Fréttablaðið - 17.07.2010, Síða 48
28 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
Dóttir mín
segir mér að þú
sért í auglýsinga-
bransanum.
Besta
sneiðin!
Didda
Pitsa!
Nauj! Nauj!
Þarna er ein
stór og fín!
Ójá! Komdu
til mömmu! Nær, elskan! Aðeins nær!
Náði
þér!
Einn þúsund króna seðil... Einn poki af
heimabökuðum súkkulaðibitakökum...
Einn nýhlaðinn iPod...
Ég get gert líf mitt ánægju-
legt, en ég mun aldrei setja
verðmiða á það!
Foreldrar þínir
ættu að leggja
háar fjárhæðir í
meðferðarúrræði.
Með því að þrýsta
svona á þau kemst
ég úr landi til að
stunda sex ára
háskólanám.
Hvernig er
bókin, Solla?
Hrikaleg.
Alveg
hræðileg.
Þetta er hugs-
anlega versta
saga sem ég hef
lesið.
Hvers vegna ertu þá
ennþá að lesa hana?
Bara til að
vera góð.
Ef einhver lagði á sig
að skrifa bók er það
minnsta sem ég get
gert að lesa hana.
Hrikalega fögur vinkona mín sagði um daginn að vinkonur hennar
væru í auknum mæli byrjaðar að sækja
í yngri karlmenn. Á meðan ég fylgdist
agndofa með sagði hún algengt að stelp-
ur sem væru komnar um eða yfir miðjan
þrítugsaldurinn skömmuðust sín ekkert
fyrir að eiga rétt tæplega tvítuga kær-
asta og sneru þannig aldagömlum gild-
um á hvolf – gildum sem hafa viðhaldið
lífi á jörðinni frá örófi alda.
FRÉTTIRNAR komu mér að sjálf-
sögðu í opna skjöldu og röskuðu
einhverju jafnvægi innra með mér.
Ég þekki varla annað en að karl-
menn eigi einkaleyfi á því að næla
sér í yngri maka og finnst framandi
að hugsa til þess að 25 ára stelpur láti
sjá sig í stúdentsveislum hjá kær-
ustunum sínum sem eru mjóróma
og óöruggir eins og aðrir ungl-
ingar. Það sló mig einnig að
stelpurnar eru miklu yngri en
hinar svokölluðu fjallaljón-
ynjur (e.þ. Cougars) sem
sitja um miklu yngri
menn og veiða þá með
hjálp óaðfinnanlegra
leðurstígvéla og far-
sæls ferils í fasteigna-
sölu.
VINKONA mín staðfesti semsagt að
fjallaljónynjur geta verið miklu yngri en
áður var talið. Við nánari eftirgrennsl-
an komst ég að því að þessi nýja kynslóð
kallast púmur (e.þ. Puma) eða fjallaljón-
ynjur í þjálfun. Þær leita ekkert sérstak-
lega langt niður fyrir sig í aldri – kannski
fimm til sex ár og sleppa þannig við
að vera kallaðar vögguræningjar (e.þ.
Craddle robbers) sem er slanguryrði yfir
þá eða þær sem leita til miklu yngra fólks
í leit að losta og/eða ást – en þó innan
ramma laganna.
VIÐ skulum vona að guð hjálpi okkur
því þessi þróun gæti leitt til útrýming-
ar silungsins (e.þ. Trout). Silungur er
karlmaður sem sækir í yngri stelpur og
hefur viðhaldið lífi á jörðinni frá upp-
hafi. Afleiðingarnar gætu jafnvel orðið
alvarlegri, enda á mannkynið allt undir
eldgömlum karlgörmum sem áttu í ástar-
samböndum við yngri konur. Júlíus Cesar
var til dæmis 52 ára þegar hann kynntist
hinni 21 árs gömlu Kleópötru um 47 fyrir
Krist.
EF PÚMUR éta karlmannsstofninn upp
til agna áður en þeir ná að verða silungar
verður ekkert æti eftir fyrir fjallaljónynj-
urnar. Ef þessari þróun verður ekki snúið
við er tortíming mannkyns yfirvofandi.
Útrýming mannkyns
Frumsýnd
21. júlí í Smárabíói
Bayar
Bayanchandmani, Mongólíu
Hattie
San Francisco, Kaliforníu
Mari
Tókýó, Japan
Ponijao
Opuwo, Namibíu
Gerber og Nestlé barnamatur kynna með stolti
Allir elska börnin
"Dásamlega
hugvitssöm og
ótrúlega
skemmtileg!"
- Shawn Levy,
The Oregonian
"Ef 'Ferðalag
keisaramörgæsanna'
heillaði þig, bíddu þá þar
til þú sérð Babies!"
- Susan Wloszcyna, USA Today
"Ef þú elskar
börn þá muntu
elska Babies."
- A.O. Scott,
The New York Times
"Þetta gæti verið
'feel-good' mynd
áratugarins!"
- Marina Zogbi,
Moviefone