Fréttablaðið - 03.07.2010, Page 67

Fréttablaðið - 03.07.2010, Page 67
LAUGARDAGUR 3. júlí 2010 39 Hljómsveitin Kings of Leon ögr- aði útgáfufyrirtæki sínu allveru- lega á tónleikum nú í vikunni. Rokkararnir notuðu tækifær- ið þegar þeir spiluðu fyrir 60.000 æsta aðdáendur til að prufa nýtt efni. „Síðan við hittum ykkur síð- ast höfum við eytt tímanum í að búa til nýja plötu fyrir ykkur. Við lögðum mikla vinnu í hana,“ sagði söngvarinn, Caleb Follo- will, við aðdáendur sína. „Ég er ekki viss um að þeir vilji að við spilum nýju lögin fyrir ykkur en til fjandans með það – við ætlum að gera það!“ Ögruðu með nýju lagi KINGS OF LEON Prófuðu nýtt efni á tónleikum í vikunni þrátt fyrir að hafa ekki leyfi. Leikkonan Daryl Hannah neitar því að hafa lagst undir hnífinn og líkir fólki sem farið hefur í lýtaaðgerðir við brúður. „Það eru margir í Los Angeles sem hafa lagst undir hnífinn og þeir líta allir út eins og brúður. Fyrir nokkru voru teknar af mér mynd- ir þar sem ég er að baða mig í sjónum og ég virka svolítið bólgin í andlitinu og þá fór af stað orðrómur um að ég hafi farið í lýtaaðgerð. Ég missti nokkur verk- efni vegna þessa og ég ætlaði í mál við tímaritið sem birti fyrst söguna, en mér var ráðlagt frá því,“ sagði leik- konan. Hún viðurkennir þó að stundum hafi hugsunin um að láta lagfæra eitthvað læðst að henni, en segist vera of mikil gunga til að þora því. „Stundum lít ég í spegilinn og hugsa: „Guð minn góður“, en ég er of mikill heigull til að leggjast undir hnífinn nema ég væri í bráðri lífshættu. Ég hef þurft að gangast undir ýmsar aðgerðir og hef meðal annars bak- brotnað þrisvar sinnum og ég held ég kunni að meta líkama minn betur eftir þá reynslu.“ Þorir ekki í lýtaaðgerðir OF MIKIL GUNGA Leikkonan Daryl Hannah segist vera of mikil gunga til að fara í lýtaaðgerð. NORDICPHOTOS/GETTY Camilla Grammer sem er þriðja eiginkona leikarans Kelsey Grammer, sem er betur þekkt- ur sem Frasier, hefur nú sótt um skilnað. Þrátt fyrir að vera þriðja hjónaband leikarans virðist það ekki ætla að ganga upp líkt og orðatiltækið segir. Camilla fer fram á sameigin- legt löglegt forræði yfir börn- unum þeirra tveimur. Jafnframt fer hún fram á það að aðalheimili barnanna verði hjá henni. Camilla og Kelsey hafa verið gift síðan 1997. Hún segir óleysan- legan ágreining vera ástæðu skilnaðarins. Að auki fer hún bæði fram á maka- og barna- meðlag frá leikaranum. Frasier skilur í þriðja sinn ALLT ER ÞEGAR ÞRENNT ER Svo virðist sem orðatiltækið eigi ekki við í þessu tilviki. Aðþrengda eiginkonan Eva Long- oria er að fara út í raunveruleika- þáttabransann, eða að minnsta kosti veitingastaðurinn henn- ar. Longoria er eigandi veitinga- staðarins Beso í Hollywood og eru nú þættir í vinnslu um starfs- menn staðarins. Longoria ætlar þó ekki að koma mikið við sögu sjálf en hún segist vera gift og gömul núna, ekki efni í raunveruleika- þátt. Þættirnir munu verða sýndir á VH1 síðar á þessu ári. Eva Longoria er stödd þessa dag- ana í Kaliforníu við tökur á mynd- inni Without Men þar sem hún leikur við hlið leikarans Christians Slater. Raunveruleikaþáttur um frúna EVA LONGORIA Gerir raunveruleikaþætti um veitingastað sinn í Hollywood. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ú t s a l a Menn + Konur, Laugavegi 7 40% Afsláttur af öllum vörum Opið laugardag frá 11-17 og sunnudag frá 13-17

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.