Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.07.2010, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 17.07.2010, Qupperneq 28
„Það hefur ekki verið haldin svona formleg hjólreiðakeppni á Vestfjörðum áður,“ segir Hlynur Guðmundsson, einn af skipuleggj- endum Vesturgötunnar – fjallahjól- reiðakeppni Höfrungs sem haldin verður í fyrsta sinn í dag. „Það hefur samt lengi blundað í okkur að halda hjólakeppni.“ Hlynur segist ekki vita hvar hugmyndin að hjólreiðakeppninni kviknaði. „Þetta kviknaði líklega í samtölum á milli manna í fyrra- sumar að það gæti verið gaman að halda hjólakeppni. En undanfarin ár hefur verið haldin hlaupakeppni þarna sem heitir Vesturgatan,“ segir Hlynur. Hjólreiðakeppnin er hluti af hlaupahátíð á Vestfjörð- um sem stendur yfir um helgina. Óshlíðarhlaupið var þreytt í gær og á morgun verður Vesturgatan hlaupin. Leiðin sem hjóluð verður er 55 kílómetrar. Byrjað er við sund- laugina á Þingeyri. „Hjólað er frá Þingeyri, inn að Kirkjubólsdal og upp á Álftamýrarheiði,“ útskýrir Hlynur og heldur áfram: „Farið er upp í rúmlega fimm hundruð metra hæð þannig að það er tals- vert klifur á þessari leið. Fyrstu fjórtán kílómetrarnir fara í það að koma sér upp í þessa hæð. Svo liggur leiðin beint niður að sjáv- armáli aftur. Hjólað verður með- fram ströndinni, bæði upp og niður.“ Leiðin liggur fyrir Slétta- nes og þaðan eftir ýtuvegi Elísar Kjaran inn Dýrafjörð að flugvell- inum þaðan sem farið er aftur að sundlauginni á Þingeyri. „Leiðin er eftir slóða og mal- arvegi,“ segir Hlynur sem tekur fram að slóðarnir séu misjafn- ir. „Síðan er farið niður í fjöru og hjólað í fjörugrjóti en á heildina litið er þetta nokkuð góð leið og gott að hjóla hana.“ Hlynur segir leiðina vinsæla meðal hjólreiðamanna. „Ég hef hjólað þessa leið nokkrum sinn- um og hljóp hana í fyrsta skipti í fyrra. Það er mjög vinsælt að fara í dagshjólaferðir þangað.“ Hægt er að skrá sig í keppnina á keppnisstað á milli níu og tíu en ræst verður klukkan tíu. martaf@frettabladid.is Lengi blundað í okkur Fyrsta formlega fjallahjólakeppnin á Vestfjörðum verður haldin í dag þegar Vesturgatan – fjallahjólreiða- keppni Höfrungs verður farin. Leiðin liggur eftir slóðum og malarvegum upp í fimm hundruð metra hæð. „Leiðin liggur eftir slóða og malarvegi,“ segir Hlynur. MYND/ÚR EINKASAFNI Hlynur segist hafa hjólað Vesturgötuna nokkrum sinnum. MYND/ÚR EINKASAFNI SKÍRNARFATIÐ í Reynivallakirkju er nátengt sögu byggðar í Kjós. Séra Gunnar Kristjánsson sóknarprestur flytur erindi um uppruna og sögu fatsins í dag klukkan fjögur. Kjóll 7.990,- mjög flo snið, ein stærð Kjóll 5.990,- þessi er komin a ur nú í rauðu og svörtu stærðir s-xl Kjóll 7.990,- stærðir s/m og m/l Opið frá 11–18 í Smáralind. Hlýrakjóll 5.590,- ein stærð Full búð af nýjum vörum Ótrúleg verð! Esju-Einingar ehf. framleiða forsteypt viðhaldsfrí einingarhús í öllum stærðum og gerðum Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.