Fréttablaðið - 03.07.2010, Síða 71

Fréttablaðið - 03.07.2010, Síða 71
LAUGARDAGUR 3. júlí 2010 43 FÓTBOLTI Sú saga fór af stað um daginn að Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfoss, væri búinn að rífa fram skóna og ætlaði sér að spila með Selfyssingum. Hann segir það ekki vera rétt. „Þessi saga á ekki við rök að styðjast. Ég reyndar tók þátt í lok einnar æfingar um daginn og það er allt og sumt. Það stendur ekki til að ég fari að spila fótbolta á nýjan leik,“ sagði Guðmundur sem viðurkennir þó að það kitli alltaf að spila fótbolta. „Sá fiðringur fer seint. Lappirnar á mér leyfa ekki að ég spili mikinn fótbolta,“ sagði Guðmundur en má þá slá því föstu að knattspyrnuferli hans sé formlega lokið? „Það má eiginlega segja það. Þótt fyrr hefði verið hefðu einhverjir líklegast sagt,“ sagði Guðmundur léttur og bætti við: „Annars á maður aldrei að segja aldrei. Fyrir tíu árum hélt ég að þetta væri búið. Kannski spila ég fótbolta næsta sumar. Maður veit aldrei.“ Eftir góða byrjun á Íslandsmótinu hefur hallað verulega undan fæti hjá Selfyssingum og því töldu margir líklegt að hann myndi reyna að spila. Liðið þyrfti á hans kröftum að halda innan vallar sem utan. Selfyssingar verða að láta sér nægja þjálfarakrafta hans að þessu sinni. - hbg Guðmundur Benediktsson: Ætlar ekki að spila í sumar ÁFRAM Í VESTINU Guðmundur ætlar ekki að skipta Guardiola-vestinu út fyrir Selfoss-treyju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Phil Jackson hefur ákveðið að þjálfa LA Lakers eitt ár í viðbót en það verður síðasta árið sem hann þjálfar. Hann mun hætta afskiptum af körfubolta eftir næsta ár. Þetta verður tuttugasta árið sem Jackson þjálfar en hann hefur unnið ellefu NBA-titla sem þjálfari. Takist honum að stýra Lakers aftur til sigurs verður það í fjórða sinn á hans ferli sem lið undir hans stjórn vinnur þrjá titla í röð. „Það er kominn tími til að setja saman lið sem getur unnið titilinn aftur. Þetta verður mitt lokaár og vonandi verður það frábært,“ sagði Jackson. - hbg Jackson áfram með Lakers: Síðasta árið hjá Phil Jackson KRINGLAN · 591-5320 · WWW.SKIFAN.IS Nýtt og skemmtilegt í Skífunni Eminem · Recovery Glæný plata frá meistara Eminem sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Dr. Dre sér um upptökustjórn. C D Alexander Rybak No Boundaries Ný plata frá norsku Eurovision- stjörnunni. C D Miley Cyrus Can't Be Tamed Ein vinsælasta poppstjarna veraldar með nýja plötu. Platan er einnig fáanleg með DVD diski.C D +D VD Meira veistu hver ég var...Siggi Hlö setur saman ódauðlega partý-diskó-80's stemningu fyrir þig!3 C D Helgi Björnsson Þú komst í hlaðið Helgi Björns og Reiðmenn vindanna fylgja eftir geysi- vinsælli plötu sinni frá 2008. C D U2 · 360° At The Rosebowl Hér eru samankomnir 97 þús. aðdáendur á tónleikum á heims- tónleikaferð sem enn er í gangi.2D VD / B LU R AY Crazy Heart Jeff Bridges hlaut Óskars- verðlaun í þessari vönduðu mynd sem hefur rakað til sín verðlaunum og tilnefningum. DV D Tiger Woods PGA Tour 11Nú geta leikmenn keppt um Ryder bikarinn í þessum nýjasta Tiger Woods golfleik.PS 3 TransformersWar for Cybertron Finndu út hvernig stríðið milli Autobots og Decepticons var áður en þeir komu til jarðarinnar. PS 3 Glee The Music Volume 3 Ný lög úr þáttunum vinsælu. Beautiful, Physical, Total Eclipse Of The Heart, One, Safety Dance, Poker Face, Bad Romance o.fl. C D Glee · Power Of Madonna Glee hópurinn tekur sígild Madonnu lög. Express Yourself, Borderline, Vogue, Like A Virgin, Like A Prayer og fleiri. C D Hitaveitan · Ýmsir Hér er á ferðinni plata með 14 sjóðheitum sumarlögum með heitustu flytjendum landsins.C D TRYGGÐ U ÞÉR BESTA V ERÐIÐ 2 fyrir 1 .200 kr . eða 799 kr. stak ur 2 fyrir 2 .300 kr. eða 1.4 99 kr. s takur 2 fyrir 3 .400 kr . eða 1.9 99 kr. s takur 2 fyrir 4 .500 kr. eða 2.5 99 kr. s takur A B C D

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.