Fréttablaðið - 03.07.2010, Page 66

Fréttablaðið - 03.07.2010, Page 66
38 3. júlí 2010 LAUGARDAGUR Mel Gibson hefur náð ótrúlegum hæðum á ferli sínum sem leikari og leik- stjóri. Síðustu ár hafa hins vegar verið honum erfið vegna drykkjuskapar og kynþáttahaturs sem hann hefur orðið uppvís að. Síð- asta vika var afar slæm í lífi leikarans en ný gögn sýna að kynþáttahatur hans hefur náð nýjum hæðum. Fréttablaðið stiklar á stóru um feril Gibsons til dagsins í dag. 12. apríl 1979 Ástralska hasarmyndin Mad Max er frumsýnd í Ástralíu og slær strax í gegn. Ungur og óþekktur Mel Gib- son leikur aðalhlutverkið og eftir nokkrar framhaldsmyndir beinir hann sjónum sínum að Hollywood. 6. mars 1987 Lethal Weapon er frumsýnd og Gibson slær í gegn sem löggan Martin Riggs. 19. desember 1990 Gibson fær lof fyrir frammistöðu sína sem danski prinsinn Hamlet í mynd Franco Zeffirelli. 24. maí 1995 Gibson reynir fyrir sér sem leik- stjóri í annað sinn. Stórmyndin Braveheart slær í gegn hjá gagn- rýnendum og áhorfendum. 25. mars 1996 Braveheart fær fimm Óskarsverð- laun, meðal annars sem besta mynd- in og fyrir bestu leikstjórn. 1. janúar 2002 Gibson segir í viðtali að hann hafi verið greindur með geðhvarfasýki. 25. febrúar 2004 Mel Gibson sendir frá sér hina gríðarlega umdeildu Passion of the Christ. Myndin er afar blóð- ug og Gibson er gagnrýndur fyrir að upphefja ofbeldið og ala á gyð- ingahatri. Myndin þénar meira en 370 milljónir dollara í Bandaríkj- unum þrátt fyrir að vera ekki á ensku. 28. júlí 2006 Gibson er stöðvaður fyrir hraðakstur á hraðbraut í Malibu. Hann er látinn blása og þá kemur í ljós að hann er ölvaður. Lögreglan finnur einnig opna tekílaflösku við hliðina á bílstjóra- sætinu í bíl hans. Hann brjálast svo þegar hann er handtekinn og kennir gyðingum um ófarir sínar og öll stríð í heim- inum. Loks kallar hann lögreglukonu „sykurtúttur“. 13. október 2006 Gibson biðst afsökun- ar í viðtali við Diane Sawyer og kallar ummæli sín „heimskulegt röfl fyllibyttu“. 13. apríl 2009 Robyn Gibson, eiginkona Mel, sækir um skilnað eftir tæplega 30 ára hjónaband. Þau eiga saman sjö börn. 28. apríl 2009 Gibson mætir á frumsýningu með nýju kærustunni, hinni rússnesku Oksönu Grigorievu. Mánuði síðar er tilkynnt að þau eigi von á barni. Mánuðum síðar fæðist dóttir þeirra Lucia. 14. apríl 2010 Gibson og Grigorieva hætta saman. Stuttu síðar fer allt í rugl og þau sækja um nálgunarbann hvort á annað. Hún sakar hann um heimilisofbeldi en hann segir þau einfaldlega hafa rifist. 1. júlí 2010 Fréttasíðan Radaronline seg- ist hafa undir höndum upp- töku af Gibson öskra á Grigorievu. Ummæl- in eru afar ógeðfelld og Gibson segir hana meðal ann- ars líta út eins og sveitt svín og að ef henni verði nauðg- að af „negrahjörð“ geti hún sjálfri sér um kennt. Þá hótar hann að kveikja í húsi þeirra. Nú velta menn fyrir sér hvað Gibson geri til að reyna að endur- heimta orðspor sitt í Hollywood. SYKURTÚTTUR OG GYÐINGAHATUR SJÚKUR MAÐUR Mel Gibson sagðist vera með geðhvarfasýki í viðtali árið 2002. Miðað við hegðun síðustu ára virðist hann hafa rétt fyrir sér. Tíu ár eru síðan örlagaríka júníkvöldið á Hróarskelduhátíðinni átti sér stað og níu ungmenni tróðust undir á Pearl Jam-tónleikum. Tónlistarhátíðin, sem haldin er þessa helgina í Dan- mörku, ber merki þessara tíma- móta og á fimmtudagskvöldið hélt söngkonan og pönkarinn Patti Smith minningarstund fyrir gesti hátíðarinnar. Slysið er það hrikaleg- asta í sögu hátíðarinnar sem er haldin í 39. skiptið í ár. Atburðarásin í aðdraganda slyssins var dramatísk og setti sitt spor á tónleikagesti og tón- leikahald komandi ára. Það var tilfinningaþrungin stund þegar Patti Smith steig á svið með níu rósir í fanginu, ein fyrir hvern lát- inn, og kastaði niður sviðið og hrópaði „þeir látnu lifa áfram í huga ykkar. Lifi Hróarskelda!“ Á hátíðinni stíga tvær íslenskar hljómsveitir á svið, FM Belfast og Sól- stafir, en aðalnúmerin eru meðal ann- ars hljómsveitirnar Muse og Gorillaz. Patti minntist Hróarskelduslyssins MINNINGARSTUND Patti Smith dreifði rósum til að minnast ungmennanna níu sem létu lífið í troðningi á Hróarskelduhátíðinni fyrir tíu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP >KATY ROKSELUR Nýjasta smáskífulag Katy Perry, Cali- fornia Girls, hefur selst í 300.000 ein- tökum á viku fjórar vikur í röð á netinu. Lagið hefur verið keypt alls 2,1 milljón sinnum, en aðeins lagið Right Around með Flo Rida hefur selst hraðar á Netinu. folk@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.