Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 10
10 17. júlí 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Í umræðum um kaup Magma á HS orku er stöðugt ruglað saman erlendri fjárfestingu í orkuframleiðslu og orku- lindum. Nokkrir starfsmenn Ríkis- útvarpsins ohf. virðast hafa það á starfsskrá sinni að rugla fólk í rím- inu um þessi efni. Kanadíska fyrirtækið hefur ekki fjárfest eina krónu í íslenskum orkulindum. Eftir lögum má ekki selja opinberar orkulindir. Fyrir- tækið hefur hins vegar fjárfest í orkuframleiðslufyrirtæki og leigir nýtingarrétt á orku til langs tíma. Landsvirkjun selur útlendingum orku frá nokkrum virkjunum með samningum til margra áratuga. Orkulindin er ekki nýtt til ann- ars á meðan. Erfitt er að meta með nákvæmni þann arð sem þjóð- in hefur haft af nýtingu orku- auðlinda í opin- berri eigu. Það skýrist meðal annars af því að hún hefur notið arðseminnar að hluta til með til- tölulega lágu raf- orkuverði. Fyrir ári var birt skýrsla sem núverandi fjármálaráðherra lét vinna um arðsemi orkusölu til stór- iðju. Einn af höfundum skýrslunn- ar, Sigurður Jóhannesson hagfræð- ingur, skrifaði nýlega í tímaritið Vísbendingu um Magma-kaupin. Niðurstaða hans er sú að greiðslur fyrirtækisins til eigenda orkulind- anna á Suðurnesjum séu framför frá því sem verið hefur og landsmenn muni hagnast á breytingunni. Með öðrum orðum: Þjóðin er að njóta arðsemi af erlendri fjárfest- ingu í orkuframleiðslu án þess að orkuauðlindin sjálf hafi verið seld. Þetta er ávöxtur þeirrar breytingar sem gerð var á orkulögunum 2008. Málið snýst einfaldlega ekki um sölu á auðlindinni. Málefnaleg pólitísk viðmið sýna að í þessu máli er einvörðungu tek- ist á um hvort leyfa á erlenda fjár- festingu í atvinnustarfsemi án eign- arréttar á auðlindum. Takmörkun á því væri óráð og andstæð almanna- hagsmunum. Málefnaleg viðmið Hafa verður í huga að aðeins eru tvö ár síðan farið var að greina á milli orkulinda og orku- framleiðslu. Áður voru þessir tveir þættir ein órjúfanleg heild. Við þær aðstæður voru deilur eins og þessar skiljanlegri. Nú er augljóst að þeir sem almennt eru á móti erlendri fjár- festingu eru að notfæra sér að enn má rugla þessum þáttum saman í huga fólks. Ríkisútvarpið tekur þátt í því. Ástæðan fyrir þessari villandi umræðu liggur fyrst og fremst í þeim pólitíska vanda sem klofning- urinn í VG hefur valdið. Samstarfsáætlunin við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn gerir ráð fyrir umtalsverðri nýrri fjárfestingu í orkufrekum iðnaði. Forysta VG féllst á þessa áætlun eins og Sam- fylkingin og Sjálfstæðisflokkur- inn höfðu gert í fyrri ríkisstjórn. Vinstri armur VG taldi frá upphafi að flokkurinn hefði með því gefið of mikið eftir af grundvallar andstöðu flokksins við erlenda fjárfestingu og orkufrekan iðnað. Vinstri armur VG hefur því ákveðið nota þetta mál sem próf- stein á styrkleikahlutföll innan flokksins. Krafa þeirra er riftun á gerðum samningum sem Alþingi hefur ekki heimild til. Forystan er í veikri stöðu og fylgir á eftir. For- ysta Samfylkingarinnar treður mar- vaðann. Hún vill verja orðinn hlut en býðst til að þrengja að erlendri fjárfestingu í framtíðinni. Heimssýnarvængur Sjálfstæð- isflokksins hefur tekið einarða afstöðu með vinstri armi VG. Það er til marks um að Heimssýnarsam- starfið er smátt og smátt að færast á fleiri pólitísk svið. Tilgangurinn er þó fyrst og fremst sá að veikja for- ystu Samfylkingarinnar. Það hefur tekist að nokkru leyti með því að hún er komin á undanhald frá sam- komulaginu um orkulögin 2008. Af þessu má ráða að flokkspólit- ísku markmiðin með umræðunni eru nokkuð skýr. Flokkspólitísk markmið Þessum flokks- og innan-flokkspólitísku markmið-um fylgja nokkrar flækjur. Hluti stuðningsmanna Sam- fylkingarinnar hefur svipuð viðhorf í þessum efnum og vinstri armur VG. Stærri hlutinn hefur hins vegar frjálslyndari og öfgalausari afstöðu og hefur lengst af átt meiri samleið með Sjálfstæðisflokknum þegar komið hefur að hagnýtingu orku til hagsbóta fyrir fólkið í landinu. Samfylkingin þarf venjulega að verja landamæri sín til tveggja átta. Þegar forystumenn Samfylkingar- innar hafa látið undan VG á þessu sviði hafa þeir opnað hin landamær- in fyrir Sjálfstæðisflokkinn og auð- veldað honum að höfða til frjáls- lyndari kjósenda sinna. Nú gæti Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar lent í klemmu. Fái kjós- endur á tilfinninguna að sjónarmið Heimssýnar séu ráðandi í Sjálfstæð- isflokknum á þessu sviði getur hann ekki með trúverðugum hætti höfð- að til frjálslyndari kjósenda Sam- fylkingarinnar. Að því leyti hjálpar afstaða Heimssýnar forystu Sam- fylkingarinnar. Svo gæti því farið að Samfylking- unni lánaðist af þessum sökum að halda stjórnarsamstarfinu saman með því að gefa eftir gagnvart vinstri armi VG og án þess að eiga á hættu að missa fylgi til Sjálfstæðis- flokksins. Þetta er vond staða þegar þörf er á öfgalausri og málefnalegri stefnumótun í þágu fólksins. Pólitískar flækjur F ull ástæða er til að því sé haldið til haga þegar stjórnmála- menn taka skynsamlegar ákvarðanir. Sérstaklega ef þeir gera almennt ekki mjög mikið af slíku. Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra tók rétta ákvörðun í gær, þegar hann lét ekki undan þrýstingi hagsmunahópa um að auka þorskaflann umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Jón hélt sig við ráð vísindamann- anna og innan nýtingarstefnu og aflareglu ríkisstjórnarinnar og stuðlar þar með að skynsamlegri nýtingu sjávarauðlindarinnar til lengri tíma litið. Það hefði verið ábyrgðarleysi að láta undan og auka kvótann. Ráðherrann ætlar nú að setja á laggirnar „samráðsvettvang“ stjórnvalda og hagsmunaaðila um nýtingarstefnu þorsks, sem meðal annars á að fara yfir afla- regluna og meta hvort ástæða sé til að leggja til breytingu á henni með tilliti til breyttra aðstæðna og sterkari stöðu stofnsins. Þetta er vinna, sem sjálfsagt er að fara í. Niðurstaðan má samt ekki verða önnur en sú, að áfram verði farið að ráðum vísindamanna um skynsamlega langtímanýtingu stofnsins, en ekki látið undan skammtímasjónarmiðum. Það er traustvekjandi að ráðherrann ætlar að hafa samráð við Alþjóðahafrannsóknaráðið, verði ákveðið að gera einhverja breytingu. Þaðan hafa yfirleitt komið skynsam- leg ráð, sem hvorki taka tillit til sérhagsmuna né skammtímasjón- armiða. Þótt Jón Bjarnason standi sig hvað þorskinn varðar, kaupir hann sér að einhverju leyti frið með því að fara fram úr því sem Hafró ráðleggur þegar hann ákveður afla í ýsu og ufsa, annað árið í röð. þetta hafa sjávarútvegsráðherrar gert áður, væntanlega í trausti þess að um minni hagsmuni væri að ræða í þessum tegundum ef illa færi. Æfingar af þessu tagi geta menn þó ekki stundað til lang- frama, enda viðurkennir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í tilkynningu sinni í gær að fara verði mjög varlega í veiðar á ýsu á næstu árum og frekari samdráttur í afla sé óhjákvæmilegur. Fram kom þegar ákvörðun ráðherra var kynnt í gær að áformað væri að móta nýtingarstefnu fyrir fleiri tegundir en þorskinn og eru ýsa og ufsi þar efst á blaði. Það er augljóslega tímabært og stuðlar vonandi að því að þessir stofnar verði ekki notaðir sem skiptimynt í framtíðinni þegar standa þarf vörð um skynsamlega nýtingu þorskstofnsins. Mat Jóns Bjarnasonar er að mikilvægt sé að ýtarleg kynning og umræða fari fram áður en mótuð sé nýtingarstefna fyrir ein- stakar tegundir til langs tíma. Hafrannsóknastofnunin þurfi að efla mjög kynningu á starfi sínu gagnvart sjómönnum, útgerðinni, fiskvinnslunni og almenningi. Þetta er rétt athugað hjá ráðherr- anum. Hafró þarf að vera duglegri að skýra fræði sín fyrir þeim, sem eiga hagsmuna að gæta. Þannig er líklegt að breiðari samstaða myndist um skynsamlega auðlindanýtingu. Jón Bjarnason tekur rétta ákvörðun um að fylgja ráðgjöf Hafró um þorskafla. Skynsamleg nýting auðlinda Ný og endurbætt útgáfa Handhæg t ferðakort Hljóðbók Arnar Jón sson les 19 þjó ðsögur Nýr ítarle gur hálendisk afli Hafsjór af fróðleik um land og þjóð Vegahandbókin sími: 562 2600 Gamla bókin tekin upp í á kr. 1.000 Aðeins í bókaverslunum - Ekki á bensínstöðvum Eymundsson metsölulisti 16.06.10-22.06.10 1. Sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.