Fréttablaðið - 03.07.2010, Page 22

Fréttablaðið - 03.07.2010, Page 22
22 3. júlí 2010 LAUGARDAGUR Oftar en einu Oftar en einu sinni komu sjálfboðaliðar og aðstoðuðu heimilisfólk við að hreinsa nærumhverfi sitt. Hér eru meðlimir úr jeppaklúbbnum 4x4 að hreinsa garðinn við Seljavelli. Á neðri myndinni má sjá tíkina Nellý í garðinum, þar sem gróður hefur aðeins náð sér á strik, en eins og sjá má er enn mikil aska sem veldur heimilisfólki miklum vandræðum. Seljavellir Ásýnd Seljavalla hefur breyst talsvert á þeim mánuði sem liðinn er frá gosinu. Mikil aska liggur yfir öllu en grænt grasið hefur náð að stinga sér upp úr. Næstu misseri verða ábúendum án efa erfið, vegna öskufoks. Ásýnd svæðisins við Eyjafjallajökul hefur breyst mikið síðustu vikur og gróðurinn víða stungið sér upp. Ekki er þó allt sem sýnist. Þegar vind hreyfir fer askan af stað og niðamyrkur verður um hábjart- an dag. Það er ljóst að næstu misseri verða ábú- endum á jörðunum undir Eyjafjöllum erfið enda gríðarlegt magn af ösku sem þekur bæði láglendi og ekki síður í fjöllum fyrir ofan bæina á svæðinu. Ljósmyndari Fréttablaðsins, Pjetur Sigurðsson, heimsótti í vikunni nokkra af þeim stöðum sem myndaðir voru þegar gosið stóð sem hæst og má sjá á þeim hversu ásýnd svæðisins hefur breyst á þessum tíma. Svæði mikilla sviptinga Þjóðvegur 1 Mikið öskufall var undir Eyjafjöllunum þegar vindátt var óhagstæð og niðamyrkur var á svæðinu þegar ástandið var sem verst. FRAMHALD Á SÍÐU 24

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.