Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 22
22 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR 1. AKRANES Safnasvæðið að Görðum Munir og minjar úr sögu Akraness, bátar, verbúð og fleira. Á útisvæðinu og eini kútterinn sem varðveittur er á Íslandi. 2. BORGARFJÖRÐUR Búvélasafnið, Hvanneyri Safn fullt af athyglisverðum munum sem ungum jafnt sem öldnum finnst gaman að skoða úr sögu tæknivæðing- ar í landbúnaði á Íslandi. Má þar nefna tvær elstu dráttar- vélar landsins og Ólafsdals- plóginn fræga. 3. STYKKISHÓLMUR Eldfjallasafnið Safnið var opnað í fyrra og hefur slegið í gegn. Nú í ár var sett upp sérstök sýning varðandi gosin í Eyjafjalla- jökli. Á sýningunni er að finna listaverk sem sýna eld- gos sem og muni úr einstöku safni Haraldar Sigurðsson- ar prófessors sem stundað hefur eldfjallarannsóknir í meira en fjörutíu ár. 4. DALABYGGÐ Eiríksstaðir, Haukadal Leiðsögufólk klætt að sið árs- ins 1000 fylgir gestum um söguslóðir og segir sögur við langeld. Samkvæmt Eiríks- sögu bjó Eiríkur rauði, faðir Leifs heppna, á staðnum þar til að hann fluttist til Græn- lands. Leifur var þá fimm til sex ára. Uppgröftur hefur sýnt að skáli stóð að Eiríks- stöðum á 10. öld. Tilgátuhús var reist þar sem stuðst var við rústirnar. 5. ÖRLYGSHÖFN Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti Stórmerkilegt safn gamalla muna frá Vestfjörðum. Má þar nefna hatt Gísla frá Upp- sölum, skipsflak sem fannst á sjávarbotni í Hafnarvaðli og er frá 1694 og ýmsar ein- stakar flugvélar og muni úr flugsögu Íslands. 6. FLATEYRI Alþjóðlegt dúkkusafn og gamla bókabúðin Á Alþjóðlegu dúkku - safni má finna yfir 100 dúkkur víðs vegar að úr heiminum. Í leiðinni er verðugt að heimsækja gömlu bóka- búðina í næsta húsi sem er sýning út af fyrir sig. 7. BOLUNGARVÍK Ósvör Endurgerð verbúð rétt fyrir utan Bolungarvík sem sýnir hvernig fiskimenn lifðu frá 9. öld og allt fram á 20. öld. Ferð margar aldir aftur í tímann í fylgd safn- varðar sem klæðist gjarnan sjófötum árabátatímans. 8. HÓLMAVÍK Galdrasafnið Galdrasafnið á Hólmavík á 10 ára afmæli í ár. Sýningin fjall- ar um íslensk galdramál og fólkið sem kom þar við sögu. Gestir fá upp- lýsingar um hvernig skal vekja upp drauga sem og kveða þá niður. 9. SKAGAFJÖRÐ- UR Glaumbær, Byggðasafn Skagafjarðar Öll helstu hversdagsáhöld sem Skagfirðingar notuðu fyrr á öldum má sjá í Glaumbæ. Torf- bærinn sjálf- ur er sam- stæða þrettán húsa og við Glaumbæ eru svo tvö 19. aldar timburhús. 10. HOFSÓS Vesturfarasetrið Sýning sem gefur innsýn inn í líf þúsunda Íslendinga sem fluttust til „nýja heims- ins“. Má þar meðal annars nefna nærri 400 ljósmynd- ir af íslenskum landnemum. Mögnuð saga í máli og mynd- um. 11. AKUREYRI Davíðshús Heimili og bókasafn Dav- íðs Stefánssonar, skálds frá Fagraskógi, stendur til sýnis við Bjarkarstíg að Akureyri, alveg eins og Davíð skildi við það þegar hann lést árið 1964. Bókasafnið er ein- stakt. 12. EYJAFJARÐAR- SVEIT, SÓLGARÐUR Smámunasafnið Í áratugi hefur Sverrir Hermannsson húsasmíða- meistari safnað alls kyns munum í þúsunda tali, allt frá bókamerkjum til heilu einkasafnanna af smíðaverkfærum. 13. ÞINGEYJARSVEIT Samgönguminjasafnið, Ystafelli Allsherjar ævintýri fyrir alla sem haldnir eru farar- tækjadellu. Við bæinn er að finna öll helstu farartæki 20. aldarinnar, snjóbíl, dráttar- vélar, vörubíla, glæsivagna og jafnvel skriðdreka! 14. BORGARFJÖRÐUR EYSTRI Kjarvalsstofa Sögusýning um Kjarval en sveitin er æskuslóðir málar- ans. Skemmtilegt leiksvæði er fyrir börn á staðnum sem geta meðal annars spreytt sig þar á málaralistinni. 15. STÖÐVARFJÖRÐUR Steinasafn Petru Steinasafn Petru er af mörgum talið vera eitt stærsta steinasafn í einkaeigu í heimin- um. 16. HALI, SUÐUR- SVEIT Þórbergssetur Einstakt safn helgað Þór- bergi Þórðarsyni rithöfundi. Ljósmyndasýning úr Suður- sveit, munir tengdir Þór- bergi á sýningarstöndum og gestir geta gengið inn í leik- mynd sem fangar andblæ lið- inna alda. Húsið sjálft, sem teiknað er af Sveini Ívars- syni, er eitt og sér nægt til- efni til að staldra við í Suður- sveit. 17. SKÓGAR Byggðasafnið Fjölbreytt og stórt safn með veglegu útisýningarsvæði. Margar merkilegar bygg- ingar tilheyra byggðasafn- inu, torfbær, rafstöð, skóla- bygging, kirkja, fjósbaðstofa, og innandyra getur svo að líta metnaðarfullar sýning- ar um landbúnað og sjósókn, að ógleymdu náttúrugripa- safninu. 18. ÞJÓRSÁRDALUR Þjóðveldisbærinn Vel geymt leyndarmál til að uppgötva í sumarfríinu. Þjóðveldisbærinn í Þjórsár- dal er tilgátuhús en fyrir- myndin er fyrrum höfuðbýl- ið að Stöng í Þjórsárdal sem talið er að hafi farið í eyði í Heklugosi 1104. Reynt var að byggja eins nákvæmlega og hægt var á leifum bæjarrúst- anna í Stöng. Ferðast og fræðst í leiðinni Á Íslandi er að finna yfir eitt hundrað söfn af öllum toga. Þannig geta ferðalangar skoðað safn af beltissylgjum og blýöntum, skriðdreka, fræðst um eldfjöll, íslensk skáld og landnámsmenn, svo fátt eitt sé nefnt. Fréttablaðið leit við á nokkrum söfnum. Yfir háannaferðatímann í sumar birtir helgarblað Frétta- blaðsins Íslandskort með upplýsingum fyrir ferðalanga. Um síðustu helgi var það vegvísir að heitum laugum víðs vegar um land og í dag leiðarvísir að áhugaverðum söfnum. Á næstu vikum má svo búast við svipuðum vísum að ýmsum perlum sem vert er að muna eftir á ferðalaginu. Safnaðu síðunum! ■ Hægt er að skoða dýrgripi úr steinaríki Íslands á Safnasvæðinu að Görðum. ■ Fyrstu tölvuna sem kom í Vestur-Barðastrandar- sýslu er að finna á minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti. ■ Á Bókabúðinni á Flateyri má kaupa notaðar bækur á 1.000 krónur kílóið, gömul Tarzanblöð og gotterí í kramarhúsum. ■ Annar helmingur safnsins í Ósvör í Bolungarvík er undir berum himni og hinn helmingurinn inni í uppgerðum torfhúsum. ■ Á Galdrasafninu í Hólmavík geta gestir fengið leiðbeiningar um hvernig má reyna að gera sig ósýnilegan. ■ Í Byggðasafni Skagafjarðar, Glaumbæ, er boðið upp á ljúffengar þjóðlegar veitingar, pönnukökur, flatkökur og fleira til. ■ Bókasafn Davíðs Stefánssonar skálds í Davíðshúsi er talið meðal þeirra fremstu hérlendis sem inni- halda þjóðlegan fróðleik. ■ Munum á Smámunasafninu í Eyjafirði er hagan- lega komið fyrir í sýningarkössum sem Sverrir, stofnandi safnsins, smíðaði. ■ Ein nýjasta viðbótin á Samgönguminjasafninu er forsetabíll Vigdísar Finnbogadóttur og bíll sem Emilíana Torrini gaf safninu og var í eigu afa hennar. ■ Petra á Stöðvarfirði, eða Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir, hefur safnað steinum í meira en sextíu ár. Nokkrir fróðleiksmolar fyrir tilvonandi safngesti 1 2 3 4 5 6 7 8 9 11 12 10 13 14 15 16 17 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.