Fréttablaðið - 17.07.2010, Síða 56

Fréttablaðið - 17.07.2010, Síða 56
36 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Pepsi-deild kvenna Breiðablik-KR 4-0 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (6.), 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (39.), 3-0 Fanndís Friðriksdóttir (60.), 4-0 Fanndís Friðriksdóttir (64.). Leiknum var flýtt vegna þátttöku Blika í Evrópukeppninni. Þetta voru langþráð mörk hjá Fanndísi sem hafði ekki skorað síðan hún skoraði fyrsta mark Blika í sumar í 3-1 sigri á Fylki 13. maí. 1. deild karla ÍR-Grótta 2-2 0-1 Enric Már Teitsson (17.), 1-1 Karl Brynjar Björnsson (49.), 2-1 Árni Freyr Guðnason (55.), 2-2 Magnús Gíslason (63.) Njarðvík-Leiknir R. 0-1 0-1 Vigfús Arnar Jósepsson (15.) STAÐA EFSTU LIÐA Leiknir 12 8 1 3 20-11 25 Þór Ak. 11 6 4 1 25-13 22 Víkingur 11 7 1 3 19-11 22 ÍR 12 5 5 2 18-19 20 Fjölnir 11 5 3 3 21-15 18 HK 11 4 3 4 16-19 15 ÍA 11 3 4 4 16-16 13 Þróttur 11 3 2 6 14-19 11 ÚRSLIT Í GÆR Birgir Leifur Hafþórsson var á æfingasvæðinu þegar Fréttablaðið hringdi í hann. Birgir gjörsigraði andstæðingana á meistaramóti GKG með nítján högga mun í síðustu viku en hann lék hringina fjóra á samtals fimm undir pari. „Þetta er fyrsta mótið sem ég spila á síðan í september á síðasta ári,“ segir Birgir en hann fékk brjósklos í mjó- bakið og hefur verið lengi að ná sér. „Ég fór ekki í aðgerð og þá tekur þetta lengri tíma. Ég er búinn að vera í ýmsum meðferðum, fyrst í verkjameðferð þar sem losað var um sársaukann og svo tók ég þetta í litlum skrefum. Ég tók þetta stig af stigi og byrjaði svo að slá rólega. Fyrst bara 10 bolta og svo 20,“ segir Birgir sem er nú kominn á gott ról. „Ég er mjög ánægður með skrokkinn. Ég hlusta þó á líkamann og er vel vakandi fyrir öllum einkennum. Ég prófaði nýverið að spila tvo hringi í röð og það gekk vel. Ég spilaði svo fjóra í röð á meistaramótinu og er ánægður með hvernig gengur,“ segir Birgir sem mun spila á Landsmótinu í næstu viku. „Það verður alvöru prófraun en hrikalega skemmtilegt. Kiðjaberg- svöllurinn er mjög langur en ég hlakka til,“ segir Birgir sem stefnir aftur út í atvinnumennsku í haust. „Ég tek þátt í úrtökumóti númer tvö þaðan sem 25 af 90 komast á þriðja mótið. Þaðan komast 30 af 160 inn á Evrópumótaröðina. Það er stefnan og ég hef nægan tíma til að toppa í nóvember þegar mótið fer fram. Ég fer út í lok ágúst eða byrjun september og keppi aftur á Áskorendamótaröðinni en svo er bara að tryggja sér kortið. Ég hef gert það áður og hræðist þetta ekk- ert,“ segir Birgir sem er bjartsýnn fyrir haustið. „Það þýðir ekkert annað. Ég er ryðgaður í spilaforminu en það þarf ekki nema tvö til þrjú mót til að laga það. Ég og allir í kringum mig erum bjartsýnir á að ég verði í topp standi í haust,“ segir Birgir. BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON: ER LOKSINS BYRJAÐUR AÐ KEPPA AFTUR OG STEFNIR AFTUR Á EVRÓPUMÓTARÖÐINA Bjartsýnn á að ég toppi á réttum tíma í haust > Guðný Björk lánuð til Vals Landsliðskonan Guðný Björk Óðinsdóttir mun á næstunni spila þrjá leiki með toppliði Vals í deild og bikar en hún hefur verið lánuð frá Kristianstad í Sví- þjóð til Vals. Þetta kom fram á fótbolta.net í gær en sænska deildin er í eins og hálfs mánaðar fríi. Guðný mun spila með Val gegn FH og Fylki í Pepsi-deildinni og gegn Þór/KA í undanúrslitum VISA-bikarsins en snýr svo aftur til Svíþjóðar í mánaðarlok. Erla Steina Arnardóttir vildi einnig koma til Íslands en Valsmenn vildu ekki fá hana samkvæmt umræddri frétt á fótbolta.net. 20 00 Bílaflokkar Bílar með drifi á einum öxli keppa í 4 flokkum: 4 sílendra 6 sílendra 8+ sílendra yngra en 1985 8+ sílendra eldra en 1985 Fjórhóladrifnir bílar keppa í einum flokk: 4x4 flokkur Jeppar, trukkar og pallbílar keppa í einum flokki: Jeppaflokkur Mótorhjólaflokkar Racerar: 799cc og minni 800cc og stærri Hippar: 999cc og minni 1000cc og stærri Skeljungur og Kvartmíluklúbburinn kynna: Aðalkeppni sumarsins aðeins fyrir götubíla • Bensínúttektir frá Skeljungi • ToyoTires dekk frá Bílabúð Benna • Mothers bón VERÐLAUN: Keppt verður í sex flokkum á bílum og fjórum flokkum á mótorhjólum. REYKJANESBRAUT K VA R TM ÍLU B R A U T B ÍLA - STÆ Ð I ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK K R Ý S U V ÍK U R V E G U R ÁLFHELLA R A U Ð H E L L A PI PA PI PA PI PA PI PAAAAPP PIPI RRRR \\\\\\ A W A A W A W A AA TB W A TB W TB W TBTBTBTT ••• AAAA A AÍAÍAAAASÍ AAÍAÍAÍSÍSÍ S Í S SS •••• 55 10 18 5 01 8 10 18 10 18 1 0110 1 101 777 GOLF Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fimm högga for- skot eftir annan daginn á Opna breska meistaramótinu í golfi en Norður-Írinn Rory Mcllroy sem var í forustu eftir fyrsta daginn átti hins vegar afleitan dag í gær og var einn af fórnarlömbum erf- iðra aðstæðna. Louis Oosthuizen lék á 67 högg- um í gær eða á fimm höggum undir pari en hann lék fyrsta daginn á 65 höggum og er því á tólf höggum undir pari eftir 36 holur. Oosthuizen hafði ekki komist í gegnum niðurskurðinn í þremur tilraunum á Opna breska en hafði heppnina með sér að fara snemma út í gær og áður en vindurinn tók öll völd á St. Andrews-vellinum. Oosthuizen var með þriggja högga forskot á Rory Mcllroy þegar hann lauk hringnum í gær en forskotið átti eftir að aukast þegar leið á daginn. Hinn fimm- tugi Mark Calcavecchia er í öðru sæti eftir að hafa fengið 13 pör og 5 fugla í gær. Rory Mcllroy spilaði jafnilla í gær og hann spilaði vel í fyrra- dag. Mcllroy paraði fyrstu þrjár holurnar en lenti síðan í því að bíða í 65 mínútur á fjórðu holunni á meðan leik var frestað vegna veð- urs. Biðin fór greinilega með taug- arnar því hann fékk fjóra skolla á næstu fimm holum og endaði dag- inn á átta höggum yfir pari. Hann lék því 17 höggum verr í gær en á fyrsta deginum. Tiger Woods spilaði þegar vind- urinn var einna mestur og byrjaði daginn á tveimur skollum. Hann kláraði hringinn á einu höggi yfir pari eftir að hafa verið nálægt því að enda daginn á erni. Hann er í 15. sæti átta höggum á eftir Oost- huizen. -óój Louis Oosthuizen er með 5 högga forustu eftir annan daginn á Opna breska: Vindurinn fór illa með menn KALLAÐUR SHREK Suður-Afríukumaður- inn Louis Oosthuizen. MYND/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.