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vest- mannaeyjum fann marijúana, hass og fjármuni í íbúð í fjölbýlishúsi í bænum í fyrrakvöld. Lögreglan gerði húsleit í íbúð- inni. Við hana fundust um 55 grömm af marijúana og nokkur grömm af hassi. Einnig fundust um 170 þúsund krónur í peningum. Húsráðandi var handtekinn og færður í fangaklefa. Hann viður- kenndi að eiga efnin en sagði þau til eigin nota. Maðurinn er þrítug- ur og hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. - jss Lögregla gerði húsleit: Fann fíkniefni og fjármuni STJÓRNMÁL Hafinn er undirbún- ingur stjórnlagaþings og þjóð- fundar. Sjö manna stjórnlaga- nefnd var kjörin á Alþingi 16. júní og nú hefur forsætisnefnd þingsins skipað þriggja manna undirbúningsnefnd stjórnlaga- þings. Nefndin á að undirbúa stofnun og starfsemi stjórnlaga- þingsins ásamt undirbúningi fyrir þjóðfund. Einnig að undir- búa kynningu á starfsemi þings- ins, setja upp vefsíðu, útvega húsnæði og undirbúa ráðningu starfsmanna þingsins. Formaður undirbúningsnefndarinnar er Þorsteinn Magnússon, aðstoðar- skrifstofustjóri á Alþingi. - gar Undirbúningur á Alþingi: Ráða starfsfólk stjórnlagaþings ALÞINGI Forsætisnefnd hefur skipað undirbúningsnefnd fyrir væntanlegt stjórnlagaþing. Innifalið í verði: Flug aðra leið til Alicante með flugvallarsköttum. Flogið allt að þrisvar í viku út október. SKIPULAGSMÁL Fjölmargir íbúar í nágrenni Háskóla Íslands hafa sent skipulagsyfirvöldum í Reykjavík athugasemdir vegna breytinga á deiliskipulagi vegna Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. Meðal annars á að skipta lóð Háskólans upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdenta- garða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur. Auk þess sem athugasemdir hafa borist frá íbúum í nálægum götum gerir Max Dager, forstjóra Norræna hússins, athugasemdir við nýju skipulagsáformin. - gar Háskólinn mætir andstöðu: Íbúar gagnrýna breytt skipulag FULLTRÚAR AGS Taki samningsvextir við af gengistryggingu getur það haft alvarlegar afleiðingar, að sögn Franeks Rozwadowskis, sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann situr hér á hægri hönd Mark Flanagan, yfirmanni sendinefndar sjóðsins, FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Vaxtaóvissa dregur kreppuna á langinn Samningsvextir í stað gengistryggingar krónulána gætu komið harkalega niður á bankakerfinu. Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir mikilvægt að Hæstiréttur skeri úr um við hvað eigi að miða við útreikninga á lánunum. AGS hafði ekki haft hönd í bagga þegar Seðlabanki og Fjármálaeftirlitið ákváðu að gefa út tímabundin tilmæli um það við hvaða vexti skuli miða við útreikning á gengistryggðum lánum. „Þetta er hlutverk stofnananna. Við vissum ekki hvað þær ætluðu að gera og sáum tilmælin í fjölmiðlum eins og aðrir,“ segir Franek Rozwadowski. AGS hafði ekkert með tilmælin að gera ÍÞRÓTTIR Íslenska landsliðið í bridds vann tvo leiki og gerði eitt jafntefli á Evrópumótinu í bridds í gær. Ísland vann Portúgal og Ísrael en gerði svo jafntefli við England síðdegis. Lokaumferðin í mótinu fer fram á morgun en Íslendingar eru í fjórða sæti sem stendur. Ítalir eru efstir með 304 stig og Pólverjar koma þar næstir með 297 en þessar þjóðir eru þær einu sem enn eiga möguleika á sigri. Verði úrslit Íslendingum í hag á morgun, er möguleiki á brons- verðlaunum. Efstu sex liðin á Evrópumót- inu vinna sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Hollandi að ári og er íslenska liðið langt komið með að tryggja sér sæti á því móti. - mþl Íslenska landsliðið í bridds: Gott gengi hjá íslenska liðinu ÍSLENSKA LIÐIÐ Tveir liðsmannanna, Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson, voru hluti íslenska liðsins sem varð heims- meistari árið 1991. Fylgdist þú með tónleikunum Iceland Inspires á fimmtudag? Já 13,7% Nei 86,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Ferðaðist þú um landið um helgina? Segðu þína skoðun á visir.is Tíu pör vilja í hjúskap Tíu pör hafa óskað eftir því að fá sambönd þeirra staðfest sem hjúskap eftir að ný hjúskaparlög tóku gildi. Eru þetta níu pör kvenna og eitt par karla. RÚV greindi frá þessu í gærdag. NÝ HJÚSKAPARLÖG Actavis opnar skrifstofu Lyfjafyrirtækið Actavis ætlar að opna nýja skrifstofu í Svartfjallalandi. Með því vilja forsvarsmenn fyrirtækisins í Serbíu og Svartfjallalandi færa íbúum bestu fáanlegu lyf á markaðnum á viðráðanlegu verði. SVARTFJALLALAND KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.