Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 4
4 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR Umhverfis landið AKRANES Tuttugu ökumenn voru stöðvaðir og sektaðir fyrir of hraðan akstur á Vesturlandsvegi í vikunni. Sá sem hraðast ók mæld- ist á 127 kílómetra hraða og fær sjötíu þúsund króna sekt fyrir vikið. Um þessar mundir standa lögregluembættin á Vesturlandi í átaki gegn hraðakstri. Í samtali við Skessuhorn sagði lögreglumaður þó að umferðin væri skikkanlegri en áður og fólk væri farið að stunda sparakstur frekar en hraðakstur. GRÍMSEY Fyrsta hverfisráð Grímseyjar var kosið á íbúafundi í eynni á þriðjudag, en samþykkt um hverfisráð í Hrísey og Grímsey var samþykkt af Akureyrarbæ í apríl. Hverfisráðin eiga fyrst og fremst að vera ráðgefandi um málefni eyjanna gagn- vart bæjarstjórninni. Sigurður Bjarnason var kjörinn formaður ráðsins en auk hans sitja Ragnhildur Hjaltadóttir og Sigrún Þorláksdóttir í ráðinu. Á fundinum var einnig rætt um reynsluna af sameiningu Grímseyjar og Akureyrar. Almenn ánægja ríkir með hana meðal íbúa, að því er kemur fram á vef Akureyrarbæjar. Hverfisráð stofnað í Grímsey BLÖNDUÓS Landhelgisgæslan ætlar að aðstoða lögregluna á Blönduósi við umferðareftirlit á þjóðveg- um og hálendi í umdæminu um helgina. Gæslan ætlar að fylgjast með ökuhraða og aksturslagi ökumanna úr lofti. Markmiðið er að efla öryggi og vernda náttúruna fyrir utanvegarakstri. Þá verður einnig haldin björguna- ræfing Landhelgisgæslunnar með björgunarsveitum Landsbjargar á Blönduósi í dag. Húnavaka verður einnig haldin hátíðleg í bænum um helgina og verður fjölbreytt dagskrá í boði. Landhelgisgæslan fylgist með umferð ESKIFJÖRÐUR Enn er mælst til þess að Esk- firðingar sjóði neysluvatn sitt, eftir mengunarslys hinn 4. júlí. Austurglugginn, fréttablað Austur- lands, segir frá því að margir íbúanna séu ósáttir við hversu lengi hafi verið beðið með að senda út tilkynningu vegna málsins. Gerlar bárust í neysluvatn bæjarins við slysið, því löndunarvatn úr skipinu Hugni VE 55 blandaðist við neyslu- vatnið. Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarða- byggð, telur þó að rétt hafi verið brugðist við. Fólk ósátt vegna mengunarslyss STOKKSEYRI Bryggjuhátíð fer fram á Stokkseyri um helgina og hófst hún á fimmtudag- inn. Þá var ný fánastöng vígð í Þuríðargarði í bænum við hátíðlega athöfn. Einnig var nýr fáni og merki Hrútavinafélagsins Örvars kynnt fyrir viðstöddum, en fánanum var fyrst flaggað á gömlu bæjarstönginni en ekki þeirri nýju. Hátíðin heldur áfram alla helgina með ýmsum atburð- um, meðal annars stórdansleik á Draugabarnum í kvöld. Nýr fáni kynntur á Bryggjuhátíð ÍSAFJÖRÐUR Bæjarráð Ísafjarðar vill að mýrarboltamóti, sem haldið er um verslunar- mannahelgina ár hvert, verði fundinn nýr staður á næsta ári. Mýrarboltafélag Íslands hefur hald- ið mótið undanfarin ár og hefur Ísafjarðarbær veitt afnot af svæði í Tungudal til mótshaldsins. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum á fimmtu- dag að veita leyfi fyrir því í ár, með því skilyrði að gengið verði sómasamlega um svæðið og gengið verði frá því að móti loknu. Einnig var lögð mikil áhersla á að mótinu yrði fundinn nýr staður á næsta ári. Vilja nýjan stað fyrir mýrarboltann Tuttugu fóru of hratt um Vesturlandsveg IÐNAÐUR Landsnet mun flytja raf- orku til álversins í Straumsvík, en áætlað er að hækka straum- inn í álverinu og auka þannig afkastagetuna um 40 þúsund tonn. Í tilkynningu frá Landsneti segir að fyrirtækið muni sam- kvæmt samningi ráðast í fjárfest- ingar í flutningskerfinu, en þær helstu eru bygging 220 kílóvatta Búðarhálslínu og nauðsynlegra tengivirkja til að tengja virkjun- ina við flutningskerfið. Landsnet hefur lokið við mat á umhverf- isáhrifum þeirra framkvæmda sem ráðast þarf í. Samningurinn var undirritaður á fimmtudag, með fyrirvara um samþykki for- stjóra beggja fyrirtækja. - kóp Samið um flutning raforku: Landsnet flytur raforku til ISAL STRAUMSVÍK Landsnet mun flytja orku til álvers ISAL en afkastagetan þar verður aukin um 40 þúsund tonn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ekki lokað í ráðuneytinu Ranglega var sagt frá því í Fréttablað- inu í gær að félagsmálaráðuneytinu hefði verið lokað vegna veðurs. Hið rétta er að starfsfólk ráðuneytisins fékk frí, utan einn starfsmaður sem svaraði símtölum og fyrirspurnum. LEIÐRÉTTING AKRANES Steinunn Valdís Óskars- dóttir, sem sagði nýlega af sér þingmennsku fyrir Samfylking- una og var áður borgarstjóri í Reykjavík, er meðal umsækj- enda um starf bæjarstjóra á Akranesi. Þrjátíu og sjö umsóknir bárust, sex þeirra frá konum. Umsókn- arfrestur rann út á sunnudag. Á heimasíðu Akranesbæjar segir að gengið verði frá ráðningu í byrjun ágúst en Capacent hefur umsjón með ráðningarferlinu fyrir hönd bæjarins. - pg 37 sóttu um bæjarstjórastarf: Steinunn Valdís vill á Skagann VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 32° 31° 24° 24° 23° 25° 25° 23° 21° 32° 35° 35° 22° 24° 19° 25°Á MORGUN Hægur eða fremur hæg- ur vindur. MÁNUDAGUR Hæg breytileg átt víð- ast hvar á landinu. 16 18 15 13 13 19 15 20 12 12 17 13 18 15 10 8 1111 13 13 9 5 5 7 5 5 5 10 3 3 6 5 12 VEÐURBLÍÐA Veðrið leikur við landsmenn á sunn- an- og vestanverðu landinu næstu daga en norðan- og austanlands verður hitastig lægra og sólskin minna. Þó kort- in sýni bjartviðri sunnan- og vest- antil má búast við síðdegisskúrum. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNMÁL Breski Evrópuþingmað- urinn Daniel Hannan segir Íslend- inga hafa lítið að sækja í Evrópu- sambandið. Hann telur jafnframt óráð að ljúka ekki aðildarviðræð- unum sem hafnar eru. Hannan er staddur hér á landi og hélt erindi í gær á vegum Heimdallar. Hannan þykir lýðræði ábótavant í sambandinu og hefur áhyggjur af því að sjávarútvegsstefna ESB henti ekki Íslendingum. „Ég á von á því að á einhverjum tímapunkti í samningsferlinu verði tilkynnt með mikilli viðhöfn að náðst hafi góð niðurstaða um sjávarútvegs- mál. Líklega verður viðauka bætt við samn- inginn þar sem segir að Íslend- ingar haldi yfir- ráðum yfir haf- svæði sínu. Það mun hljóma eins og vandinn hafi verið leystur en reynsla annarra ríkja er sú að jafnvel slík yfirlýs- ing er lítils virði. Þegar spænskur sjómaður kærir hana til Evrópu- dómstólsins á grundvelli þess að hún brjóti í bága við sameiginlegu fiskveiðistefnuna mun Evrópudóm- stóllinn dæma sjómanninum í vil,“ sagði Hannan enn fremur en hann telur einu raunhæfu lausnina fyrir Ísland vera að fiskveiðistefnunni verði einfaldlega breytt. Hannan telur óráð að draga aðildarumsóknina til baka eins og rætt hefur verið um. „Ég styð alltaf þjóðaratkvæðagreiðslur og mér sýnist að það séu gild rök til staðar á þá leið að verði ekki feng- inn botn í málið þá muni það hafa slæm áhrif á viðskiptalífið, fjár- festa og aðra.“ - mþl Breski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan staddur hér á landi: Óráð að ljúka ekki aðildarviðræðum DANIEL HANNAN AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 16.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,1078 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,888 122,46 187,51 188,43 158,1 158,98 21,215 21,339 19,679 19,795 16,705 16,803 1,3968 1,405 184,42 185,52 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.