Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 32
 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR4 Miðað er við að tónverkið sé 5-10 mínútur að lengd og skal það samið fyrir sinfóníuhljómsveit (að hámarki 3.3.3.3. 4.3.3.1, 3 slv. + pákur, píanó/selesta, harpa, strengir). Verkið skal hæfa tilefninu og er mælst til þess að höfundar notfæri sér hin ýmsu fjölbreyttu litbrigði sinfóníuhljómsveitarinnar. Verðlaunafé er 1.000.000 kr. Raddskrám skal skila í fimm eintökum á skrifstofu Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Háskólabíói við Hagatorg, í síðasta lagi klukkan 12 á hádegi föstudaginn 7. janúar 2011, merkt „Tónsmíðasamkeppni“. Verk sem ekki hafa borist fyrir tilskilinn skilafrest eru ekki gjaldgeng í keppnina. Raddskrár skulu einungis merktar með dulnefni. Nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi, merktu dulnefninu. Fimm manna dómnefnd er skipuð fulltrúum listráðs Hörpu, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Tónskáldafélags Íslands, Félags tónskálda og textahöfunda og Félags íslenskra hljómlistarmanna og velur hún verkið sem ber sigur úr býtum. Úrslit verða kunngerð á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar á Myrkum músíkdögum, 27. janúar 2011. Sigurvegari keppninnar skuldbindur sig jafnframt til að skila öllum hljóðfæraröddum fullfrágengnum til skrifstofu SÍ eigi síðar en 15. mars 2011. Reglur keppninnar er hægt að nálgast á heimasíðum Hörpu og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, www.harpa.is og www.sinfonia.is. Tónverk til flutnings við opnun Hörpu Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa og Sinfóníuhljómsveit Íslands efna til samkeppni um nýtt tónverk sem frumflutt verður við opnunarhátíð Hörpu í maí 2011. Vilt þú vinna á skemmtilegum vinnustað þar sem góður starfsandi ríkir? Matís ohf. óskar eftir að ráða aðstoðarmann í 50% stöðu í mötuneyti starfsmanna að Vínlandsleið 12 í Reykjavík en þar starfa u.þ.b. 80 manns. Um starfið Ábyrgðarsvið starfsmanns er almennur frágangur í mötu- neyti, uppþvottur og þrif ásamt því að aðstoða matreiðslu- mann við undirbúning og framleiðslu ef þörf krefur. Nánari upplýsingar veita Þórir H. Bergsson matreiðslumaður í síma 858 5145 og Jón H. Arnarson mannauðsstjóri í síma 858 5076. Umsóknir, ásamt ferilskrá sendist til Jóns H. Arnarsonar, á póstfangið jon.h.arnarson@matis.is fyrir 30. júlí. Okkar rannsóknir – allra hagur Matís ohf. Vínlandsleið 12 113 Reykjavík 422 5000 www.matis.is VERKEFNASTJÓRI Háskólafélag Suðurlands ehf. óskar eftir að ráða verkefnastjóra í metnaðarfullt starf Háskólafélagsins til þess að halda utan um og afl a verkefna í samræmi við samþykkta stefnu, framtíðarsýn og fjárhagsáætlun stjórnar, sjá nánari upplýsingar um félagið á www.hfsu.is. Verkefnastjóri þarf að hafa háskólapróf sem nýtist í starfi , góða tungumálakunnáttu og reynslu af verkefnastjórnun og jákvæðu samstarfi . Við leitum að einstaklingi sem hefur yfi r að búa framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi og góðu tengslaneti inn í atvinnulífi ð á Suðurlandi ásamt öfl ugri innsýn inn í háskólaumhverfi ð og samkeppnissjóði. Boðið er uppá krefjandi starf, fjölbreytt og spennandi verkefni og tækifæri til að hafa mótandi áhrif á uppbyggingu háskólastarfs á Suðurlandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafi ð störf eigi síðar en 1. september 2010 en það er þó samningsatriði. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs, með möguleika á framlengingu. Á móti umsóknum tekur Sigurður Sigursveinsson, sigurdur@hfsu.is , framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, og Steingerður Hreinsdóttir, steingerdur@sudur.is, formaður stjórnar Háskólafélags Suðurlands, og þau veita einnig frekari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 9. ágúst 2010. Háskólafélag Suðurlands ehf er í eigu sveitarfélaganna á Suðurlandi. Félagið myndar þekkingarnet á Suðurlandi og er tilgangur þess að auka menntunarstig og búsetugæði á svæðinu, með uppbyggingu þekkingarsamfélags, betra aðgengi að háskólanámi, auknum rannsóknum og fjölbreyttari atvinnutækifærum. HfSu stefnir að því að vera framúrskarandi í sérhæfðri þekkingarþróun og rannsóknum á náttúru, mannlífi , atvinnu og menningu á Suðurlandi og aðlaðandi valkostur hvað varðar val á vettvangi náms, hvort sem um er að ræða staðbundið nám eða fjarnám. sími: 511 1144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.