Fréttablaðið - 03.07.2010, Síða 10
10 3. júlí 2010 LAUGARDAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
F
réttablaðið sagði frá því í gær að tekjur ríkisins á síðasta
ári hefðu verið 40 milljörðum króna yfir áætlun. Tekju-
skattur hefði skilað mun meiru en áætlað var vegna minni
tekjusamdráttar í samfélaginu en gert var ráð fyrir og
jafnframt hefði atvinnnuleysið ekki orðið jafnmikið og
menn óttuðust.
Það eru að sjálfsögðu góðar fréttir að rekstur okkar sameigin-
lega sjóðs gangi betur en áformað var. Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra nefnir í samtali við blaðið að aðhaldsaðgerðir í
ríkisrekstrinum hafi jafnframt tekizt vel og útgjaldamarkmiðin
haldið „og vel það“, sem þýðir að
niðurskurðurinn í ríkisrekstrin-
um gekk eftir og gott betur.
Í frétt Fréttablaðsins í gær
kom fram að blaðið hefði heim-
ildir fyrir því að horft væri til
þess við fjárlagavinnuna að hærri
tekjur síðasta árs þýddu að skera
þyrfti minna niður en menn höfðu
séð fram á. Ríkisstjórnin varpar þá sjálfsagt öndinni léttar, enda er
niðurskurður ríkisútgjalda erfitt og óvinsælt verkefni.
Samt er ástæða til að ríkisstjórnin staldri við og velti fyrir
sér næstu skrefum í ríkisfjármálunum. Til að byrja með þarf
væntanlega að ganga úr skugga um hvort tekjuaukinn er varanleg-
ur og hægt að gera ráð fyrir honum áfram. Ef niðurstaðan er sú að
skattahækkanirnar, sem hafa komið til framkvæmda, skila meiri
tekjum en áformað var, er þá ekki ráð að fresta nýjum sköttum,
sem þyngja skattbyrði fólks og fyrirtækja, fremur en að hætta við
áformaðan niðurskurð?
Staðreyndin er sú, að í tíð ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks og síðar Samfylkingarinnar voru ríkisútgjöldin þanin
út með afar óskynsamlegum hætti. Það er vissulega kaldhæðni sög-
unnar að það skuli koma í hlut fyrstu hreinræktuðu vinstristjórnar-
innar að vinda ofan af þeirri vitleysu, svona í ljósi þess að vinstri-
menn hafa yfirleitt talað fyrir útþenslu ríkisbáknsins. Verkefnið
verður engu að síður ekki umflúið.
Það er óskynsamlegt og óábyrgt að hugsa eins og fyrri ríkis-
stjórnir gerðu; að á meðan nóg kæmi í kassann þyrfti ekki að hafa
svo miklar áhyggjur af gjaldahliðinni.
Enn þarf að taka heilmikið til í gjaldahlið ríkisbúskaparins og
helzt að stilla útgjaldastigið af þannig að hægt sé að halda því án
áframhaldandi skattpíningar almennings og fyrirtækja.
Þegar eru farin að sjást merki þess að fyrirtæki með alþjóðlega
starfsemi hugsi sér til hreyfings vegna óhagstæðs skattaumhverfis,
eins og Viðskiptaráð Íslands hefur bent á. Hækkanir á tekjuskatti
einstaklinga hafa einnig letjandi áhrif á efnahagslífið og draga úr
verðmætasköpun í einkageiranum.
Bakland stjórnarflokkanna er ekki hrifið af niðurskurði ríkis-
útgjalda. Áframhaldandi skattahækkanir og minni niðurskurður
er auðvelda leiðin fyrir ríkisstjórnina, en alveg klárlega röng leið
engu að síður.
Um síðustu helgi hélt Sjálfstæðisflokkurinn landsfund sem upphaf-lega var boðað til í þeim
tilgangi einum að kjósa varafor-
mann. Ríkisstjórnarflokkarnir
héldu flokksráðs- eða flokksstjórn-
arfundi. Eftir kosningarnar á dög-
unum lýstu talsmenn allra flokk-
anna yfir því að þeir myndu taka
þau skilaboð sem úrslitin sýndu til
alvarlegrar íhugunar.
Rétt er að meta fundi flokkanna
í þessu ljósi. Báru þeir vott um að
boðuð íhugun á skilaboðunum hefði
átt sér stað? Í því samhengi vakti
sérstaka athygli að forystuflokk-
ur ríkisstjórnarinnar sendi engin
merki til kjósenda um að hann
vildi beita sér fyrir því að leysa þá
málefnakreppu sem fjötrað hefur
stjórnarsam-
starfið og við-
reisn efnahags-
lífsins.
Sá ríkisstjórn-
arflokkanna
sem ábyrgð ber
á ríkisfjármál-
unum taldi ekki
nauðsynlegt að
skýra þá óvissu
sem ríkir um
framhald ríkisfjármálaaðgerð-
anna. Hann taldi heldur ekki þörf
á að skýra fyrir kjósendum hvern-
ig málefnaleg stjórnarkreppa á að
fæða af sér hagvöxt og stöðugleika
í íslensku efnahagslífi.
Landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins var með afgerandi hætti frá-
brugðinn fundum ríkisstjórnar-
flokkanna. Þaðan komu ný og afar
skýr skilaboð um afstöðu flokksins
til þeirra samninga um mögulega
aðild Íslands að Evrópusamband-
inu sem nú standa fyrir dyrum.
Þau afmarka stöðu Sjálfstæðis-
flokksins með glöggum hætti og
varpa ljósi á framtíðarsýn hans.
Evrópumálin voru einnig helsta
málið sem framvarðarsveit VG
fjallaði um. Segja má að íhug-
un flokkanna á skilaboðum kosn-
inganna hafi að svo vöxnu snúist
um það að skýra hvernig flokks-
pólitískar línur liggja um það
mál. Það ber að virða. Hitt þarf að
skoða hvaða áhrif ný staða í þeim
efnum hefur á valdatafl stjórn-
málanna annars vegar og mögu-
leikana á efnahagslegri viðreisn
þjóðarbúsins hins vegar.
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Íhugun flokkanna
Sjálfstæðisflokkurinn er nú orðinn afturhaldssamari í Evrópumálum en VG. Það styrkir hann í samkeppninni
um óánægjukjósendur VG. Lands-
byggðarfylgi VG gæti þannig færst
yfir á Sjálfstæðisflokkinn í ein-
hverjum mæli. Á hinn bóginn reynir
trúlega ekki að marki á hvort hann
heldur þeim hluta kjósenda sinna
sem eru nær miðjunni fyrr en dreg-
ur að næstu kosningum. VG virðist
hins vegar draga fylgi frá vinstri
væng Samfylkingarinnar.
Stóru tímamótin í íslenskum
stjórnmálum frá málefnalegu sjón-
armiði eru þau að Sjálfstæðisflokk-
urinn segir sig nú frá áhrifum á
mikilvægasta tíma þeirra samn-
inga sem senn hefjast um nýtt skref
í vestrænni samvinnu landsins. Það
hefur aldrei gerst fyrr og veikir að
minnsta kosti tímabundið samnings-
stöðu Íslands.
VG ætlar að endurmeta Evrópu-
málin á haustfundi. Fari svo að þeir
geri afturköllun umsóknarinnar
að skilyrði fyrir framhaldi stjórn-
arsamstarfsins er ekki útilokað
að forsætisráðherra kyngi slíkri
niðurstöðu og stjórnin sitji áfram.
Það myndi hins vegar valda miklum
óróa í Samfylkingunni og tæra hana
upp í aðdraganda kosninga.
Hér þarf hins vegar að hafa í
huga að VG og þeir flokkar sem
fóru á undan þeim lengst til vinstri
hafa ekki gert utanríkispólitík
að fráfararatriði í stjórnarsam-
starfi síðan 1946. Þingmenn VG
greiða nú til dæmis atkvæði með
fjárframlagi Íslands til NATO.
Því er allt eins sennilegt að VG
ákveði að standa við gefin loforð í
stjórnarsáttmálanum.
Áhrifin á valdataflið
Efnahagslegu áhrifin af hinni hörðu línu Sjálf-stæðisflokksins í Evrópu-málum koma fram í því
að raunhæfir málefnakostir um
stjórnarsamstarf eru nú aðeins
tveir: Núverandi stjórn eða sam-
starf Sjálfstæðisflokks og vinstri
arms VG; hugsanlega með aðild
Heimssýnararms Framsóknar-
flokksins.
Þetta þýðir að sú málefnalega
stjórnarkreppa sem ríkt hefur á
Alþingi um skeið verður ekki leyst
að öllu óbreyttu. Hugmyndir um
breiðari samstjórn á miðju stjórn-
málanna virðast vera úr sögunni
að minnsta kosti um sinn.
Skilaboð kjósenda í sveitar-
stjórnarkosningunum voru að
vísu ekki skýr. Erfitt er hins
vegar að lesa annað úr þeim en
einlæga ósk um breiða samstöðu
á miðju stjórnmálanna í stað upp-
hrópana og innantómra persónu-
legra ásakana sem eru kjarni
stjórnmálaumræðunnar í dag.
Í þessu ljósi skýtur skökku við
að fyrsta fundalota þriggja stjórn-
málaflokka til íhugunar á skila-
boðum kosninganna skuli leiða
til þeirrar niðurstöðu að þeir
hafa fjarlægst það sem flestir
töldu vera ósk kjósenda. Pólitísk-
ur óróleiki sýnist vera síst minni
eftir þessa fundi en fyrir þá.
Alvarlegast er þó að þessi staða
hindrar eða í besta falli tefur
markvissa stefnumótun um við-
reisn þjóðarbúsins. Áframhald-
andi efnahagsleg stöðnun og
óvissa er sú framtíðarsýn sem
fundir flokkanna skilja sameigin-
lega eftir.
Ólíklegt er að þorri kjósenda
næst miðju stjórnmálanna sætti
sig við þessa lokuðu stöðu til
lengdar.
Áhrifin á framtíðina
Hvernig á að nýta óvænt
svigrúm í ríkisfjármálum?
Fresta sköttum
og skera meira
Læknamóttaka
Læknamóttaka Heilsuverndar er opin öllum
frá kl. 9-12 og kl. 14-18 alla virka daga.
Tímapantanir í síma 510 6500 eða á vefsíðum
okkar www.hv.is og www.doktor.is undir tenglinum
Læknisþjónusta.
Heilsuvernd • Holtasmára 1 • 201 Kópavogur • Sími 510 6500 • hv@hv.is