Fréttablaðið - 03.07.2010, Side 32

Fréttablaðið - 03.07.2010, Side 32
LEIÐSÖGN verður um sumarsýningar Gerðarsafns á morgun klukkan 15. Þar eru nú sýningarnar Gerður og Gurdjieff og svo Lífs- hlaup Kjarvals og fleiri úrvalsverk í einkasafni Þorvaldar og Ingibjargar. 1½ bolli hveiti ½ bolli smjör 1 bolli sykur 2 egg 1 tsk. lyftiduft 1/8 tsk. salt 2 tsk. rifinn sítrónubörkur ½ til ¾ bolli mjólk 1½ bolli bláber, helst frosin Yfir kökuna 4 msk. sítrónusafi 4 msk. sykur Þeytið smjör og sykur saman þar til það er orðið létt og ljóst og bætið eggj- unum við einu og einu í einu og þeytið vel á milli. Bætið hveiti, lyftidufti, salti og rifnum sítrónu- berki út í ásamt ½ bolla af mjólk. Bætið aðeins meiri mjólk í ef þetta virðist vera of þykkt. Blandið bláberjunum varlega við með sleif. Sett í formkökuform og bakað við 185° C í 50 til 70 mínútur. Um leið og kakan kemur úr ofninum stingið þá í hana með prjóni og hellið sítrónu og sykurblöndunni yfir. LEIÐRÉTT UPPSKRIFT FRÁ ÞVÍ Á FÖSTUDAG Sítrónuformkaka með bláberjum 10-12 SNEIÐAR „Það er gömul hefð í Bandaríkj- unum að grilla kalkún og lang- flestir sem grilla hann á útigrilli á Þakkargjörðarhátíðinni. Þessu hafa Íslendingar verið að missa af, en aðferðin er auðveld og útkoman ljúffeng, enda kalkúnn kjörinn grillmatur,“ segir Jón Magnús Jónsson, kalkúnabóndi á Reykjum, sá eini í lýðveldinu. „Kalkúnn tekur mun skemmri tíma í eldamennsku á grilli en í ofni, því grillið lokar honum betur og hitinn er þar meiri. Það eina sem þarf að passa vel upp á er að fylgjast með hvenær hann er tilbúinn með kjötmæli,“ segir Jón Magnús og staðfestir að hollara gerist kjötmeti ekki en kalkúnn. „Í kalkún eru engin aukaefni, heldur er hann hrein og fersk afurð. Grillaður verður hann allt önnur upplifun, aðeins villtari eftir að hafa eldast yfir opnum eldi og ákaflega bragðgóður,“ segir Jón Magnús sem sjálfur er duglegur að grilla kalkún og með honum ferskt grænmeti af ýmsu tagi. „Það er sérstaklega gaman að grilla kalkún ofan í matargesti og smitar út frá sér, enda rignir yfir okkur uppskriftum sem við reyn- um að setja inn á vefinn okkar og margir eru farnir að prófa. Því er mikil grillvakning með kalkúninn sem reyndar passar hvar sem er, hvort sem það er í sumarbústaðn- um, hvunndags eða í veislum.“ Heill kalkúnn er seldur frosinn, en það má taka úr honum mesta frostið við stofuhita yfir nótt og láta hann svo þiðna áfram í kæli. „Fimm kílóa kalkúnn keyptur í dag er tilbúinn á grillið á morg- un, en 10 kílóa fuglar þurfa lengri tíma í þiðnun. Þá eru sumir farnir að setja kalkún í pækil yfir nótt en þá sýgur hann í sig vökva sem styttir eldunartíma á hærri hita. Kominn beint úr pokanum þarf hann hins vegar eldun við lágan hita á löngum tíma.“ Sjá fleiri freistandi uppskriftir á www.kalkunn.is. thordis@frettabladid.is Herramanns grillmatur Í tilefni þjóðhátíðardags Bandaríkjamanna á morgun er ekki úr vegi að benda á nýstárlegt hráefni á grillið, en þar í landi er hefð fyrir að grilla heilan kalkún á útigrilli og engin furða; útkoman er gómsæt. Jón Magnús Jónsson kalkúnabóndi með girnilegan, heilan kalkún á grillinu, en útkoman býður upp á léttara meðlæti en við ofneldun á jólum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1 stk. kalkúnn, 4-4,5 k 1 stór appelsína búnt af steinselju 1 hvítlaukur salt og pipar krydd að eigin smekk Hitið grillið að hálfu í 150°C. Ef brennarar eru þrír er gott að slökkva á miðbrennaranum en hafa hina á hálfum hita. Kryddið og smyrjið kalkúninn eftir smekk. Skerið appelsínu í báta, saxið steinselju og hvítlauk, og setjið í fuglinn. Setjið kalkúninn á heilan álbakka (ekki grillbakka með rifum) og ekkert yfir. Lokið grillinu svo ekki tapist hiti. Gott er að snúa fuglinum tvisvar um 180° meðan grillað er, svo hann verði jafnt grillaður. Grilltími er um klukkustund og 15 mínútur, eða þar til kjarnhiti nær 70°C, alls ekki meira. Grill eru misjöfn og því nauðsynlegt að hafa kjöthitamæli. Að grilltíma loknum er gott að pakka fuglinum í álpappír og setja jafnvel handklæði yfir til einangrunar og láta svo standa í 20 mínútur, áður en hann er borinn fram. Berið fram með grilluðu grænmeti. ÚTIGRILLAÐUR KALKÚNN MEÐ APPELSÍNU OG STEINSELJU fyrir átta Appelsína, steinselja og hvítlaukur gefa kalkúnakjöti lostvekjandi bragð. ÚTSALA Opið frá kl. 11–18 í Smáralind kínversk heilsurækt · kínversk heilsumeðferð · kínverskt dekur S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.