Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 24
2 matur Hvunndags/til hátíðabrigðaS Smá- réttirE Eftir- rétturA Aðal- réttur Græn- meti Skel- fiskur Ávextir Fiskur Annað kjöt en fuglakjötKökurD Drykkir ÚTLÖND Í ELDHÚSINU HEIMA Ragnheiður Tryggvadóttir SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: VIETNAM MARKET matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Anton Brink Pennar: Emilía Örlygsdóttir, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Marta María Friðriks- dóttir og Ragnheiður Tryggvadóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is Þórdís Sigurðardóttir næringarfræðingur segir grísku súpuna bæði holla og góða. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Paprikusúpan er holl, góð og næringarrík. Svo er hún það falleg að erfitt er að standast hana og manni líður líka vel á eftir,“ segir Þórdís um hina sumarlegu, grísku paprikusúpu sem hún gefur okkur uppskrift að. Hún upplýsir að í rauðri papriku sé meira C-vítamín en í appels- ínu og fleiri góð efni sem lík- ami okkar þarfnist. Súpan er borðuð köld og Þórdís bendir á að hún sé frábær til að taka með sér í nesti, hvort sem er í útilegu eða litla lautarferð. Þórdís lærði heilsu- og nær- ingarráðgjöf í New York og gekk til liðs við heimsending- arþjónustuna Happ um síð- ustu áramót. Þar nýtist þekk- ing hennar vel. „Við erum að hjálpa fólki að borða hollt. Gerum allt frá grunni og ferskt hráefni er lykilatrið- ið,“ segir hún. Í síðasta mánuði flutti Happ í Turninn á Höfðatorgi og fyrir fáum dögum var byrjað að afgreiða þar rétti úr matar- pakkanum út í nýjan sólskála. Svo er áformað að opna veit- ingastað í ágúst. - gun Gleður og nærir Þórdís Sigurðardóttir heilsuráðgjafi starfar hjá Happi sem framreiðir holla matar- pakka á Höfðatorgi. Hún miðlar okkur uppskrift að kaldri, grískri paprikusúpu. GRÍSK PAPRIKUSÚPA 5 stórar paprikur 4 tómatar 1 stór laukur 3 msk. ólífuolía 2 lárviðarlauf 2 tsk. kúmin Þurrkaðar chilli-flögur 1 sellerí 500 ml HaPP grænmetiskraftur Börkur af ½ sítrónu Handfylli af basillaufum Steinselja Grísk jógúrt Byrjaðu á því að skera niður laukinn og hita hann í olíunni þar til hann er orðinn glær. Á meðan laukurinn er að eldast taktu helm- inginn af paprikun- um og skerðu þær í teninga ca 1,5 cm. Hinn helmingurinn af paprikun- um, fræin og afskurðurinn er sett á pönnuna með lauknum, ásamt 1 tsk. af salti, kúmin og chilli-flögum. Steiktu þetta saman í 5 mín – pass- aðu að hafa hitann ekki of háan. Bættu þá HaPP grænmetiskrafti út í og láttu sjóða í u.þ.b. 15 mínútur. Taktu þá lárviðarlaufin úr. Maukið því næst súpuna í „blender“ eða með töfrasprota þar til súpan er alveg „mjúk“. Þetta getur tekið nokkr- ar mínútur. Látið súpuna þá standa þar til hún er orðin köld. Bætið þá við selleríi, paprikuteningum og sítr- ónuberkinum. Látið standa þar til hitinn á súpunni er við stofuhita, setj- ið þá súpuna í ísskáp og látið bíða þar í nokkra klst. eða yfir nótt. Að lokum, takið súpuna úr kælinum hálf- tíma áður en hún er borin fram. Hrærið í súpunni, setjið í skálar og grísku jógúrtina ofan á og þá basil og steinselju þar ofan á og berið fram með kærleika og gleði. Það er svo gott að borða. Mér finnst alltaf langskemmtilegast að setj-ast niður og borða eitthvað gott þegar ég er á ferð í útlöndum. Matarmenning ólíkra landa er spennandi og alltaf getur maður prófað eitthvað nýtt. Hollenskur matur minnti mig reyndar á íslenskan mat þegar ég var þar á ferð. Þeir borða til dæmis kartöflur í öll mál eins og Íslendingar gerðu, þar til þeir uppgötvuðu pasta. Hollendingar matreiða kartöflurnar hins vegar á fleiri vegu en bara soðnar og þar smakkaði ég kartöflusalöt og gratín í mörgum útfærslum. Þeir eru líka hugmyndaríkir í sósugerð með frönskum kartöflum og Vincent Vega fór ekki með neitt fleipur í Pulp Fiction þegar hann sagði þá drekkja kartöflunum í majónesi. Hol- lendingar bragðbæta hins vegar majónesið og var meðal annars hægt að fá majónes með hvítlauk út á frönskurnar. Á Ítalíu smakkaði ég bestu pitsurnar, að sjálfsögðu, og hef lengi reynt að endurgera eina sem ég borðaði með ein- hverjum hvítum osti og klettasalati. Það hefur ekki tekist enn. Á Ítalíu var líka það skemmtilega fyrirkomulag haft að seinnipart dags voru samlokur og þeir réttir sem ekki kláruðust í hádeginu skornir niður í munnbita og bornir frítt fram ef maður keypti einn drykk á barnum. Þetta kom fátækum námsmanni sérstaklega vel. Bestu samlokurnar smakkaði ég þó í New York en Ameríkanar eru snillingar í samlokugerð. Þeir eru ónískir á áleggið og raða osti og eðalskinku í mörgum lögum milli brauðsneið- anna svo lokan rúmast varla milli tanna. Danir borða rúgbrauð í hvert mál með þykkri sneið af osti og rúgbrauðstegundirnar óteljandi í búðarhillunum, hver annarri betri. Danir eru líka sérstaklega hrifnir af haframjöli og borða það ósoðið með mjólk á morgnana. Besta morgun- matinn borðaði ég þó í London og gleymi seint hrærðu eggjunum, steiktu eggjunum, beikoninu og kolsvörtu teinu með. Ég er þó ekkert að gera meira úr erlendri matarmenningu en okkar eigin. Gamaldags íslenskur matur finnst mér sérstaklega góður og ég gæti borðað slátur í öll mál ef því væri að skipta. Það er bara skemmti- legt að prófa eitthvað nýtt. Nú ber hins vegar svo við að sæluferðir til erlendra borga eru ekki á dagskrá margra þetta sumarið. Þá er um að gera að kokka upp erlenda stemningu í eldhúsinu heima og ferðast í hug- anum meðan við borðum. Vietnam Market er verslun við Suðurlands- braut sem var opnuð í lok síðasta árs. „Við erum með ýmislegt til matargerðar eins og til dæmis hráefni í sushi og vorrúllur sem auðvelt er að gera heima,“ segir eigandinn Quang Le. Í hillum verslunarinnar má líka finna alls konar sósur, súpur, núðlur, gosdrykki, te og krydd en vörurnar koma frá hinum ýmsu lönd- um eins og Indlandi, Taílandi, Japan, Víetnam og Kína. „Svo fáum við alltaf ferskt grænmeti á þriðjudögum,“ segir Quang Le. Verslunin er opin alla virka daga frá 11 til 20 og laugardaga og sunnudaga frá 12 til 18. Frá ýmsum löndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.