Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 56
36 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Pepsi-deild kvenna Breiðablik-KR 4-0 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir (6.), 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (39.), 3-0 Fanndís Friðriksdóttir (60.), 4-0 Fanndís Friðriksdóttir (64.). Leiknum var flýtt vegna þátttöku Blika í Evrópukeppninni. Þetta voru langþráð mörk hjá Fanndísi sem hafði ekki skorað síðan hún skoraði fyrsta mark Blika í sumar í 3-1 sigri á Fylki 13. maí. 1. deild karla ÍR-Grótta 2-2 0-1 Enric Már Teitsson (17.), 1-1 Karl Brynjar Björnsson (49.), 2-1 Árni Freyr Guðnason (55.), 2-2 Magnús Gíslason (63.) Njarðvík-Leiknir R. 0-1 0-1 Vigfús Arnar Jósepsson (15.) STAÐA EFSTU LIÐA Leiknir 12 8 1 3 20-11 25 Þór Ak. 11 6 4 1 25-13 22 Víkingur 11 7 1 3 19-11 22 ÍR 12 5 5 2 18-19 20 Fjölnir 11 5 3 3 21-15 18 HK 11 4 3 4 16-19 15 ÍA 11 3 4 4 16-16 13 Þróttur 11 3 2 6 14-19 11 ÚRSLIT Í GÆR Birgir Leifur Hafþórsson var á æfingasvæðinu þegar Fréttablaðið hringdi í hann. Birgir gjörsigraði andstæðingana á meistaramóti GKG með nítján högga mun í síðustu viku en hann lék hringina fjóra á samtals fimm undir pari. „Þetta er fyrsta mótið sem ég spila á síðan í september á síðasta ári,“ segir Birgir en hann fékk brjósklos í mjó- bakið og hefur verið lengi að ná sér. „Ég fór ekki í aðgerð og þá tekur þetta lengri tíma. Ég er búinn að vera í ýmsum meðferðum, fyrst í verkjameðferð þar sem losað var um sársaukann og svo tók ég þetta í litlum skrefum. Ég tók þetta stig af stigi og byrjaði svo að slá rólega. Fyrst bara 10 bolta og svo 20,“ segir Birgir sem er nú kominn á gott ról. „Ég er mjög ánægður með skrokkinn. Ég hlusta þó á líkamann og er vel vakandi fyrir öllum einkennum. Ég prófaði nýverið að spila tvo hringi í röð og það gekk vel. Ég spilaði svo fjóra í röð á meistaramótinu og er ánægður með hvernig gengur,“ segir Birgir sem mun spila á Landsmótinu í næstu viku. „Það verður alvöru prófraun en hrikalega skemmtilegt. Kiðjaberg- svöllurinn er mjög langur en ég hlakka til,“ segir Birgir sem stefnir aftur út í atvinnumennsku í haust. „Ég tek þátt í úrtökumóti númer tvö þaðan sem 25 af 90 komast á þriðja mótið. Þaðan komast 30 af 160 inn á Evrópumótaröðina. Það er stefnan og ég hef nægan tíma til að toppa í nóvember þegar mótið fer fram. Ég fer út í lok ágúst eða byrjun september og keppi aftur á Áskorendamótaröðinni en svo er bara að tryggja sér kortið. Ég hef gert það áður og hræðist þetta ekk- ert,“ segir Birgir sem er bjartsýnn fyrir haustið. „Það þýðir ekkert annað. Ég er ryðgaður í spilaforminu en það þarf ekki nema tvö til þrjú mót til að laga það. Ég og allir í kringum mig erum bjartsýnir á að ég verði í topp standi í haust,“ segir Birgir. BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON: ER LOKSINS BYRJAÐUR AÐ KEPPA AFTUR OG STEFNIR AFTUR Á EVRÓPUMÓTARÖÐINA Bjartsýnn á að ég toppi á réttum tíma í haust > Guðný Björk lánuð til Vals Landsliðskonan Guðný Björk Óðinsdóttir mun á næstunni spila þrjá leiki með toppliði Vals í deild og bikar en hún hefur verið lánuð frá Kristianstad í Sví- þjóð til Vals. Þetta kom fram á fótbolta.net í gær en sænska deildin er í eins og hálfs mánaðar fríi. Guðný mun spila með Val gegn FH og Fylki í Pepsi-deildinni og gegn Þór/KA í undanúrslitum VISA-bikarsins en snýr svo aftur til Svíþjóðar í mánaðarlok. Erla Steina Arnardóttir vildi einnig koma til Íslands en Valsmenn vildu ekki fá hana samkvæmt umræddri frétt á fótbolta.net. 20 00 Bílaflokkar Bílar með drifi á einum öxli keppa í 4 flokkum: 4 sílendra 6 sílendra 8+ sílendra yngra en 1985 8+ sílendra eldra en 1985 Fjórhóladrifnir bílar keppa í einum flokk: 4x4 flokkur Jeppar, trukkar og pallbílar keppa í einum flokki: Jeppaflokkur Mótorhjólaflokkar Racerar: 799cc og minni 800cc og stærri Hippar: 999cc og minni 1000cc og stærri Skeljungur og Kvartmíluklúbburinn kynna: Aðalkeppni sumarsins aðeins fyrir götubíla • Bensínúttektir frá Skeljungi • ToyoTires dekk frá Bílabúð Benna • Mothers bón VERÐLAUN: Keppt verður í sex flokkum á bílum og fjórum flokkum á mótorhjólum. REYKJANESBRAUT K VA R TM ÍLU B R A U T B ÍLA - STÆ Ð I ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK K R Ý S U V ÍK U R V E G U R ÁLFHELLA R A U Ð H E L L A PI PA PI PA PI PA PI PAAAAPP PIPI RRRR \\\\\\ A W A A W A W A AA TB W A TB W TB W TBTBTBTT ••• AAAA A AÍAÍAAAASÍ AAÍAÍAÍSÍSÍ S Í S SS •••• 55 10 18 5 01 8 10 18 10 18 1 0110 1 101 777 GOLF Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen hefur fimm högga for- skot eftir annan daginn á Opna breska meistaramótinu í golfi en Norður-Írinn Rory Mcllroy sem var í forustu eftir fyrsta daginn átti hins vegar afleitan dag í gær og var einn af fórnarlömbum erf- iðra aðstæðna. Louis Oosthuizen lék á 67 högg- um í gær eða á fimm höggum undir pari en hann lék fyrsta daginn á 65 höggum og er því á tólf höggum undir pari eftir 36 holur. Oosthuizen hafði ekki komist í gegnum niðurskurðinn í þremur tilraunum á Opna breska en hafði heppnina með sér að fara snemma út í gær og áður en vindurinn tók öll völd á St. Andrews-vellinum. Oosthuizen var með þriggja högga forskot á Rory Mcllroy þegar hann lauk hringnum í gær en forskotið átti eftir að aukast þegar leið á daginn. Hinn fimm- tugi Mark Calcavecchia er í öðru sæti eftir að hafa fengið 13 pör og 5 fugla í gær. Rory Mcllroy spilaði jafnilla í gær og hann spilaði vel í fyrra- dag. Mcllroy paraði fyrstu þrjár holurnar en lenti síðan í því að bíða í 65 mínútur á fjórðu holunni á meðan leik var frestað vegna veð- urs. Biðin fór greinilega með taug- arnar því hann fékk fjóra skolla á næstu fimm holum og endaði dag- inn á átta höggum yfir pari. Hann lék því 17 höggum verr í gær en á fyrsta deginum. Tiger Woods spilaði þegar vind- urinn var einna mestur og byrjaði daginn á tveimur skollum. Hann kláraði hringinn á einu höggi yfir pari eftir að hafa verið nálægt því að enda daginn á erni. Hann er í 15. sæti átta höggum á eftir Oost- huizen. -óój Louis Oosthuizen er með 5 högga forustu eftir annan daginn á Opna breska: Vindurinn fór illa með menn KALLAÐUR SHREK Suður-Afríukumaður- inn Louis Oosthuizen. MYND/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.