Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 46
26 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is GUÐMUNDUR FINNBOGASON HEIMSPEKINGUR LÉST ÞENNAN DAG. „Að hugsa er fyrst og fremst að spyrja og leita að svari við spurningum.“ Guðmundur Finnbogason (1873-1944) var prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands og rektor í eitt ár. Hann var landsbókavörður frá 1924 til 1943. Á Skólavörðuholti í Reykjavík var afhjúpuð stytta af Leifi heppna Eiríkssyni þennan mánaðardag árið 1932. Styttan var gjöf Banda- ríkjamanna til Íslendinga í tilefni af þúsund ára afmæli Alþingis Íslendinga árið 1930 og það var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, mr. Coleman sem afhenti hana. Með gjöfinni vildu Bandaríkin tengja saman og minnast tveggja sögulegra viðburða. Annars vegar landafundar Íslendingsins Leifs Eiríkssonar sem fyrstur hvítra manna fann Ameríku árið 1000 og hins vegar stofnunar Alþingis Íslend- inga sem er elsta löggjafar- þings heims. Ásgeir Ásgeirsson, sem þá var forsætisráðherra, þakkaði gjöfina og bað sendiherrann að flytja þjóð sinni bestu kveðjur þeirrar íslensku. Um kvöldið var efnt til veislu á Hótel Borg af þessu tilefni en Borgin var einmitt byggð fyrir Alþingishátíðina svo hægt væri að taka þar á móti tignum gestum. ÞETTA GERÐIST: 17. JÚLÍ 1932 Stytta af Leifi heppna afhjúpuð MERKISATBURÐIR 1751 Hlutafélag um eflingu iðnaðar á Íslandi, Inn- réttingarnar, er stofnað á Þingvöllum að frum- kvæði Skúla Magnússon- ar fógeta. 1930 Þýska loftskipið Graf Zeppelin kemur til Íslands og flýgur yfir suðurströnd landsins. 1946 Íslendingar leika sinn fyrsta landsleik í knatt- spyrnu - við Dani sem sigra, 3-0. 1989 Langferðabíll með 27 far- þega hrapar niður í 40 metra djúpt gil á Möðru- dalsöræfum. Farþegarnir sleppa flestir lítt meiddir. Hljómmikil rödd eistnesku söng- konunnar Tui Hirv mun setja svip á almenna messu í Dómkirkjunni á morgun. Það er reyndar í annað sinn sem hún heyrist þar því fyrir mánuði flutti Hirv þar Ave Mariu eftir Schu- bert við skírn hennar sjálfrar og son- arins Eiríks. „Eftir þá athöfn stakk séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest- ur upp á að ég mundi syngja síðar við messu og nú er komið að því,“ segir hún brosandi. „Sem betur fer er tón- listin alþjóðlegt tungumál. Ég er nátt- úrlega ekki með neinar af nótunum mínum hér en fór bara á internetið og fann þar nótur eftir Bach og Schubert sem ég mætti með til organistans Kára Þormar. Við tókum eina æfingu nú á fimmtudagskvöldið og ætlum að hitt- ast aftur fyrir messuna,“ segir hún og lýkur lofsorði á bæði klerk og organ- ista fyrir þann metnað sem þeir leggi í tónlistarlíf kirkjunnar. Tui Hirv býr í Tallinn en er í sumar- heimsókn á Íslandi með sambýlismann- inum, Páli Ragnari Pálssyni tónsmið og syninum unga. Áður en Eiríkur fædd- ist hafði hún atvinnu af því að syngja með Fílharmóníukór Eistlands og hún fær launað frí til að annast litla mann- inn. En hvað kom til að hún lét skíra sig hér á landi um leið og soninn? „Þegar ég fæddist 1984 var Eistland partur af Sovétríkjunum og þá voru skírnir og aðrar trúarlegar athafnir bannaðar. Þegar Eistland fékk sjálfstæði 1991 létu sumir foreldrar skíra börnin sín en það var ekki gert í mínu tilfelli. Margir vina minna hafa gert það síðar að eigin frumkvæði því Eistland er Lútherstrú- arland. Þegar ég sagði föður mínum að þetta stæði til núna sagði hann: „Já, því skyldir þú ekki vera í sömu kirkju og afgangurinn af fjölskyldu þinni?“ Þegar Páll Ragnar er spurður hvort hann hafi fundið Tui Hirv í Tallinn svarar hann kankvís: „Við fundum hvort annað!“ Hann kveðst hafa flutt út fyrir þremur árum til að taka mast- er í tónsmíðum og nú vera byrjað- ur í doktorsnámi. „Í Tallinn er iðkuð mikil tónlist og maður kemst í snert- ingu við gömlu evrópsku hefðina sem er ekki alveg inngróin í okkur Íslend- inga. Þetta opnar því nýja vídd hjá mér og ég er ánægður með kennarann. Svo hafa aðstæður mínar breyst mikið frá því að ég flutti út og því fannst mér upplagt að halda áfram námi þar, þó auðvitað sakni ég Íslands.“ Þegar efna- hagsástandið ber á góma kveðst hann ekki vilja gera lítið úr kreppunni hér en segir ástandið enn alvarlegra í Eist- landi því undirstöðurnar hafi verið svo veikar fyrir. Þetta er þriðja Íslandsheimsókn Tui Hirv og hún telur bæði Eistland og Ísland verða parta af hennar lífi í framtíðinni en væntanlega muni fjöl- skyldan færa pólinn hingað á ákveðn- um tímapunkti enda séu aðstæður til að starfa sem listamaður á Íslandi betri en í mörgum öðrum löndum. gun@frettabladid.is TUI HIRV: SYNGUR VIÐ ALMENNA GUÐSÞJÓNUSTU Í DÓMKIRKJUNNI Á MORGUN Tónlistin alþjóðlegt tungumál TUI HIRV MEÐ PÁLI RAGNARI OG EIRÍKI LITLA „Ég er náttúrlega ekki með neinar af nótunum mínum hér en fór bara á netið og fann þar nótur eftir Bach og Schubert.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 75 ára afmæli Trausti Ólafsson, fyrrverandi forstjóri, Hlaðbæ 16, Reykjavík verður 75 ára þann 19. júlí 2010. Móðir okkar og tengdamóðir, Lára Böðvarsdóttir, frá Laugarvatni, Barmahlíð 54, Reykjavík, lést mánudaginn 12. júlí á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 29. júlí kl. 15.00. Eggert Hauksson, Ágústa Hauksdóttir, Jónas Ingimundarson, Ása Guðmundsdóttir Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un Myndlistarsýning verður opnuð í Verksmiðjunni í Djúpavík á Strönd- um í dag klukkan 14 og allir eru velkomnir. Hún er hluti af þríleik þeirra Hlyns Hallssonar og Jónu Hlífar Halldórsdóttur sem fer fram í Reykjavík, Djúpavík og í Berlín í sumar og haust. Undirtitill hennar er „… og tilbiður guð sinn sem deyr“. Þetta er í fyrsta sinn sem þau Hlynur og Jóna samvinna sýningar- röð. Þau hófu leikinn í Listasafni ASÍ með undirtitlinum Innantóm slagorð og þriðja sýningin verður opnuð 2. september í Berlín. Undirtitill henn- ar er Byltingin er rétt að byrja. Hlynur og Jóna vinna bæði með marga ólíka miðla svo sem ljósmynd- ir, vídeó, texta, gjörninga og innsetn- ingar. Sýningin í Verksmiðjunni í Djúpa- vík stendur til 28. ágúst 2010. - gun … og tilbiður guð sinn sem deyr Ný bók um gönguleiðir í Suðursveit er komin út hjá Máli og menningu. Hún nefnist In the Footsteps of a Storyteller: A Literary Walk with Þórbergur Þórðarson. Þar er lesendum boðið að feta í fótspor stílsnillings- ins frá Hala í Suðursveit og kynnast bernskuslóðum Þór- bergs Þórðarsonar af eigin raun. Göngubók þessi er rúmar 60 síður að lengd og er á ensku og þýsku. Bókin inniheldur brot úr bók Þórbergs, Í Suðursveit, þar sem hann lýsir náttúru- fari og umhverfi æskuslóð- anna og einnig ljósmyndir af helstu kennileitum svæð- isins. Gengið er frá minnis- varðanum á Hala, í vestur- og austurátt. Markmið bókarinnar er þríþætt: að varða skemmti- lega gönguleið, kynna nátt- úrufar og sögu og gefa erlendum gestum tækifæri til að lesa bráðskemmtilega texta Þórbergs. Hún er gefin út með styrk frá Menningar- ráði Austurlands og Atvinnu- og rannsóknarsjóði Horna- fjarðar. Ritun formála og myndaval annaðist Þorbjörg Arnórsdóttir á Hala. - gun Í fótspor Þórbergs MYNDLISTA4MENN Jóna Hlíf og Hlynur. MYND/ÚR EINKASAFNI MEISTARINN Bókin inniheldur brot úr textum hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.