Fréttablaðið - 03.07.2010, Side 56

Fréttablaðið - 03.07.2010, Side 56
28 3. júlí 2010 LAUGARDAGUR Undirbúningur á Stöðvarfirði Listahátíðin Æringur verður opnuð í dag í Salthúsinu á Stöðvarfirði. Íslenskir og erlendir listamenn taka þátt í hátíðinni, til að mynda frá galleríi Crymo í Reykjavík. Mikið fjör verður einnig á opnuninni þar sem dansarar, tónlistarmenn og Nýhil-skáld munu troða upp. Þorgerður Ólafsdóttir og Una Björk Sigurðardóttir hafa staðið í ströngu við að skipuleggja hátíðina og meiningin er að hátíðin verði árlegur viðburður, og verði haldin næst í Bolungarvík sumarið 2011. Listamennirnir sem koma fram á hátíðinni hafa dvalið í nokkurn tíma á Stöðvarfirði við undirbúning og kynnst staðnum. Ókeypis er í tjaldsvæði í bænum um helgina og boðið upp á drykki og snarl í hátíðargleði sem standa á fram eftir nóttu. MYNDBROT ÚR DEGI | Fimmtudaginn 1. júlí | Myndir teknar á Canon EOS 1000D 1 Listamenn sem komnir eru alla leið frá Belgíu, Nicolas Kunysz og Gregory Mertz, undirbúa gjörning þar sem þeir spila á hljóðfæri úr fundnum hlutum – beinum, skeljum og fleiru til. 2 Pálmar sjómaður slægir steinbíta sem fara eiga í súpuna sem verður í boði á opnuninni. 3 Listamennirnir hafa dvalið á Stöðvarfirði í nokkra daga og kynnst umhverfinu. Hér eru þeir í göngutúr úti á Kambanesi við mynni Stöðvarfjarðar og verjast kríum í árásarham. 4 Aðstandendur listahátíðarinnar, Þorgerður Ólafsdóttir og Una Björk Sigurðardóttir, sýna á sér hina hliðina. 5 Listamennirnir sameinast í morgunjóga áður er farið er að vinna.6 Salthúsið, áður fiskvinnslustöðin á Stöðvarfirði, er nú sýning-arrými Ærings. ■ Á uppleið Ungfrú 10. áratugur Föt í anda tíunda áratugarins. Við erum að tala um 40 den sokkabuxur, flugfreyju- hælaskó og töskur með löngum ólum. Pastellitir Mildir tónar, sérstaklega í bláu og grænu, er fagnaðar- erindi heim- ilanna um þessar mundir. Púðar, borðbún- aður og gluggatjöld. Majónes Það á enginn að spara við sig majónesið á tímum grillsteika. Enda enginn á leið í ræktina fyrr en í haust. Nægur tími þangað til í sukk. MÆLISTIKAN ■ Á niðurleið Götuhátíðir Tala þeirra sem þjást á þessum dögum og þora ekki út með ruslið af ótta við að þurfa að taka þátt í gítarspili og götusöng er mun hærri en þeirra sem skemmta sér. Kæruleysi Tími útsjónarsemi og nýtni þýðir um leið að það er ekki lengur svalt að hirða illa um hlut- ina sína og kveikja í þúsundköllum. Meira smart sem sagt að tína krónurnar upp úr götunni. Fjarstýringar Felið fjar- stýringuna því eina hreyfingin sem margir fá á HM-sumri er einmitt að hækka og lækka í tækinu. Nýtið það.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.