Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 12
12 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR Á hverju ári slasast yfir 20 börn, sex ára og yngri, sem eru far- þegar í bílum. Með réttum örygg- isbúnaði hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara slysa og draga verulega úr áverkum í öðrum. Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg könnuðu í maí sl. öryggi leikskólabarna í bílum. Könnunin var gerð við 75 leikskóla víða um land og var öryggisbúnaður 2.660 barna skoðaður. Könnun sem þessi hefur verið framkvæmd hér á landi frá árinu 1996 og á svo víðtæk könn- un sér ekki hliðstæðu í öðrum lönd- um. Óhætt er að segja að á undan- förnum árum hafi mikið áunnist í öryggismálum barna í bíl. Á fyrstu árum könnunarinnar var öryggis- búnaður barna í bíl óásættanleg- ur en ljóst er að hugarfarsbreyting hefur orðið í þessum efnum þótt enn vanti töluvert á að hægt sé að segja að ástandið sé viðunandi. Í ár kom í ljós að einungis 9,8% barnabílstóla voru bakvísandi en mun öruggara er fyrir barn yngra en þriggja ára að nota bakvísandi barnabílstól. Höfuð barns á þessum aldri er hlutfallslega stórt og þungt og hálsliðir þess ekki fullþroskaðir. Við árekstur eru minni líkur á alvar- legum áverkum á mænu og heila ef barn er í bakvísandi barnabílstól. Í könnuninni kom einnig í ljós að 10,8% barna voru í engum búnaði eða einungis í öryggisbelti. Þetta er nokkru betri útkoma en í fyrra þegar 12,8% barna voru í engum búnaði eða einungis í öryggisbelti. Öruggara er að barn noti bílstól eða bílpúða þar til það er orðið 10 til 12 ára (36 kg). Beinagrind barns er ekki orðin nægilega þroskuð til að þola það átak sem myndast af hefð- bundnu öryggisbelti við árekstur. Ef beltið situr ekki rétt getur það jafn- framt veitt alvarlega áverka á kvið- arholi. Loks ber að nefna að barn sem er lægra en 150 sm á hæð má ekki vera farþegi í framsæti bif- reiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið og því alltaf öruggara fyrir það að sitja í aftursæti. Í þessu sambandi skipt- ir engu þótt barnið sé í barnabílstól eða með annan viðeigandi öryggis- búnað. Höggið sem öryggispúðinn gefur þegar hann springur út getur leitt barn til dauða þó hann veiti full- orðnum öryggi. Í könnuninni sem gerð var nú í ár voru 20 börn í fram- sæti fyrir framan virkan öryggis- púða, þar af voru 13 eingöngu með bílbelti en 3 laus. Þetta er heldur betri útkoma en í fyrra. Öryggisbúnaður barna í ökutækj- um skal uppfylla kröfur samkvæmt reglum efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu. En þegar nýr barnabílstóll er keyptur er einnig nauðsynlegt að athuga hvort hann passi í bílinn og henti barninu. Gott er að láta barnið máta búnaðinn og hafa ber í huga að betra er að gera það þegar barnið er óþreytt. Ending- artími barnabílstóla er 6-8 ár en eig- inleikar þeirra efna sem notuð eru í stólana breytast með tímanum. Ekki má nota stól sem orðið hefur fyrir hnjaski eða skemmdum. Nánari upp- lýsingar um öryggi barna í bílum má finna á heimasíðu Umferðarstofu www.us.is og í bæklingnum Öryggi barna í bíl en í honum má finna upp- lýsingar um flokkaskiptingu örygg- isbúnaðar barna í bíl. Einnig má senda fyrirspurn á fraedsla@us.is. Hvar situr barnið þitt? Umferðaröryggi Þóra Magnea Magnúsdóttir fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu Það er til fólk sem er haldið þrá-hyggju vegna lúpínu og finnst lúpínan vera að taka yfir landið og talar um innrás framandi teg- undar, þó að elstu heimildir um notkun hennar á Íslandi séu frá árinu 1885. Nú er mikil vá fyrir dyrum segir þetta fólk og grípa þarf til varna. Hagsmunaaðilar hafa verið að hvísla þessu í eyra umhverfisráðherra og svo auðvit- að hvísla þeir líka sem er illa við lúpínu eingöngu vegna þess að hún er „útlensk“ planta. Stórtæk, rán- dýr og mannaflsfrek útrýmingar- herferð með illgresiseyði stendur fyrir dyrum. Óvinurinn er lúpín- an, vígvöllurinn er villt náttúra Íslands og herkostnaðinn borga skattborgararnir. Roundup er illgresiseyðir sem nota á í stórum stíl í villtri nátt- úru Íslands og það með náttúru- vernd að yfirskyni. Það er þá ekki í fyrsta sinn sem Roundup er notað undir slíku yfirskini því Monsanto fyrirtækið sem framleiðir Round- up hefur erlendis ítrekað verið ásakað um að fjármagna áróð- ur gegn framandi plöntum með það að augnamiði að selja eitrið. Ég hvet lesendur til að kynna sér skýrslu Þrastar Eysteinssonar og félaga þar sem þetta kemur skýrt fram og einnig hörð gagnrýni á fyrirætlanir stjórnvalda. Hún er aðgengileg á netinu. Skýrslan heitir: Athugasemdir til umhverf- isráðherra um skýrsluna „Alaska- lúpína og skógarkerfill á Íslandi: Útbreiðsla, varnir og nýting.” Þau gögn sem lögð eru fram til grundvallar og réttlætingar hern- aðinum eru meingölluð og það skín í gegn hagsmunapot og illska út í lúpínu því hún er „útlensk“ planta. Umhverfisráðherra hefur kok- gleypt áróðurinn og vitleysuna og hefur ekki bein í nefinu til að við- urkenna mistök sín. Við að dreifa eitrinu stendur til að nota stór- virkar vinnuvélar með úðadælu þar sem land er véltækt og alaska- lúpínan þétt, en fjórhjól þar sem stærri vélar komast ekki að svo vitnað sé í skýrslu til umhverfis- ráðherra frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Landgræðslu ríkisins. Þessi skýrsla er full af vitleysu og hindurvitnum og eru mér lærðari aðilar betur fallnir til að hrekja það sem þar stendur og bendi ég aftur á skýrslu Þrastar Eysteins- sonar og félaga. Lúpínan hefur verið hér í meira en 100 ár og er engin ógn við líf- ríkið heldur gríðarlega öflug land- græðsluplanta sem byggir upp jarðveginn, veitir öðrum gróðri skjól og klæðir örfoka land. Það er furðulegt að umhverfisráð- herra skuli falla í gildruna og láta blekkja sig upp úr skónum. Sóun almannafjár og stórfelld eiturefna- herferð í villtri náttúru landsins er fram undan og er í boði Monsanto og Vinstri grænna, flokksins sem kennir sig við náttúruvernd. Ég hvet alla sem annt er um náttúru Íslands til að taka höndum saman og berjast gegn þessum hörmu- legu áformum. Lúpínuþráhyggjan Kæri Ögmundur.Ég sé í grein eftir þig í Fréttablaðinu 15. þessa mánaðar að þú telur aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu stríða gegn stjórn- arskrá lýðveldisins. Þess vegna hlýt ég að spyrja: Hvernig getur þú setið á Alþingi Íslendinga án þess að berj- ast fyrir því sleitulaust að þeirri aðild verði slitið? Oft hef ég hrif- izt af mælsku þinni og málafylgju í ræðustóli þingsins, en aldrei heyrt þig krefjast þess að EES-samningn- um verði sagt upp. Mér virðist að í þessu efni hefði pólitísk samkvæmni af þinni hálfu mátt vera rishærri. Það er frægt að hershöfðinginn Cató hinn eldri lauk öllum ræðum sínum í öldungaráði Rómar að fornu á orðunum: „Þar að auki legg ég til að Karþagó verði lögð í rúst.“ Eðli málsins samkvæmt færi vel á því ef þú, sem hefur unnið drengskap- arheit að stjórnarskrá landsins eins og aðrir alþingismenn, lykir öllum ræðum þínum í þingsalnum til að mynda þannig: „Þar að auki krefst ég þess að aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu verði slitið“. Von- andi fær maður að heyra eitthvað þvíumlíkt af munni þínum eftir að þingið kemur aftur saman nú á haustdögum. Með kveðju, Hannes Pétursson. Til Ögmundar Jónassonar Evrópumál Hannes Pétursson rithöfundur Umhverfismál Einar Gunnar Birgisson áhugamaður um umhverfisvernd Lúpínan hefur verið hér í meira en 100 ár og er engin ógn við lífríkið heldur gríðarlega öflug landgræðslu- planta sem byggir upp jarðveginn, veitir öðrum gróðri skjól og klæðir örfoka land. HVER ERT ÞÚ? Splunkunýtt smásagnasafn eftir Njörð P. Njarðvík Listilega samdar og áhugaverðar sögur ÍSLENSKAR FAGURBÓKMENNTIR Í KILJUM MILLI TRJÁNNA Frábærar smásögur Gyrðis Elíassonar Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna ENN ER MORGUNN Mögnuð skáldsaga Böðvars Guðmundssonar Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna uppheimar.is NÝ BÓK KOMIN Í KILJU KOMIN Í KILJU LE ST U GÓ ÐA R K ILJ UR Í S UM AR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.